Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 64
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Popp-elektró dúettinn PASHN samanstendur af Ragnhildi Veigarsdóttur og Ásu Bjart- marz en þær kynntust á síðasta ári í Listaháskóla Íslands þar sem þær stunda báðar nám. Þær lýsa tónlist sinni sem djúpu dökku rafpoppi eða jafnvel popptónlist með dökku ívafi sem fangi einstakt samband hljóma andrúmslofsins og kristaltærra radda þeirra beggja. PASHN (sem er borið fram eins og enska orðið passion) kemur fram á tónleikum í Hljómskála- garðinum í dag kl. 15.30 en fjöldi listamanna kemur fram þar í dag. „Við byrjuðum að semja saman í mars á síðasta ári til að geta tekið þátt í Músíktilraunum. Upphaflega vorum við fimm í sveitinni og við komumst í úrslit, þrátt fyrir lítinn tíma til að undirbúa okkur og það var mjög gaman að taka þátt,“ segir Ragnhildur. Eftir keppnina var liðskipan sveitarinnar svolítið í lausu lofti að sögn Ásu. „Við tvær vissum að við vildum halda áfram og taka þetta aðeins lengra. Hinar stelpurnar höfðu ekki eins mikinn tíma til að sinna þessu og eru sumar í annars konar námi en við. Því ákváðum við tvær að halda áfram og sjá hvað myndi gerast.“ Ólust upp í útlöndum Þær eiga báðar að baka langt tón- listarnám en ólust þó hvorugar upp á Íslandi. Ragnhildur ólst upp í Bandaríkjunum og hefur lagt stund á fiðlu- og píanónám áður en hún settist á skólabekk hér á landi 18 ára gömul. Ása ólst upp í Svíþjóð þar sem hún lærð á þver- flautu og píanó auk þess að stunda söngnám. Hún flutti til Íslands tvítug. Saman eru þær búnar að semja fullt af nýju efni og hafa haldið áfram að þróa eigin stíl. „Þegar við tókum þátt í Músíktilraunum á síðasta ári var Ása eina söng- konan en núna erum við að vinna í að syngja jafn mikið. Ég syng í nokkrum nýja laga okkar og bráð- lega verðum við búnar að jafna út sönghlutverkin,“ segir Ragnhildur. Lögin semja þær flest öll saman segir Ása. „Algengasta skiptingin er sú að Ragnhildur semji lagið sjálft, ég laglínu og grunnpróduseringu, og svo vinnum við textana saman. Svo klárum við lögin með Guðna Einarssyni upptökustjóra.“ Góðar viðtökur Nú þegar hafa tvö lög sveitarinnar fengið spilun, Weathering a Storm og Down. „Bæði lögin hafa fengið mjög góðar viðtökur. Weathering a Storm var fyrsta lagið sem við deildum og hefur verið spilað nokkrum sinnum í útvarpinu. Eftir að bæði lögin fóru í spilun hafa margir haft samband til að fá okkur til að spila á tónleikum og við erum búnar að vera að spila á fullu síðan í lok mars.“ Sveitin spilar á litla sviðinu í Hljómskálagarðinum milli kl. 15.30 og 16.15. „Við ætlum að spila sex lög fyrir tónleikagesti. Það má búast við ljúfum tónum og góðri stemningu. Við verðum með alls konar skemmtilegar græjur á sviðinu og ætlum bara að hafa gaman.“ Frekari spilamennska Fram undan er frekari spila- mennska og verður nóg að gera í sumar. „Við vorum að senda inn umsókn vegna Iceland Airwaves og komumst vonandi að. Annars erum við núna að vinna sem list- hópur Hins hússins og spilum oft í borginni í sumar. Planið er svo að gefa út tvö ný lög í sumar og svo EP plötu stuttu fyrir Airwaves í haust. Fyrstu tvö lögin okkar fengu svo góðar viðtökur og gáfu okkur spark í rassinn varðandi að klára önnur lög og gefa nýju lögin út í sumar. Lögin fara inn á Spotify og helstu tónlistarveitur þegar platan kemur út. Annars erum við virkar á Facebook (pashnofficial) og Insta- gram (pashnofficial) auk þess sem hlusta má á lögin okkar á YouTube rás sveitarinnar (PASHN). Popp með dökku ívafi Dúettinn PASHN kemur fram á tónleikum í Hljómskálagarðinum í dag. Hann skipa tvær ungar konur með fjölbreyttan bakgrunn í tónlist og söng. Ragnhildur Veigarsdóttir (t.v.) og Ása Bjartmarz skipa dúettinn PASHN sem kemur fram á tónleikum í Hljómskálagarð- inum í dag. MYND/ERNIR Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Síðir sumarkjólar Str. S-XXL Kjóll Kr. 5.990.- Litir, svart og blátt Kjóll Kr. 6.990.- Bæði lögin hafa fengið mjög góðar viðtökur. Weathering a Storm var fyrsta lagið sem við deildum og hefur verið spilað nokkrum sinnum í útvarpinu. Eftir að bæði lögin fóru í spilun hafa margir haft samband til að fá okkur til að spila á tónleikum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . j ú N í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 D -9 7 1 8 1 D 1 D -9 5 D C 1 D 1 D -9 4 A 0 1 D 1 D -9 3 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.