Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Heiðrún Þórarinsdóttir Mig langar að ferðast þangað sem ég hef aldrei komið áður, kannski til Frakklands. SPURNING DAGSINS Ætlar þú að gera eitt- hvað 2017 sem þú hefur aldrei gert áður? Sigríður H. Guðmundsdóttir Já, ég er að fara í heimsreisu í þrjá mánuði. Morgunblaðið/Ásdís Rafn Kumar Bonefacius Já, ég ætla í nám í útlöndum, fer í fyrramálið í Lýðháskóla í Dan- mörku. Prófa eitthvað nýtt. Haraldur Hannesson Ég læt kannski verða af því að prófa kajak, mig hefur alltaf langað til þess. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Morgunblaðið/Eggert KRISTÍN ÞÓRA HARALDSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Finnur alltaf tengingu við hlutverkin Hverskonar leikrit er Ræman? Ræman er fallegt og fyndið leikrit eftir ungt bandarískt leik- skáld, Annie Baker, en hún hlaut bandarísku Pulitzer- verðlaunin fyrir besta leikritið árið 2014. Segðu mér aðeins frá hlutverki þínu í Ræmunni? Eg leik Rósu sem er sýningarstjóri í kvik- myndahúsinu Ræmunni en verkið gerist allt þar. Ræman er um þrjá starfsmenn sem all- ir eru með drauma, meðvitað og ómeðvitað, um betra líf en það getur orðið flókið þegar viðmið lífshamingjunnar er mestmegnis úr bíómyndum. Nú leikur þú blaðamann í þáttaröð- inni Föngum. Kynntir þú þér það starf við undirbúninginn? Já, ég spjallaði við nokkrar fjölmiðlakonur þegar ég var að undirbúa mig og fèkk smá innsýn í starf blaðamannsins og reyndi að fylgjast betur eða réttara sagt fylgdist ég öðruvísi með fjölmiðlum, út frá sjónarhorni þess sem var að skrifa fréttina. Þekkirðu einhverja fanga? Nei, ég þekki ekki neinn fanga persónulega. Ekki fanga sem er bak við lás og slá. Er mikill munur á að leika í leikhúsi og í sjónvarpi? Já, það finnst mér. Allt öðruvísi ferli þó að grunnurinn se auðvitað alltaf sá sami. Búa til trúverðuga persónu sem fólk vonandi tengir við eða þekkir og taka þátt í að segja sögu sem skiptir máli og hreyfir við fólki. Er eitthvert hlutverk sem þú hefur tengt meira við en önnur? Það er kannski klisja en mér finnst alltaf hlut- verkið sem ég að leika hverju sinni vera hlutverkið sem ég tengi mest við. Fyrir sum hlutverk hef ég þurft að kafa dýpra en fyrir önnur en ég finn nú alltaf einhverja tengingu við hlutverkið að lokum. Hvað er á döfinni hjá þér? Á döfinni er að frumsýna Ræmuna 10. janúar. Sjáumst í leikhúsinu. Ég ætla í nýtt samband á nýju ári. Eða reyndar er kannskiekki alveg rétt að tala um algjörlega nýtt samband. Hinnaðilann hef ég þekkt í fjölda ára og sambandið, svo langt sem það nær, í raun verið ánægjulegt. En mig langar að breyta eðli sambandsins og kynnast hinum aðilanum upp á nýtt. Það held ég að sé alveg bráðnauðsynlegt miðað við breytta veröld. Sé það ekki nú þegar orðið lesendum ljóst þá skal ég upplýsa hér með að hinn aðilinn í sambandinu er ruslatunnan mín. En ekki hvað. Ruslatunnan og ég höfum átt með okkur ákaflega gjöfula og að mörgu leyti gleðilega sambúð undanfarin ár. Hún tekur lengi við. Sama hvað ég stend mig illa í að áætla matarbirgðir heimilisins, sama hversu illa mér gengur að hætta að nota einnota umbúðir þá fyrirgefur hún mér þetta allt. Hún einfald- lega tekur því sem að henni er rétt og segir ekki orð. Kvartar aldrei, svo lengi sem pokinn er losaður úr henni reglulega og færður yfir í stærri tunnu þá situr hún róleg í skápnum, sátt við sitt hlutskipti. Það er auðvelt að staðna í sam- bandinu og taka henni sem gefnum hlut. Ruslatunnan hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Á ferð um Hornstrandir síðast- liðið sumar þurftum við ferðafélag- arnir að taka ábyrgð á eigin rusli. Engin ruslatunna var með í för og göngugörpum að sjálfsögðu gert að fjar- lægja allt rusl úr friðlandinu og taka með í land. Þetta er sjálfsögð regla á fjöllum og í óbyggðum; að skilja við landið án ummerkja og í sama ástandi og þegar komið er. Það var einmitt á Hornströndum sem mér varð það ljóst hversu staðnað sambandið mitt við ruslatunnuna mína er. Alla jafna tek ég ekki ábyrgð á eigin rusli, heldur varpa ábyrgðinni yfir á sambýlinginn ruslatunnuna. En ábyrgðin er mín. Veröldin okkar er óðum að fyllast af rusli, höfin eru stútfull af plasti, landfyllingar úttroðnar af niðurtættum fötum og þriðjungar matar sem við kaupum endar í ruslinu. Hluti af vandanum er að við tökum ekki ábyrgð sjálf heldur eftirlátum ruslatunnunum ábyrgðina sem er í raun okkar mannfólksins. Við ímyndum okkur gjarnan að vandinn sé horfinn um leið og ruslið er komið í tunnuna undir eldhúsvaskinum. Endurnýjaða sambandið mitt við tunnuna vil ég byggja á ábyrgð og trausti. Það sem þarf að fara í ruslið fer þangað og ég treysti tunnunni fyrir því. En ég tek ábyrgð á því að flokka þegar hægt er og leggja mig fram um að hætta að búa til svona mikið rusl! Þá hlýtur sambandið okkar að blómstra. Morgunblaðið/Kristján Nýtt samband á nýju ári Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Það er auðvelt aðstaðna í sambandinuog taka henni sem gefn-um hlut. Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona, leikur eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Ræmunni sem verður frumsýnt þann 10. janúar. Kristín Þóra fer einnig með hlutverk blaðamannsins Eyju í þátta- röðinni Föngum sem sýnd er á sunnudags- kvöldum á RÚV.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.