Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017 Þorpin og bæirnir sem byggja á upp frá grunni verða vítt og breitt um England. Sem dæmi má nefna að 1.000 húsa þorp á að reisa á svæði í Northamptonskíri um miðbik Englands. Þar var á árum áður Deenethorpe- flugvöllur, sem Bandaríkjaher notaði í síðari heimsstyrjöld- inni og á svæðinu er með- fylgjandi minnismerki um eina sprengjusveit Bandaríkj- anna. Eftir stríð lagð- ist flugvöllurinn af og svæðið, alls um 240 hektarar lands, hefur síðan verið notað til landbúnaðar. Hvað er til ráða þegar viðvar-andi húsnæðisskortur ervandamál? Ýmislegt kem- ur án efa upp í hugann en rík- isstjórn Bretlands tilkynnti í vik- unni þau áform sín að reist verði frá grunni 17 ný þorp og bæir, víðs veg- ar um landið, til að bæta ástandið í húsnæðismálum. Ríkið leggur fram fé í verkefnið. Á næstu tveimur fjárhagsárum verða til reiðu sex milljónir punda, andvirði um 843 milljóna króna. Það er ekki nema dropi í hafið, en rétt að taka fram að ríkið hyggst ekki standa sjálft að uppbyggingunni heldur sjálfstæðir verktakar og fjármagnið hugsað til þess að hægt verði að taka fyrstu skrefin. Byggt á grænum svæðum Gert er ráð fyrir að á hverjum stað verði frá 1.500 til 10.000 byggingar og alls verði í boði 48.000 ný heimili þegar upp er staðið. Uppbygging er víða fyrirhuguð á grænum svæðum, sem að minnsta kosti sum hver hafa hingað til ekki verið hugsuð sem byggingaland. Áður hafði verið tilkynnt um sjö bæi, sem byggðir verða með sömu formerkjum, og segir Gavin Bar- well, húsnæðis- og skipulags- ráðherra í ríkisstjórn Theresa May, að þegar allt er talið gæti orðið um að ræða hátt í 200.000 ný heimili. Ráðherrann sagði í vikunni að í þessum nýju samfélögum væri ekki einungis gert ráð fyrir heimilum, þvert á móti ætti að vera þar ým- iskonar atvinnustarfsemi og öll nauðsynleg þjónusta. Þar yrði því mikið til af störfum. Gert verði ráð fyrir skólum, heilsugæslu og öðrum nauðsynlegum þáttum. „Þetta eiga ekki einvörðungu að vera svefnbæir,“ sagði Barwell ráð- herra. Skortur á húsnæði hefur valdið því að íbúðaverð hækkar upp úr öllu valdi í London og fleiri stórborgum Bretlands. Af þeim sökum á sauð- svartur almúginn víða erfitt með að kaupa sér húsnæði eða leigja. Það er ekki síst ástæða þess að stjórn- völd grípa til í taumana með þessum hætti. Þegar hefur verið greint frá því hvar reiknað er með að 14 þorp rísi en ekki hefur enn verið ákveðið hvar þrír bæir – fjölmennari sam- félög en umrædd þorp – verða stað- settir. Hönnuðum og verktökum verða gefnar býsna frjálsar hendur um það hvernig þorpin og bæirnir líta út, nema hvað áhersla verður lögð á gæði, að bæirnir verði vel hannaðir og aðlaðandi og síðast, en ekki síst, að verkefnið verði til þess að leysa, eða a.m.k. draga verulega úr, hús- næðisskorti á viðkomandi svæði. Ekki er síst verið að hugsa um fólk sem vill kaupa fasteign í fyrsta skipti. Ekki eru allir á eitt sáttir varð- andi áform ríkisstjórnarinnar, frek- ar en reikna mátti með. Fyrrver- andi húsnæðisráðherra, Welwyn Hatfield, samflokksmaður Barwell og May forsætisráðherra, telur að erfitt gæti verið að koma fyrir nægilegri aðstöðu í svo litlum byggðakjörnum til að bæirnir yrðu sjálfbærir að því leyti að þar gætu íbúarnir fengið störf við sitt hæfi. Dame Kate Barker, sem stýrði sjálfstæðri könnun á húsnæðismarkaði í Bretlandi árið 2004, segir að hugmyndir ríkisstjórnarinnar séu „skref í rétta átt“ að því að bæta ástandið, en bætti við, í viðtali við BBC, að það sem nú væri til umræðu myndi einungis anna eins árs eft- irspurn þess sem hefði þurft að byggja í landinu frá því efnahags- krísan skall á 2008. John Healy, skuggaráðherra Verkamannaflokksins, bendir á að á síðustu sex árum hafi minna verið byggt á Bretlandi en nokkru sinni á friðartímum, síðan á þriðja ára- tugnum. „Þjóðin á skilið almenni- lega áætlun til þess að leysa hús- næðisvandann,“ segir hann og gefur ekki mikið fyrir áætlun stjórnvalda. Aðgát verði höfð Samtök sem berjast fyrir verndun sveitanna telja að uppbygging þorpa og bæja geti lukkast vel ef til- lit verður tekið til sjónarmiða fólks í nágrenninu. „Sumar hugmyndirnar geta fallið fólki vel í geð en aðrar eru þess eðlis að margir eru þeim algjörlega andvígir. Við munum fylgjast vel með þróun mála og tryggja að heimamenn verði hafðir með í ráðum, auk þess að aðgát verði höfð á grænum svæðum,“ sagði talsmaður samtakanna. Sautján ný þorp og bæir á Englandi Brugðist við húsnæðisskorti með því að byggja bæi frá grunni víða um landið, á grænum svæð- um og landi sem notað var undir ýmsa starfsemi. Hvar á að byggja? Svona gæti bær litið út sem gert er ráð fyrir að verði byggður skammt frá Harlow, nokkuð norðaustan við London. ’Gert verði ráð fyrir skólum, heilsugæslu og öðrum nauðsyn-legum þáttum. Þetta eiga ekki einvörðungu að vera svefnbæir.Gavin Barwell, húsnæðis- og skipulagsráðherra Bretlands ERLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is KANADA EASTERN PASSAGE, NOVA SCOTIA Kanadísk kona, Olga Beno, sem hefur notað sömu tölur á lottómiðann sinn í tæpa þrjá áratugi, datt í lukkupottinn á dögunum og vann um 5,3 milljónir Kanadadollara, að andvirði rúmlega 450 milljóna króna. Olgu dreymdi tölurnar í maí 1989 og hefur notað þær alla tíð síðan. Fullyrða má að vinningurinn hafi ratað á góðan stað því Beno hefur barist við krabbamein og þurft að selja heimili sitt til að geta greitt fyrir meðferð. ÍSRAEL JERÚSALEM Leyniþjónusta Ísraels, Mossad, auglýsti nýverið eftir njósnurum til starfa og leggur sérstaka áherslu á að ráða kvenfólk. „Öflugar konur óskast,“ segir í auglýsingu sem birt var í ísraelskum dagblöðum. Fyrrverandi stjórnandi Mossad hefur sagt að konur henti betur til njósnastarfa en karlar, að sögn BBC. Á heimasíðu Mossad er meðfylgjandi mynd og hægt að sækja um starf með rafrænum hætti. BRASILÍA MANAUS Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur tilkynnt að gripið verði til aðgerða í því skyni að draga úr ofbeldi í fangelsum landsins, eftir að 56 fangar létust í átökum í milli gengja í fangelsi um síðustu helgi. Meðal annars verður reynt með öllum tiltækum aðferðum að koma í veg fyrir smygl á vopnum og eiturlyfjum inn í fangelsi. ÁSTRALÍA EXMOUTH Sjómanni var bjargað úr hafinu, 55 km undan vesturströnd Ástralíu, eftir sex tíma volk. Ross Chapman var um það bil að draga stóran fisk af makríla- kyni um borð í fimm metra bát inn, ens éll fyrir borð þegar hann teygði sig íf GoPro myndavél sem rann til. Þykir hann ljónheppinn að hafa fundist enda fáir bátar á ferli þarna „lengst úti í rassgati“ eins og það var orðað í fréttum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.