Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 41
8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Ég er að lesa bók sem ég keypti
mér úti í Madríd, A Field Guide to
Getting Lost eftir Reb-
eccu Solnit. Hún er
frægust fyrir bókina
Men Explain Things to
Me, en þetta er bók um
það að vera „flaneur“,
að fara eitthvað út í
óvissuna og upplifa hlutina ekki
alltaf eftir skýrum leiðum sem mað-
ur þekkir fyrirfram.
Yfir hátíðirnar var ég líka að lesa
bækur eftir Kate Atkinson, dýrðar-
höfund. Bjartur gaf
einu sinni út bók eftir
hana, leynilögreglu-
sögu, en hún hefur gef-
ið út margar ólíkar
bækur. Life After Life
er fyrri bók af tveimur
sem eru lauslega tengdar. Ég hef
reyndar líka gluggað
aftur í hinar bæk-
urnar hennar sem ég
las fyrir nokkrum ár-
um.
Svo er ég að reyna
að halda mér við í
frönskunni og las Le
mystère Henri Pick
eftir David Foenkinos, höfund sem
ég er sjúklega hrifin af. Þetta eru
bókmenntalegar bækur en mjög
léttar og gamansamar.
Guðrún Vil-
mundardóttir
Guðrún Vilmundardóttir er leik-
húsfræðingur og bókaútgefandi.
inlega algjör töfffari eins og sjá
má til að mynda á viðskiptum
hennar við lögmann sem kemur við
sögu. Er það meðvituð ákvörðun
þín eða er hún að taka völdin?
„Í fyrstu bókinni var Edda enn
hálfdösuð eftir að hafa misst vinn-
una nokkrum vikum áður. Hún var
beinlínis í áfalli og að reyna að fóta
sig í framandi aðstæðum … henti
sér hugsunarlítið út í rannsókn
dularfulls máls og dróst óvart inn í
hræðilegar hremmingar. Í nýju
bókinni er hún aðeins að ná áttum,
finna nýjan takt í tilverunni og
endurheimta sjálfstraustið. En ég
efast um að hún læri nokkurn tíma
að telja upp að tíu áður en hún
æðir af stað.“
- Edda er á jaðri samfélagsins á
fleiri en eina vegu – hún er komin
á eftirlaun og því útí horn, en svo
er hún líka kona og enn jaðarsett-
ari fyrir vikið eins og birtist mjög
vel í heita pottinum í Vesturbæj-
arlauginni þar sem karlarnir eru
„svo uppteknir af sínum ógáfulegu
getgátum að engum þeirra dettur í
hug að spyrja hvað henni fyndist“.
„Einmitt. Edda tilheyrir sam-
félagshópi sem ekki er nógu sýni-
legur eða virtur, hún er stimpluð
gömul kerling og þar með óáhuga-
verð og nánast dæmd úr leik. Það
var líka akkúrat þess vegna sem
ég valdi að gera hana að aðal-
persónu. Ég fór aðeins inn á það í
Konunni í blokkinni hvernig eldri
konur eru nánast ósýnilegar þeim
sem yngri eru og virka allar hver
annarri líkar. Þetta mætti gjarnan
breytast.“
- Ég nefndi flækjustigið áðan –
mig grunar að Finnur og Ingibjörg
muni koma við sögu í næstu bók
og þá jafnvel rækilega við sögu.
„Finnur og Ingibjörg eru mér
mjög kær og þau fara ekki langt.
En Snorri og Viktor þurfa sömu-
leiðis pláss, hjá þeim er enn ým-
islegt á huldu. Svo þú sérð að
þrjár bækur rúma þetta engan
veginn.“ Að lokum: Þú ert komin í
gang með Eddu, en hvað með
bækur án hennar, ertu með ein-
hverja slíka á prjónunum?
„Í augnablikinu hleypir Edda
engum öðrum að og ég er full-
komlega sátt við það. Á meðan við
skemmtum okkur svona vel saman
hvarflar ekki að mér að halda fram
hjá henni.“
Morgunblaðið/RAX
’ Í augnablikinu hleypir Edda engum öðrumað og ég er fullkomlega sátt við það. Á meðanvið skemmtum okkur svona vel saman hvarflarekki að mér að halda fram hjá henni.
BÓKSALA 2016
1 PetsamoArnaldur Indriðason
2 AflausnYrsa Sigurðardóttir
3 Pabbi prófessorGunnar Helgason
4 Tvísaga : móðir,dóttir, feður
Ásdís Halla Bragadóttir
5 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson
6 Útkall- kraftaverk undir jökli
Óttar Sveinson
7 Heiða - fjalldalabóndinnSteinunn Sigurðardóttir
8 SvartigaldurStefán Máni
9 Elsku Drauma mín :minningabók Sigríðar
Halldórsdóttur
Vigdís Grímsdóttir
10 Laddi: Þróunarsagamannsins
Gísli Rúnar Jónsson
1 PetsamoArnaldur Indriðason
2 AflausnYrsa Sigurðardóttir
3 SvartigaldurStefán Máni
4 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir
5 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson
6 DrungiRagnar Jónasson
7 ÖrAuður Ava Ólafsdóttir
8 Þættir af séra ÞórarinumÞórarinn Eldjárn
9 PassíusálmarnirEinar Kárason
10 EylandSigríður Hagalín Björnsdóttir
Söluhæstu bækur ársins
Íslensk skáldverk
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
ÉG ER
AÐ LESA
HAPPY HOUR
alla daga frá 16
- 18
Argentína steikhús | Barónsstíg 11 | 101 Reykjavík | Sími 551 9555 | salur@argentina.is | argentina.is
alvöru steik
Borðapantanir
551 9555
salur@argentina.is