Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 26
HEILSA Ekki bara hvítur sykur telst til viðbætts sykurs, heldur einnig hrásykur, púðursykur,melassi, síróp, agavesíróp, glúkósi (þrúgusykur), ávaxtasykur (frúktósi) og náttúru-legur sykur sem er til staðar í hunangi. Viðbótin sem slík er það sem skiptir máli og almennt er ekki hollara að bæta í matvælin einni tegund sykurs umfram aðra. Margar tegundir sykurs 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017 Sykurneysla er mikil hér á landi eins og fram kom í fyrirlestri Hólmfríðar Þorgeirsdóttur 3. janúar.  Sykurframboðið var 42 kg/íbúa árið 2014.  Neysla ungs fólks (18- 30 ára) og 6 ára barna er yfir ráðlagðri hámarks- neyslu.  Stærsti hluti sykurs í fæði hér á landi kemur úr sykruðum gos- og svaladrykkjum eða 34%.  Norræn vöktun 2011 og 2014: Hlutfall þeirra sem neyttu mikils af sykurríkum matvælum var hæst á Íslandi 2011 og lækkaði ekki milli ára eins og í Danmörku, Finnlandi og Noregi.  Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu, tannskemmdum og sykursýki af tegund 2. Nánar á landlaeknir.is Sykurneysla mikil hér á landi Getty Images Embætti landlæknis leggur til aðstjórnvöld hækki álögur á gos-drykki þannig að þeir séu a.m.k. skattlagðir í samræmi við al- menna skattheimtu í landinu, þ.e. beri 24% virðisaukaskatt í stað 11%. Einnig ætti að leggja vörugjöld á gos- drykki þannig að hækkunin nemi a.m.k. 20% í heildina. Fjármuni sem koma inn mætti nýta til að lækka álögur á grænmeti og ávexti. Í tillögum embættisins segir að einnig ætti að eyrnamerkja hluta af álögunum fyrir starf á sviði heilsuefl- ingar eins og gert er með gjöld á tóbak og áfengi. Þannig gætu stjórnvöld skapað aðstæður sem hvetja til heil- brigðari lifnaðarhátta og aukið jöfnuð til heilsu. Samhliða slíkri skattlagningu er mikilvægt að upplýsa almenning um heilsufarslegan ávinning af minni sykurneyslu. Einnig er mikilvægt að fylgjast með og meta hvaða áhrif skattlagningin hefur á neysluvenjur, segir á vef embættisins, landlaeknir.is. Þar segir að ekki sé fullreynt með sérstakar álögur á gosdrykki og því séu ofangreindar tillögur settar fram, enda sé neysla á gosdrykkjum óhóf- lega mikil hér á landi og mun meiri en í hinum Norðurlandaríkjunum. Vaxandi vísindalegur grunnur Í nýrri skýrslu frá WHO kemur fram að vaxandi vísindalegur grunnur sé fyrir því að vel skipulagðir skattar á matvæli, ásamt fleiri aðgerðum, geti verið áhrifarík leið til að bæta neyslu- venjur. Skattlagning ætti því að vera ein af forgangsaðgerðum stjórnvalda til að fyrirbyggja langvinna sjúk- dóma, segir Embætti landlæknis. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að mestur ávinningur sé af skatti á sykraða drykki og hann þurfi að vera áþreifanlegur og hækka verð um a.m.k. 20%. Þar kemur einnig fram að 20% skattur geti minnkað neyslu um 20%. Þetta er í samræmi við niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var hér á landi af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (HÍ) og Laufey Steingríms- dóttir, prófessor við HÍ, kynnti á málþingi í HÍ þann 3. janúar sl. og gerð voru góð skil á mbl.is í vikunni. Mikil áhrif á börn, ung- menni og stórneytendur Sú rannsókn sýndi að verðteygni gosdrykkja er tæplega 1%, sem þýðir að fyrir hverja prósentuhækkun á gosdrykkjum minnkar neyslan um 1%. Á sama málþingi kynnti Hólm- fríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis, hugsanlegan ávinning af skattlagn- ingu gosdrykkja. Hjá henni kom fram að verðstýring með sköttum eða vörugjöldum á sykraða gos- drykki gæti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu. Áhrifin væru mest þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ungmennum og þeim sem drekka mest af gosdrykkjum. Hún benti á aðra rannsókn þar sem metið var hvaða íhlutanir væru árangursríkastar kostnaðarlega séð til að draga úr offitu í Ástralíu. Þar skipuðu skattar á óhollar mat- og drykkjarvörur sér efst á blað, bæði til bæta heilsu og draga úr út- gjöldum. Í skýrslu WHO kemur einnig fram að sterkur vísindalegur grunnur sé fyrir því að 10-30% lækkun á álögum á hollum vörum eins og ávöxtum og grænmeti geti verið áhrifarík leið til að auka neyslu á þessum fæðuteg- undum. Gosdrykkir vega þyngst Gosdrykkir vega þyngst í sykur- neyslunni, en rúmlega þriðjungur af viðbættum sykri í fæði Íslendinga kemur úr sykruðum gos- og svala- drykkjum. Verð á gosdrykkjum er lágt hér á landi og lækkaði enn frek- ar þegar vörugjöld voru afnumin í byrjun árs 2015. Þá lækkaði tveggja lítra kókflaska um tæplega 14% sam- kvæmt upplýsingum á vef Hagstof- unnar. Ísland er trúlega eitt fárra vest- rænna ríkja þar sem verð á gos- drykkjum hefur lækkað undanfarin ár, segir í tilkynningu frá embætt- inu. Samkvæmt niðurstöðum nor- rænnar vöktunar á mataræði, hreyf- ingu og holdafari er mest neysla á sykruðum gosdrykkjum og syk- urríkum vörum á Íslandi samanborið við hin Norðurlandaríkin. Hlutfall of feitra er sömuleiðis hæst á Íslandi í sömu rannsókn. Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund 2. Áhrif framleiðenda Dagblaðið New York Times afhjúp- aði fyrir rúmu ári að Coca-Cola, stærsti framleiðandi sykurbættra drykkja í heiminum, hefði greitt vís- indamönnum sem leituðust við að draga úr tengslum sykraðra drykkja og offitu milljónir Bandaríkjadala. Fréttastofan AP greindi frá því í fyrra að sælgætisframleiðendur borguðu fyrir rannsóknir sem héldu því fram að börn sem borðuðu sæl- gæti væru léttari en þau sem borð- uðu ekki sælgæti. Sykuriðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur verið áhrifa- mikill síðustu áratugi og leiddi það til ráðlegginga um að draga úr fitu- neyslu á meðan sykurneysla jókst. Viðbættan sykur er að finna í margs konar matvöru, sósum, kjöt- vöru, mjólkurvörum, salatsósum og brauði. Það er því margt sem þeir þurfa að vara sig á sem hafa sett sér það markmið að draga úr sykur- neyslu á nýju ári. Þeir sem vilja vera meðvitaðir um sykurneyslu sína ættu að skoða síðuna sykurmagn.is, sem er vefur á vegum Embættis land- læknis. Í hálfum lítra af Coca Cola og Pepsi eru 27 sykurmolar. Hver sykurmoli er 2 g. Getty Images/Zoonar RF Heilsufars- legur ávinn- ingur mikill Embætti landlæknis vill að stjórnvöld hækki álögur á gosdrykki umtalsvert. Fjármunina sem komi inn mætti nýta til að lækka álögur á grænmeti og ávexti. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Í Berkeley í Kaliforníu voru lögð á vörugjöld, 40 kr. á lítra, á drykki með við- bættum sykri í mars 2015. Niðurstöður rannsóknar um áhrif þessarar skattlagn- ingar, sem birtust í Americ- an Journal of Public Health í ágúst 2016, sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum dróst saman um 26% en vatnsdrykkja jókst umtals- vert. Í Mexíkó voru vörugjöld, 6 kr. á lítra, lögð á sykraða drykki í byrjun árs 2014, sem samsvöruðu um 10% hækk- un. Niðurstöður sem birtar voru í tímaritinu British Medical Journal í janúar lögð á. Minnkunin var meiri meðal tekjulágra eða um 17%. 2016 sýndu að neyslan minnkaði um 12% fyrsta árið eftir að vörugjöldin voru Getty Images Reynsla Mexíkó og Kaliforníu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.