Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 23
Dökki veggurinn kem vel út við bleika púða í svefn-
herbergi parsins.
Skandinav-
ískur stíll í
Garðabæ
Arna Björk Björgvinsdóttir, flugfreyja hjá
Icelandair og meistaranemi í lögfræði við
Háskólann í Reykjavík, og unnusti hennar
Viktor Víðisson, sem starfar við áhættu-
stýringu, festu kaup á bjartri íbúð í Garðabæ
fyrir ári með útsýni yfir hafið.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
’ Stíllinn á heimilinueinkennist af gráumlit og huggulegu yfir-bragði í bland við skand-
inavískan stíl
Smáatriðin skipta miklu máli.
Á skenknum í stofunni er fáguð uppröðun hönnunar og
persónulegra muna.
Arna segir stílinn á heim-ilinu einkennast af gráumlit og huggulegu yfir-
bragði í bland við skandinavískan
stíl. „Ég er mikið fyrir að blanda
silfurlituðu við heimilið og flauel
er líka í miklu uppáhaldi.“
Þegar hugað er að innréttingu
heimilisins segir Arna mikilvægt
að hugsa um hvort breytingin eða
hluturinn er eitthvað sem hún geti
hugsað sér að hafa inni hjá sér
næstu árin. „Ég vil helst kaupa
hluti sem eru tímalausir og ég get
átt lengi. Mér finnst mikilvægt að
fólki líði vel heima hjá sér og
reyni ég að innrétta heimilið eftir
því,“ útskýrir hún og bætir við að
hún hafi keypt mikið inn á heim-
ilið í H&M home. „Einnig er
ZARA home í miklu uppáhaldi og
eldhúsdót í Crate&Barrel. Hér
heima get ég alltaf fundið eitthvað
í Søstrene Grene og Habitat. Svo
eru Heimahúsið, Modern og
Norr11 í miklu uppáhaldi,“ út-
skýrir Arna sem segist þó ekki
vera bundin við ákveðnar versl-
anir heldur kaupi það sem sér
finnist passa best inn í íbúðina
hverju sinni.
Arna segist hafa mjög gaman af
því að skoða hönnunarblöð og
vafra um á vefsíðunum Instagram
og Pinterest, aðspurð hvaðan hún
sæki innblástur inn á heimilið.
„Annars fæ ég mestan innblástur
með því að skoða úrvalið í búð-
unum og á vefsíðum verslana og
fæ þá oft margar hugmyndir.“
Þá hefur Arna gaman af því að
dunda sér í eldhúsinu og bjóða í
matarboð og segir þar af leiðandi
samliggjandi eldhús og borð-
stofurými í miklu eftirlæti ásamt
hægindastólnum í stofunni.
„Hringborðið er í miklu uppáhaldi
og skapast oft skemmtileg stemn-
ing þegar fjölskyldan og vinir
koma í mat. Annars þykir okkur
gott að sitja í stofunni í sófanum
og spjalla saman og horfa út á
sjóinn.“
Morgunblaðið/Ófeigur
8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
ÚTSALA – ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR
NATUZZI
EDITION
B814 Leður hornsófi
með rafknúinni einingu.
Brúnt leður.
Stærð: 387 x 289 x 94 cm
AFSLÁTTUR
40%
779.994 kr. 1.299.990 kr.