Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 33
sem féllu, en fundust ekki eftir allar
orusturnar í Somme-dal frá júlí 1915
til mars 1918.
Hægt að skoða skotgrafir og
sprengjugíga
Af öðrum stöðum þar sem eftir-
tektaverðar og skæðar, en mun
smærri, orustur áttu sér stað má
einnig nefna Arras og Vimy-háls 9.-
12. apríl 1917, en á því svæði reyndi
mikið á kanadísku hersveitirnar sem
Vestur-Íslendingarnir börðust með.
Eftir stríðslok gaf Frakkland
Kanada um 100 hektara af þessu or-
ustusvæði sem voru friðaðir og gerð-
ir að minningarþjóðgarði. Þar er nú
að finna safn, neðanjarðarbyrgi,
skotgrafir, sprengjugíga o.fl., en
einnig fallegt og mikilfenglegt kan-
adískt minnimerki á hæsta punkti
Vimy-hálsins, Canadian National
Vimy Memorial. Það geymir nöfn
11.169 kanadískra hermanna sem
féllu í stríðinu og ekki er vitað hvar
eru grafnir, en þar á meðal eru nöfn
Júlíusar Valtýs Stefánssonar úr 108.
hersveitinni, Sigurðar Pálmasonar
Gíslasonar, einnig úr 108. hersveit-
inni, sem fæddur var að Steinholti í
Glæsibæjarhreppi í Eyjafjarðar-
sýslu, og Þorbergs Eiríks Thor-
bergssonar úr 223. hersveitinni, sem
fæddur var á Bakka á Tjörnesi í
Suður-Þingeyjarsýslu.
Íslendingur grafinn í
herkirkjugarði í Arras
Með Arras-orustunni gerðu banda-
menn undir forystu Breta, sem stóð
frá 9. apríl til 17. maí 1917, tilraun til
þess að rjúfa kyrrstöðuna sem var í
hernaðinum með því að gera árásir á
víglínu Þjóðverja í grennd við bæinn
Arras og létta þar með þungann af
árásum Þjóðverja af varnarlínu
Frakka við Verdun.
Þrátt fyrir góðan undirbúning og
gott gengi bandamanna í upphafi
orustunnar náðu Þjóðverjar að verj-
ast og á endanum var árangur henn-
ar lítill, en hún kostaði bandamenn
um 158.000 fallna og særða og Þjóð-
verja um 120.000. Í breska her-
kirkjugarðinum Faubourg d’Ami-
ens í útjaðri Arras er að finna Arras
Memorial to the Missing, til minn-
ingar um 35.000 hermenn frá Bret-
landi, S-Afríku og Nýja-Sjálandi,
sem féllu 1916-1918. Í garðinum er
einnig að finna Arras Flying Servi-
ces Memorial, sem geymir nöfn
tæplega 1.000 breskra flugliða sem
ekki er vitað hvar létust eða eru
grafnir. Á því minnismerki má finna
nafn Vestur-Íslendings, Hallgríms
Jónssonar, sem fæddist á Mýri í
Bárðardal 1885, en fluttist til Kan-
ada fimm ára gamall. Hann gekk í
kanadíska herinn í janúar 1916 og
átti frækinn feril, hlaut m.a. heið-
ursmerki (Military Cross) fyrir
hrausta framgöngu í orustu. Hann
innritaðist í konunglega flugherinn í
apríl 1918 og féll í loftorustu í
Frakklandi 3. september 1918, en
ekki er vitað hvar hann er grafinn.
Neðanjarðarvirki í Verdun
Bærinn Verdun í Norðaustur-
Frakklandi hefur sérstaka sögulega
merkingu í hugum Frakka. Hann lá
rétt við landamæri Frakklands og
Þýskalands og hafði mikið tilfinn-
ingalegt gildi eftir landvinninga
Þjóðverja í fransk-prússneska stríð-
inu 1870-1871. Eftir það stríð höfðu
virkin í kringum Verdun verið bætt
og styrkt til að varna frekari inn-
rásum Þjóðverja og loka fyrir þeim
leiðinni til Parísar. Tilgangur Þjóð-
verja byggðist m.a. á þessu tilfinn-
ingagildi, með þungri árás á einmitt
þennan bæ ætluðu þeir að láta
Frakklandi og franska hernum
,,blæða út“. Þótt sú áætlun hafi á
endanum mistekist varð orustan um
Verdun langvinnasta orusta fyrra
stríðsins því hún stóð frá 21. febrúar
til 16. desember 1916. Frakkar lögðu
allt í sölurnar til að verjast á þessu
litla svæði og það tókst, en með gríð-
arlegu mannfalli á báða bóga. Talið
er að 377.000 franskir og 337.000
þýskir hermenn hafi særst eða fallið
í þessari orustu.
Í Verdun er margar minjar frá
fyrra stríði að finna og fjölda minn-
ismerkja um orustuna um Verdun.
Þar er m.a. að finna neðanjarðar-
virkisborgina „Citadelle Verdun“
þar sem franski herinn hafði höfuð-
stöðvar sínar í átökunum 1916. Þar
er nú safn þar sem gestum er ekið
um neðanjarðarvirkisborgina í lest.
Af minnismerkjum í borginni má
helst nefna Victory Monument sem
er 30 metra há sigursúla sem reist
var 1929 til minningar um sigur
Frakka í umsátrinu um bæinn 1916.
Minnismerki um ,,Children of Ver-
dun“ er einnig að finna þar, en það
var gert var til heiðurs frönsku her-
mönnunum og íbúunum í Verdun
með áletruninni: „Enginn mun kom-
ast fram hjá okkur“ sem voru fyrir-
mælin sem franski herinn hafði í
Verdun.
Norðaustur af Verdun er ágætt
safn um orustuna um Verdun, Ver-
dun Memorial. Áhrifaríkt er að
skoða Fort Douaumont, sem er
neðanjarðarvirki í klettahæð og var
best varða virkið á svæðinu, þar sem
vélbyssu- og fallbyssuhreiður gægð-
ust út úr bergveggjunum. Ofan af
hæðinni sést vel yfir bardagasvæðið,
alþakið sprengjugígum sem varð-
veittir hafa verið en eru nú grasi
grónir.
Það er við hæfi að enda heimsókn
á fyrrastríðsslóðir við Verdun með
því að heimsækja Douaumont11 Os-
suary, sem er stórfenglegur og sér-
lega áhrifamikill minnisvarði á
tveimur hæðum og kjallara, reistur
af Frökkum til minningar um 132
þúsund óþekkta hermenn. Á neðri
hæðinni eru sýningarbásar, minja-
gripaverslun og kvikmyndasýning-
arsalur, en á efri hæðinni er kapella
og minningarbásar um fallna ein-
staklinga. Í kringum þetta minn-
ismerki er grafreitur franskra her-
manna en það sem er áhrifaríkast
við heimsóknina er að sjá beinahrúg-
ur hinna óþekktu föllnu hermanna,
sem geymdar eru í kjallara bygging-
arinnar og hægt er að skoða utan frá
gegnum glugga.
Lifandi minning
Það er mögnuð upplifun að fara á
slóðir vesturvígstöðva ófriðarins
mikla og slík ferð lætur trúlega fáa
ósnortna. Ótrúlegt umfang stríðsins,
hinn gífurlegi fjöldi hermanna sem
tóku þátt í stríðinu, féllu eða særð-
ust, hörmungar þeirra sem börðust í
skotgröfunum, sem og óbreyttra
borgara, verða manni ekki ljósar
fyrr en á staðinn er komið.
Eftir rúmlega fjögurra ára styrj-
öld var samið um vopnahlé þann 11.
nóvember 1918. Bretar treystu því
ekki að staðið yrði við vopnahléið og
kröfðust þess að flota Þjóðverja, 67
öflugustu herskipum þess tíma, yrði
siglt til Scapa Flow á Orkneyjum til
tryggingar. Eftir að Þjóðverjar
höfðu verið neyddir til að skrifa und-
ir friðarsamningana gerðist sá ein-
stæði atburður að öllum 67 herskip-
unum var sökkt á einni nóttu og er
talið að þýskir sjóliðar skipanna hafi
verið þar að verki. En yfir þessum
atburði hefur ætíð hvílt mikil leynd.
Stríðið sem átti að „enda öll stríð“
kostaði 10 milljónir hermanna úr
báðum fylkingum lífið og um 7 millj-
ónir óbreyttra borgara, auk þess
sem 21 milljón manna særðist. Skrif-
að var undir friðarsamningana
vegna fyrri heimsstyrjaldar í Versöl-
um 28. júní 1919, en einungis tuttugu
árum og 64 dögum síðar braust
seinni heimsstyrjöldin út.
Virðingarvert er hversu minn-
ingum um ófriðinn mikla og þátttak-
endur í honum er vel viðhaldið á
slóðum vesturvígstöðvanna, þrátt
fyrir að rúm öld sé liðin frá honum.
Fjöldi fólks, alls staðar að úr heim-
inum, gerir sér ferð til að skoða
þessar söguslóðir og leita uppi staði
þar sem ástvinir eða ættingjar þess
börðust eða féllu. Við heimsókn okk-
ar verður manni ljóst tilgangsleysi
hernaðarins og sóun milljóna
mannslífa. Það er sorglegt til þess að
hugsa að ekki hafi nægjanlegur lær-
dómur verið dreginn af ófriðnum til
að koma í veg fyrir frekari styrj-
aldir. Enn þann dag í dag er að finn-
ast búnaður og bein hermanna úr or-
ustum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Það má því með sanni segja að á
þessum slóðum sé ófriðurinn mikli
enn lifandi minning.
Átökin við Somme voru einhver þau mannskæðustu í fyrri heimsstyrjöldinni. Í
bænum Albert stendur breskur skriðdreki sem minnisvarði um blóðbaðið.
AFP
Hinn 11. nóvember ár hvert er fallinna hermanna minnst víða um Evrópu, en þann dag árið 1918 var samið um vopna-
hlé eftir fjögurra ára styrjöld. Á myndinni sjást hermenn marsera um Menin Gate í Ypres.
AFP
’Í Verdun er margarminjar frá fyrra stríðiað finna og fjölda minn-ismerkja um orustuna
um Verdun. Þar er m.a.
að finna neðanjarðar-
virkisborgina „Citadelle
Verdun“
8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
REYKJANESBÆ
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104
ÚTSALAN
hefst á mánudaginn
20-60%
af fatnaði og skóm
Siemens - Adidas
Under Armour - Cintamani