Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017 LESBÓK B ókaárið 2017 hefst á nýrri íslenskri skáld- sögu eftir Jónínu Leós- dóttur: Stúlkan sem enginn saknaði. Bókin sú er sakamálasaga en þó ekki ein- göngu, því hún er líka fjöl- skyldusaga eins og Jónínu er sið- ur. Á kápu bókarinnar segir svo: „Eddu mál“ og vísar í það að bókin er hluti af bókaröð þar sem Edda, hress og dugmikil kona sem ný- komin er á eftirlaun, flækist í sakamál, sumpart fyrir tilviljun, en þó aðallega vegna þess að hún er einkar hnýsin um hag náungans, en Edda birtist fyrst í bókinni Konan í blokkinni. - Eins og þú nefndir í spjalli sem birtist fyrir rétt tæpu ári ætl- aðir þú upphaflega að skrifa bara eina bók um hana Eddu en áttaðir þig svo á að hún þyrfti að fá að sprikla aðeins áfram. Þá varstu með að minnsta kosti þrjár bækur í huga en mér finnst eins og þú sért enn að auka flækjustigið í nýju bókinni – þarftu ekki meira en þríleik til að segja Eddu alla? „Jú, það er alveg hárrétt, ég fæ fráhvarfseinkenni við tilhugsunina um að skilja við Eddu eftir þrjár bækur. Ég er einmitt að undirbúa nýja Eddusögu og þar rúmast alls ekki allt sem mig langar að láta persónuna takast á við. Hún er ekki síður spennt fyrir áframhald- andi samstarfi, held ég, enda hefur hún nægan tíma, eftirlaunamann- eskjan, og gaman af ævintýrum.“ - „Morð voru ekki daglegt brauð á Íslandi“ segir á einum stað í bók- inni, en þó hafa íslenskir glæpa- sagnahöfundar verið duglegir við hrannvíg í gegnum árin. Finnst þér að það þurfi að vera morð til þess að nokkur nenni að lesa, eða mun Edda glíma við öðruvísi glæpi líka (eins og hún gerði reyndar í Konunni í blokkinni)? „Það má kannski segja að rithöf- undar séu „afkastamestu“ morð- ingjar á Íslandi. Sem betur fer. Ég hef reyndar lítinn áhuga á fram- kvæmd morða og enn minni áhuga á krufningum og öðru vísindalegu ferli í lögreglurannsóknum. Ég get t.d. ómögulega horft á þætti eins og Silent Witness þar sem allt snýst um lík og áverka. Þess vegna valdi ég að skrifa um leik- manneskju, sem kemur að svona málum úr allt annarri átt, og ef marka má viðtökurnar í fyrra er enginn skortur á lesendum sem kunna að meta krimma í mildari kantinum. Athygli Eddu beinist að tilfinn- ingum, sálarástandi og sam- skiptum þeirra sem í hlut eiga. Hún lætur lögregluna um tækni- legu hliðina. Við Edda eigum það sameiginlegt að hafa gaman af fólki og vera svolítið forvitnar. Við erum áhugasálfræðingar og vitum að stundum geta þær aðstæður skapast að ótrúlegasta fólk fremur glæpi, jafnvel morð.“ - Einn af kostum Eddu (eða ókostum að mati fjölskyldu henn- ar) er hvað hún er hjálpsöm, en hún er óneitanlega stundum full- fljótfær í sinni hjálpsemi, eins og sjá má af afskiptum hennar af máli Vilborgar. „Það er öll þessi orka sem Edda býr yfir sem kemur henni í koll. Hún þolir ekki lufsugang og vesen og reynir að kippa öllu í lag í hvelli. Þess vegna hættir henni til að missa hluti út úr sér og fram- kvæma án þess að hafa hugsað dæmið til enda. Hún er öll af vilja gerð … kannski svolítið ýktur ís- lenskur reddari eða einnar konu björgunarsveit. Ef hún væri yngri myndi hún eflaust skrá sig í Hjálp- arsveit skáta.“ - Í bókinni kemur einnig fyrir Vilborg, sem glímir við snúið fjöl- skyldumál. Þú nefndir í áð- urnefndu viðtali að þú setjist niður til að skrifa þegar þú sérð eitt- hvert þema sem þig langar til að skrifa um. Eru Vilborgarmál dæmi um það? „Aðstæður Vilborgar spretta úr löngu samtali sem ég átti við út- lenda konu sem kom í stutta heim- sókn til Íslands fyrir um tuttugu árum. Ég var beðin um að sýna konunni það markverðasta í Reykjavík en við komumst aldrei lengra en á kaffihús. Þar brotnaði hún saman og trúði mér fyrir því að hjónaband hennar væri í rúst og það væri dóttur þeirra hjóna að kenna. Staðan í lífi Vilborgar er sumsé byggð á lýsingu konunnar sem mér verður oft hugsað til, enn í dag. Það sem kemur fyrir Vil- borgu og fjölskyldu hennar í bók- inni er þó hreinn skáldskapur.“ Í Konan í blokkinni birtist Edda sem eilítið ráðvillt komin á jaðar samfélagsins, en þó ósérhlífin og þrjósk. Í Stúlkan sem enginn sakn- aði er hún öllu kraftmeiri, eig- Ævintýra- gjörn eftirlauna- manneskja Forvitnin leiðir Eddu í ógöngur eins og rakið er í bókaröð eftir Jónínu Leósdóttur. Upphaflega átti aðeins að vera ein bók, en Edda er frek til fjörsins og Jónína segist fá fráhvarfseinkenni við tilhugsunina um að skilja við hana. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Jónína Leósdóttir rithöfundur. Þungi eyjunnar heitir ljóðsbók eftir kúb- verska ljóðskáldið Virgilio Piñera. Ljóðið í bókinni, La isla en peso, er um Kúbu, kúb- verska sögu, menningu og sjálfsmynd. Bókin varð mjög umdeild þegar hún kom út árið 1943, ljóðið þótti klúrt og ekki í anda kúb- verskrar endurreisnar fimmta áratugarins eða cubanidad frelsishetjunnar José Martí. Kristín Svava Tómasdóttir þýddi og skrifaði eftirmála, Partus gefur út. Lars Mytting sendi frá sér metsölubók um skógarhögg á síðasta ári, en hann skrifar líka skáldsögur og fjórða bók hans, Synt með þeim sem drukkna, kom út í íslenskum búningi Jóns St. Kristjánssonar í vikunni. Í bókinni segir frá Edvard, sem elst upp hjá fámálum afa á afskekktum bæ í Noregi. Þegar afinn deyr fer Edward að leita svara við ýmsum leyndarmálum úr æsku sinni. Mál og menning gefur út. Spennu- og fjölskyldusaga Um miðjan desember gaf Partus út bókina Mundu, líkami sem hefur að geyma ljóðaþýð- ingar Þorsteins Vilhjálmssonar úr grísku og lat- ínu. Ljóðin spanna tuttugu og sex aldir, það elsta er frá 6. öld fyrir Krist og það yngsta frá tuttugustu öld. Þau fjalla um ást, þrá, hatur og háttsemi, en síðustu aldir hafa þau ekki birst nema ritskoðuð, enda er ljóðmálið opinskátt og oft groddalegt. Fæst þeirra hafa verið þýdd á ís- lensku áður. Ljóð úr grísku og latínu Spennusagan Netið eftir Lilju Sigurðardóttur kom út fyrir jól og var vel tekið – í umsögn í Morgunblaðinu sagði gagnrýnandi að fléttan í bókinni væri skemmtilega hugsuð og Lilja næði að endurspegla óreiðuna, þar sem engum væri treyst. Nú er Netið komin út að nýju, að þessu sinni í kilju. Bókin, sem er sjálfstætt framhald Gildrunnar, segir frá Sonju, bankakonunni Öglu og tollverð- inum Braga. JPV gefur út. Netið komin í kilju Kúbverskt lykilljóð ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.