Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017 nokkuð hár og hafði hækkað töluvert og við vissum að það var eitthvað að gerast,“ segir Ásthildur. Þennan sama dag var móðir Hafþórs jörðuð. „Ég spyr Ásthildi hvort hún treysti sér í jarðarförina og hún segist gera það,“ segir hann. „Svo komu mamma, pabbi og Elínborg systir mín til að fara í jarðarförina og sögðu við mig, „jæja, þú kemur með okkur suður, þú þarft að leggjast inn á meðgöngudeildina“. Grunur þeirra var staðfestur af frænda Haffa sem er læknir og konu hans sem er hjúkr- unarfræðingur, en þau komu í heimsókn fyrir jarðarförina. Mér fannst þetta allt hin mesta firra,“ segir Ásthildur, sem hlýddi þeim samt sem áður. „Ég var lögð inn um nóttina og fékk ekkert að fara aftur út,“ segir Ásthildur, sem var þarna enn sannfærð að það væri ekkert að sér. „Mér fannst ég vera að eyða peningum heilbrigðiskerfisins og mér fannst þetta allt fá- ránlegt. Ég lá uppi í rúmi og skrifaði kynningu því ég ætlaði að fara heim og taka á móti for- setanum 3. október og standa mína plikt. Svo áttaði ég mig á að ég væri ekki að fara neitt, en mér fannst ég vera fullkomlega ómissandi og að ég væri ekki búin að gera það sem ég átti eftir að klára,“ segir hún. „En háþrýstingur er einungis læknaður með leiðindum og mér var skipað að liggja fyrir á meðgöngudeildinni!“ Á öðru hundraði frá Patreksfirði Ásthildur fékk sterasprautur til að örva lungnaþroska barnsins og þau hjónin fengu að skoða vökudeildina. Hún segist samt ekki hafa verið tilbúin að horfast í augu við það að hún væri að fara að eignast barnið, en ljóst var þarna að Lilja myndi fæðast innan hálfs mán- aðar, töluvert fyrir tímann. Læknarnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að halda blóð- þrýstingi niðri og fresta fæðingu eins lengi og unnt var. Allt virtist með kyrrum kjörum og útlit fyrir nokkurra vikna spítalalegu. Í sam- ráði við lækna ákvað Hafþór að fara vestur í nokkra daga vegna vinnu. Daginn eftir, 5. október, hringdi Ásthildur í hann og sagði að það drægi til tíðinda og væri jafnvel von á barninu fyrr en haldið var. „Ég pakkaði niður í tösku til að verða klár,“ segir Hafþór, sem hafði ekki áhyggjur enda einungis 3½ tíma í burtu. Hann hugðist leggja af stað í bæinn um kvöldið. Þá fékk hann símtal þar sem honum var tjáð að það ætti að taka barnið með keisara þetta sama kvöld klukkan níu. „Ég henti öllu frá mér og brunaði suður,“ segir hann. Ásthildur lýsir ástandi síðustu daga fyrir fæðingu. „Það sem var búið að gerast þarna dagana á undan var að ég sat í rúminu eins og Greta Garbo með sólgleraugu, ég var svo ljós- fælin. En það er eitt af einkennunum. Ég var líka svo andstutt og með brjóstsviða. Svo kom ljósmóðirin til mín og sagði strax, „heyrðu elskan mín, nú er eitthvað að gerast“. Hún sá það strax, ég var útblásin, bjúgur alls staðar, meira að segja á augnlokum, eyrum, og í framan,“ segir hún. „Það er svo mikil hætta á krömpum með meðgöngueitrun. Þeim geta fylgt heila- skemmdir og jafnvel andlát barns eða móður,“ útskýrir Hafþór og þegar hér var komið var eina ráðið að ná barninu út. „Þetta er dauðans alvara. Mér hrakaði með hverri mínútu,“ segir Ásthildur, sem man gloppótt eftir þessu öllu saman. „Ég var þarna á eins miklum hraða og bíll og vegir leyfðu frá Patreksfirði á þessum tíma- punkti,“ segir Hafþór. Stuttu síðar varð ljóst að hann myndi ekki ná í bæinn í tæka tíð. Þegar Hafþór var kominn rétt framhjá Búðardal fékk hann símtal frá konu sinni, sem talaði með drafandi röddu. „Haffi minn, til hamingju með dóttur þína. Lilja litla er á leið- inni upp á vökudeild og ég upp á gjörgæslu. Til hamingju, elskan mín.“ Ég fór bara út í kant og grét,“ segir Hafþór. Minningin fær hann til að tárast og okkur með. Í heiminn var komin lítil heilbrigð stúlka, Lilja, fædd átta vikum fyrir tímann, 7 merkur og 42 sentímetrar. Hún var strax spræk og það amaði ekkert að henni en móðirin lá hins vegar fárveik. Sá hljómsveit á vökudeildinni Ásthildur fékk ekki að hafa eiginmanninn hjá sér í fæðingunni en yngri systir Ásthildar, Sig- ríður, var með henni á spítalanum og Jóna Pálsdóttir, vinkona móður hennar, var við- stödd fæðinguna. „Ég var hrædd og grét og saknaði Haffa svo mikið, en svo hugsaði ég, þetta verður allt í lagi. Ég fann að ég bar djúpt traust til læknanna og hjúkrunarfólksins,“ segir hún og bætir við að þau séu gríðarlega þakklát fyrir einstakt atlæti bæði á meðgöngu- og sængurlegudeildinni og vökudeildinni. Hafþór, sem var kominn suður stuttu síðar, var hræddur um líf konu sinnar. „Ég hafði aldrei áhyggjur af Lilju litlu, ég hafði bara áhyggjur af Ásthildi. Hún var í lífshættu á gjörgæslu í tæpa þrjá sólarhringa og það var vakað yfir henni,“ segir hann. Dagarnir á gjörgæslu eru í móðu hjá Ást- hildi. „Ég sá ofsjónir og heyrði ofheyrnir. En ég man að einn læknirinn sagði að ég hefði ver- ið með heila- og lungnabjúg og þau höfðu áhyggjur af blóðtappa í lungum, “ segir Ást- hildur. „Ég trúi því eiginlega ekki enn,“ segir Ásthildur og er greinilega enn að melta þessa lífsreynslu. „Þegar ég fór að sjá Lilju í fyrsta skipti hélt ég að það hefði komið hljómsveit með mér inn á vökudeildina en ég var með svo miklar of- skynjanir, “ segir Ásthildur, sem fór þangað með heyrnaról fyrir eyrum og leppa fyrir aug- um því hún þoldi svo illa birtu. „Mér fannst þetta allt mjög fyndið og ég hafði mikinn húmor fyrir aðstæðum mínum,“ segir hún. „Fólkið í kring hafði ekki alveg sama húmor fyrir þeim!“ Þau hjón rifja upp daginn. Greinilegt er að Ásthildur er að heyra sumt í fyrsta sinn. Hún verður hissa á að muna ekki allt. „Ástin mín, þú varst svo veik.“ Ásthildur lá á spítala í rúmar tvær vikur og dvaldi síðar hjá Lilju á vökudeildinni. Lilja var aðeins nokkra daga í hitakassa og braggaðist vel. Ásthildur var að vonum alsæl með dótt- urina, sem beðið hafði verið eftir í fjögur ár. „Ég var alveg í skýjunum. Þetta var rosa- Morgunblaðið/Ásdís Ásthildur er í skýjunum yfir dótt- urinni og viðurkennir að hún væri alveg til í að gefa Lilju lítið systkin einn daginn, ef mögulegt er. ’ Fólk hélt að við værum klikk-uð. Hvað ætla þau að veralengi að reyna? Foreldrar mínirog systkini stóðu auðvitað við bakið á okkur en hugsuðu auðvit- að, hvað ætla þau eiginlega að leggja mikið á sig til að koma barni í heiminn? Og við vorum tilbúin að leggja allt í sölurnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.