Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017 VETTVANGUR Mér er minnisstæð þing-ræða helstu forystukonuPírata við eldhúsdags- umræður síðastliðið vor. Hún var að lýsa af mikilli innlifun fæðingu „Nýja Íslands“. Eftir því sem leið á fæðingarhríðarnar varð forseti Al- þingis, sem stýrði fundi, sífellt blóð- minni ofan herða og skrifstofustjóri Alþingis að sama skapi fölur sem nár. Það var þegar hin verðandi móðir lýsti því yfir að hún ætlaði sér það hlutverk að stýra þinginu á komandi kjörtímabili. Hvað um það, svo var kosið og all- ir biðu spenntir eftir því að sjá „Nýja Ísland“ verða til, litla ný- fædda krógann sem svo miklar von- ir voru bundnar við. En viti menn, barnið var bara ósköp venjulegt og hefðbundið barn, hrein eftirmynd foreldra sinna. Vandséð úr hvaða ætt svipurinn var sterkastur, sitthvað sem minnti á Eimskip og Sjóvá, fjármálafyrir- tækin voru þarna líka í vanga- svipnum og fluggeirinn einnig. Svo var áberandi svipur frá SA og iðn- rekendum. Svona eru genin. Þau skila sér alltaf í vögguna. En bíðum við. Þetta getur ekki staðist. Því ekki var það SA sem gat krógann og ekki heitir móð- irin Sjóvá. Nei, þetta eru fósturforeldr- arnir, sem ætla að taka „Nýja Ísland“ að sér en eiga að öðru leyti ekkert í því. Og mig grunar að hið eiginlega foreldri, ís- lenska þjóðin, hafi í reynd engan áhuga á fósturheimili í umsjá framangreindra aðila. Alla vega var margt sem við nú vitum, sem ekki var vitað fyrir al- þingiskosningarnar í októberlok og enn fleira er ljóst sem áður var óljóst. Vissu kjósendur Bjartrar framtíðar t.d. hvers kyns framtíð það var sem sá flokkur sá fyrir sér að öðru leyti en að hún væri björt? Trúðu kjósendur Viðreisnar því ef til vill að Viðreisn væri hófsamur miðjuflokkur sem gæti virkað sem mótvægi við hvers kyns öfgar, til dæmis öfgafulla markaðshyggju? Trúðu kjósendur Pírata að rót- tæknin þar á bæ næði lengra en til þess eins að hafa fundi opna og allt gagnsætt? Þannig mætti áfram telja og spyrja áleitinna spurninga um VG og Samfylkingu einnig. Þeir flokkar eiga það þó sammerkt með Sjálf- stæðisflokki og Framsókn að þeir hafa sýnt sitt andlit í nýlegum ríkis- stjórnum; með öðrum orðum, kynnt sig með verkum sínum. Höfundur þessa pistils talaði ákaft gegn haustkosningum. Vildi meiri festu en svo að forsvarsmenn á Alþingi gætu vélað um og hringlað með lengd kjör- tímabila. En nú skal boðuð ný sýn. Það er nefnilega rétt sem sagt er, að við erum að ganga í gegnum tímabil breyt- inga og pólitískr- ar gerjunar. Sú gerjun verður að eiga sér stað í alvöru samtali milli þings og þjóðar þar sem allir komi til dyranna eins og þeir raunveru- lega eru klæddir. Sá klæðaburður hefur smám saman verið að koma í ljós í því pólitíska tilhugalífi sem okkur hefur birst undanfarnar vik- ur. Þess vegna yrði þjóðin betur upp- lýst nú, gengi hún að nýju að kjör- borðinu. Reynist niðurstaðan eins tormelt og sú sem nú er á borðum, verður einfaldlega að kjósa enn á ný og síðan aftur og aftur. Þjóðin á ekki að vera stikkfrí frekar en pólitíkus- arnir. Vandræðagangurinn í Alþing- ishúsinu er nefnilega tilkominn af hennar völdum – þjóðarinnar. Það var hún sem kaus! Þjóðin hefur það hins vegar sér til málsbóta að hún kann að hafa verið blekkt með fagurgala og inn- plöntuðum ranghugmyndum. Þær myndir þarf nú að rétta af með endurteknum kosningum. Kjósum aftur, aftur og aftur ’Þjóðin á ekki að verastikkfrí frekar en póli-tíkusarnir. Vandræða-gangurinn í Alþingishús- inu er nefnilega tilkominn af hennar völd- um – þjóðarinnar. Það var hún sem kaus! Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/Golli Stjörnuskoðarinn Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) læt- ur sig ekki aðeins geiminn varða heldur umhverfismál en hann skrifaði á Twitter: „Ætla að lýsa óvinsælli skoðun og vona innilega að engin olía finnist. Við verðum að snúa okkur að öðrum orku- gjöfum.“ Gunnar Smári Egilsson hef- ur vakið athygli í vikunni fyrir að breyta nafninu á Facebook- hópnum Ísland – 20. fylki Noregs í Sósíalistaflokkur Íslands en hann gleðst yfir viðtök- unum: „Nú hafa yfir 400 manns slegist í hópinn Sósíalistaflokkur Íslands á fjórum dögum, hundrað á dag að meðaltali. Hópurinn er stilltur þannig að ég sem umsjón- armaður þarf að samþykkja um- sóknir fólks um inngöngu og sé því að þarna er mikið af sóma- fólki; kláru, duglegu og skemmti- legu. Mér er til efs að nokkur flokkur hafi fengið annan eins meðbyr í upphafi þessa nýja árs. Endilega verið með.“ Margir nota netið til að deila lífsreynslu sinni en Elísabet Ólafsdóttir er ein þeirra: „Elsku vinir. Til að forða ykkur frá því að sitja undir alls- konar drama næstu mánuði hef ég ákveðið að byrja að blogga aftur. Ég er að díla við frekar harkalegt þunglyndi og ætla að blogga til að batna. Mér finnst gott að skrifa hlutina burt og það er eitthvað við að birta á int- ernetinu sem leyfir mér ekki að taka það til baka. Það er komið út í tómið og ég finn að það hjálpar mér. Kannski ég deili ein- hverjum færslum hérna á facebo- ok... ég veit það ekki. En mér fannst ég verða að taka þetta ferðalag og setja á sinn stað,“ skrifaði hún á Facebook en hún bloggar á www.betan.io. Kristín Soffía Jónsdóttir brást við fréttum af ferðamönn- unum sem týnd- ust í vélsleðaferð á Langjökli: „Fyrir nokkrum árum var ég einn af mörgum gædum með stóran hvata- hóp erlendis frá. Þetta voru ábyggilega 100 manns og mikið prógramm fyrir allan hópinn. Hluti af prógramminu var vélsleðaferð á Langjökli. Þegar líða tók á daginn fór veður að versna og þegar komið var að sleðaferðinni var veðrið orðið algjörlega brjálað, mikið rok, ískalt og skyggni ekk- ert. Þá lærði ég að kerfið var meingallað og í raun galið. Reglan var þá að ef sá sem hafði umsjón með hópnum hætti við vegna veðurs þá sat hann uppi með tapið en ef vélsleðafyrirtækið hætti við ferðina þá sátu þeir uppi með það. Svo fór af stað einhver fáránleg störukeppni þar sem að allir undirbjuggu ferðina mjög hægt – bíðandi og vonandi að hinn myndi kansela. Fólkið frekar smeykt enda varla hundi út sigandi og að lokum var farið af stað í ein- hverja algjöra rugl ferð. Ein kona fékk kal og einhverjir fóru að gráta og fólk var bara skíthrætt. Ferðin var stutt og keyrt einhvern hring löturhægt í bandbrjáluðu veðri. Ef leikreglurnar eru enn þær sömu þá eru þær beinlínis hættulegar og þörf á að gera einhverjar breyt- ingar.“ Grínistinn Ari Eldjárn var þakklátur gestunum sem mættu á Áramótaskopið. „Ég vil þakka öll- um sem komu að sjá Áramóta- skopið milli jóla og nýárs. Þetta er stærsta, trylltasta og mest spennandi verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur og ég er gjörsamlega orðlaus yfir við- tökunum. Fjögur full Háskólabíó og endalaus gleði og hamingja.“ AF NETINU jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.