Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 31
víglínan nánast ekkert þau rúm fjög-
ur ár sem barist var. Mannfallið var
gífurlegt, enda ráku herforingjarnir
hermenn sína sífellt upp úr skotgröf-
unum og þar voru þeir miskunnar-
laust stráfelldir með fallbyssu- eða
vélbyssuskothríð andstæðingsins.
Tækninýjungar juku á hörmung-
arnar, þróun í smíði fall- og vélbyssa
jók stórlega mannfall, byrjað var að
nota flugvélar sem árangursrík
hernaðartæki og skriðdrekum var
beitt í fyrsta skipti í hernaðarsög-
unni í skipulögðum stórsóknum. Af-
leiðingar alls þessa voru skelfilegar,
stór svæði, þorp og bæir voru hrein-
lega þurrkuð út af kortinu. Grimmd
stríðsins og miskunnarleysi á
vesturvígstöðvunum var dýrkeypt,
að meðaltali féllu um þúsund manns
á hverjum einasta degi sem átökin
vörðu, æskublómi þeirra þjóða sem
áttu í þessum ófriði.
Áhrifamikið minnismerki
Við Ypres var í fyrsta skipti notað
eiturgas í hernaði. Þjóðverjar voru
fyrstir til að beita því þegar þeir
skutu 168 tonnum af klórgasi í
grennd við Ypres þann 22. apríl
1915, en Frakkar höfðu áður gert til-
raunir með eiturgas. Notkun gassins
kom bandamönnum í opna skjöldu
og olli þeim í fyrstu miklum búsifj-
um. Gasinu var svo beitt af báðum
aðilum átakanna, með misjöfnum ár-
angri, enda leituðu eiturskýin stund-
um yfir skotgrafir þeirra sem beittu
því. En þetta var eitt skelfilegasta
vopnið sem beitt var í stríðinu og
það sem hermenn í skotgröfunum
óttuðust hvað mest. Áhrifamikið
minnismerki um þessa fyrstu gas-
árás og 18.000 kanadíska hermenn
sem m.a. lentu í henni, The Brooding
Solider, er að finna við bæinn St.
Julien við Langemark, skammt utan
við Ypres.
Þrír af helstu örlagavaöldum síð-
ari heimsstyrjaldarinnar og um leið
20. aldarinnar þekktu af eigin raun
hörmungar ófriðarins þegar þeir
komust til valda. Adolf Hitler barð-
ist sem óbreyttur hermaður við
Ypres, særðist og fékk gaseitrun og
var sendur á sjúkrahús í Berlín.
Winston Churchill heimsótti einnig
vígstöðvarnar við Ypres og Franklin
D. Roosewelt vígstöðvarnar í Ver-
dun í Frakklandi.
Ypres endurbyggður
Ypres (Leper á flæmsku) er lítill
bær með 19. aldar yfirbragði, sem
var á yfirráðasvæði 11 bandamanna í
ófriðnum. Við Ypres tókst banda-
mönnum í ágústmánuði 1914 að
stöðva framsókn Þjóðverja, en þeir
náðu hins vegar á sitt vald lágum
hæðum sem liggja í hálfhring austan
við bæinn og höfðu þannig yfirsýn
yfir Ypres og skotgrafir banda-
manna. Allt stríðið flæmdist víglínan
fram og til baka um þessar hæðir,
sem á ensku nefndust The Ypres
Salient eða Strategic Heights aro-
und Ypres, án mikils ávinnings fyrir
hvorugan stríðsaðilann. Bærinn
sjálfur var gjörsamlega lagður í rúst
í þessum átökum, en var svo end-
urbyggður í fyrri mynd að stríðinu
loknu.
Við Ypres voru háð ein mann-
skæðustu átökin í stríðinu, þar sem
m.a. hersveitir Breta og Kanada-
manna börðust við Þjóðverja. Skæð-
asta orustan var um Ypres, gjarnan
nefnd orustan um Passchendale, en
hún stóð frá 31. júlí til 6. nóvember
1917. Á þeim rúmu þremur mán-
uðum sem bardagarnir geisuðu er
talið að um 245.000 hermenn banda-
manna og um 400.000 hermenn
Þjóðverja hafi fallið og særst. Að-
stæður til bardaga, sérstaklega þeg-
ar leið á haustið, voru fádæma ömur-
legar.
Í grennd við Ypres eru gjarnan
einungis 1-2 metrar niður á grunn-
vatn og þegar jörðin var öll sundur-
sprengd og langvinnar haustrign-
ingar bættust við, fylltust skotgrafir
og sprengigígar af vatni og allur
jarðvegur varð að forareðju. Nag-
andi mein, sem gerði fjölda her-
manna óvíga, var hinn andstyggilegi
,,skotgrafarfótur“, en það voru bólg-
ur og sýkingar í fótum eftir langar
stöður í köldu og skítugu vatni skot-
grafanna. Í áhlaupum sökk einnig
fjöldi hermanna í eðjuna á einskis-
mannslandi og hreinlega drukknaði í
forinni, ekki síst særðir hermenn
sem gátu enga björg sér veitt og lík
þeirra fundust aldrei.
Birgðasveitir á leið í framlínuna,
sem og stórskotaliðið, misstu einnig
þungklyfjuð birgða- og dráttarhross
með öllum búnaði og fallbyssum á
kaf í eðjuna. Með fádæma harðfylgi
tókst kanadískum hersveitum við
þessar skelfilegu aðstæður og undir
látlausri sprengju- og skothríð Þjóð-
verja að lokum að ná aðalmarkmið-
inu, hæðunum við Passchendale, á
sitt vald.
Safn um skelfilega orustu
Á þeim mánuðum sem þessi orusta
varði féllu m.a. Jón Einarsson, liðs-
foringi úr 1. kanadísku riddaraliðs-
rifflasveitinni, Jósep Daníel Jóelsson
úr kanadíska fótgönguliðinu, Magn-
ús Júníus Ólafsson úr léttfótgöngu-
liðssveit Patriciu prinsessu og Sig-
urður Einar Björnsson Frímann úr
1. kanadísku riddaraliðsrifflasveit-
inni. Tilgangsleysi bardaganna og
hinna gríðarlegu mannfórna er dap-
urt umhugsunar, þegar haft er í
huga að bandamenn yfirgáfu svo
þessar hæðir vorið eftir. Sérstakt
safn, Passchendale Memorial Mu-
seum, hefur verið reist til minningar
um þessa skelfilegu orustu.
Ein af aðalbyggingum Ypres hýsir
vandað safn, In Flanders Fields,
sem rekur aðdragandann og gang
ófriðarins. Kanadíski herlæknirinn
John McCrae sem féll við Ypres
samdi ljóðið „In Flanders Fields“
um rauða valmúann sem var eina
jurtin sem þreifst í hinum kalkríka
jarðvegi milli víglínanna. Ljóðið
leiddi til þess að Kanadamenn gerðu
AFP
Enn finnast leifar sem tengjast fyrri heimsstyrjöldinni. Myndin sýnir skó og
bein hermanns sem belgískir fornleifafræðingar fundu nærri Ypres.
AFP
Legsteinn Jóhannesar S. Þorlákssonar í Railway Dugout-herkirkjugarð-
inum skammt utan við bæinn Ypres í Belgíu.
’ Fjöldi fólks, alls stað-ar að úr heiminum,gerir sér ferð til að skoðaþessar söguslóðir og leita
uppi staði þar sem ást-
vinir eða ættingjar þess
börðust eða féllu.
Grimmd stríðsins og miskunn-
arleysi á vesturvígstöðvunum
var dýrkeypt, að meðaltali féllu
um þúsund manns á hverjum
einasta degi sem átökin vörðu.
8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31