Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Blaðsíða 17
Á doktor.is má lesa sér til ummeðgöngueitrun en þar erugefnar góðar upplýsingar.
Nauðsynlegt er fyrir óléttar konur að
kynna sér einkennin vel.
Ýmsir sjúkdómar eða líkamsástand
auka hættuna á meðgöngueitrun, t.d.
sykursýki, hár blóðþrýstingur, hjarta-
sjúkdómar, offita, langvinnir nýrna-
sjúkdómar og fjölburameðganga. Oft-
ast kemur meðgöngueitrun fram eftir
sex mánaða meðgöngu en er algeng-
ust þegar nær dregur fæðingu.
Nauðsynlegt er að fylgjast vel með
blóðþrýstingi hjá þunguðum konum.
Ef eggjahvítuefni skilst út í þvagi er
það merki þess að nýrun hafi orðið
fyrir áhrifum. Einnig þarf að huga að
bjúgi en flestar konur fá bjúg á með-
göngu sem rennur af þeim á nóttinni
þegar þær liggja út af. Ef konan fer
að þyngjast hratt og fær bjúg í andlit
er það merki um meðgöngueitrun.
Þær konur sem verða fyrir alvar-
legri meðgöngueitrun fá höfuðverk,
stjörnur fyrir augu, almenna vanlíðan
og oft verki ofan til í kviði. Í versta
falli getur konan fengið fæðing-
arkrampa sem eru hættulegir bæði
móður og barni. Þau einkenni hverfa
eftir fæðingu en ef meðgöngueitrun
er alvarleg þarf að framkalla fæðingu
eða taka barnið með keisaraskurði
sem fyrst. Þar sem konan er oft ekki
fullgengin með barnið getur það orðið
fyrirburi.
Þegar kona greinist með einkenni
meðgöngueitrunar er besta ráðið al-
gjör hvíld. Ef hvíld reynist ekki virka
þarf að leggja konuna inn á spítala og
fylgjast með móður og barni. Stund-
um hefur meðgöngueitrun áhrif á leg-
kökuna og veldur því að barnið fái
ekki nóga næringu og getur það hægt
á vexti fósturs. Oft þarf að gefa lyf
sem lækka blóðþrýsting.
Til að greina meðgöngueitrun
snemma þarf að fylgjast grannt með
blóðþrýstingi og eggjahvítuefnum í
þvagi og er það gert reglulega í skoð-
unum á meðgöngu. Nýlega hafa verið
settar fram tilgátur um að kalkgjöf
geti dregið verulega úr hættunni á
meðgöngueitrun, um allt að 70%. Því
er gott fyrir þungaðar konur að huga
að neyslu matar sem er kalkríkur.
Meðgöngueitrun
Ein af hverjum tíu þunguðum konum fær væga
meðgöngueitrun og ein af hundrað alvarlega.
Hækkaður blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítu-
efna í þvagi og mikil bjúgmyndun eru helstu ein-
kenni meðgöngueitrunar.
Ein af hverjum tíu konum fær
meðgöngueitrun. Vel þarf að
fylgjast með blóðþrýstingi óléttra
kvenna en hár blóðþrýstingur er
eitt helsta einkennið.
Getty Images
8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
lega skrítið, af því að ég er svo mikil óhemja,
en þarna var eins og það kæmi yfir mig ró. Þó
ég segi sjálf frá sýndi ég mikið æðruleysi í
þessum aðstæðum. Ég hafði aldrei áhyggjur,
hvorki af Lilju né af sjálfri mér,“ segir hún.
„Ég var alveg viss um að það yrði allt í lagi.“
Hafþór útskýrir að bjúgmyndunin hafi verið
svo mikil að viku eftir fæðingu hafði Ásthildur
misst átján kíló. „Megrun er mæði!“ segir Ást-
hildur og skellihlær.
„Haffi, mig langar í annað barn“
Myndirðu gera þetta allt aftur?
„Já!“ segir Ásthildur. Hafþór grípur orðið.
„Ég verð að segja þér svolítið. Daginn eftir
þegar hún liggur þarna inni fárveik á gjör-
gæslu með heyrnartól á eyrum, segir hún við
mig, „Haffi, mig langar í annað barn.“ Ég
sagði, „Ásthildur! Við skulum reyna að koma
þér úr lífshættu áður en þú ferð að tala um
annað barn!“,“ segir hann og Ásthildur skelli-
hlær.
„Ég ætla að eignast annað barn, ef við get-
um það,“ segir hún og meinar það. Miðað við
þrautseigjuna og þrjóskuna í þeim hjónum er
það ekki ólíklegt.
Lilja fékk nafn föðurömmu sinnar sem lést
stuttu áður en stúlkan fæddist. „Þegar hún var
alveg við það að kveðja heiminn sagði hún,
„þetta tekst, þetta verður allt í lagi“,“ segir
Ásthildur. „Þetta var það síðasta sem hún
sagði við mig,“ segir Hafþór.
Systir Hafþórs, Lilja Valgerður, sem var
með Downs-heilkenni, lést nýlega og var
jörðuð nú á föstudag. Síðastliðið ár var lífið
hjá þeim hjónum einn rússibani, og skiptist á
skin og skúrir. „Mikil gleði og líka sorgir.
Þetta voru báðar konur sem við elskuðum
mikið. Þannig að það kom að sjálfsögðu ekk-
ert annað til greina en að nefna dóttur okkar
Lilju.“
Lilja litla vaknar og fær brjóst hjá móður
sinni. Hún hefur nú náð um fjórum kílóum og
er því eins og nýfætt barn að stærð. Foreldr-
unum finnst hún orðin svo stór. Hún er ákaf-
lega falleg og við gleymum okkur öll í ein-
skærri aðdáun á barninu. En það er kominn
tími til að kveðja, það styttist í að myrkrið
skelli á. Ég kveð með þeim orðum að erfitt sé
að slíta sig frá þessu fallega barni. „Já, okkur
finnst hún fullkomin,“ segir Hafþór. „Hún var
líka fjögur ár í smíðum!“
Hefðbundin heyrnartæki hækka talmál frá einum viðmælanda sem snýr að þér og loka
á önnur hljóð. Nýju Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu til
að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig. Þannig verður
hljóðmyndin eðlilegri og þú nýtur þess betur að hlusta og taka virkan þátt í samræðum.
Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Hefðbundin heyrnartæki Nýju Opn heyrnartækin
Tímapantanir í síma 568 6880
www.heyrnartaekni.is