Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 3
Jólahugvekja Sr. Svavar A. Jónsson jólin eru á leiðinni, kannski komin, þegar þúlest þessar línur. Ekki halda allir jól, en þau koma til allra þeirra, sem það vilja. Gildir þá einu hverjar aðstæðurnar eru. Éghefbæði lesið og heyrt frásagnir af jólahaldi á hinum ótrúlegustu stöðum. Jól í togara við Jan Mayen, jól ífangelsi, jól í útrýmingarbúðum, jól á krá og jafnvel jól í geimskipi, fjarri þessari jörð. Sá atburður, sem við kristnir menn minnumst á jólum, varð heldur ekki í hinu dæmigerða jólaumhverfi. Þar varfátt um skraut og glys, engar steikur á borðum en raunar nokkrar gjafir, gull, reykelsi og myrra. Frelsarinn fæddist í heldur hrörlegum húsakynnum, því ekki var rúm fyrir foreldra hans á almennilegu gistihúsi. Það vorufátækir alþýðukarlar, fjárhirðar, sem fyrstir fengu að sjá Guð kominn í þennan heim. Ogfráfyrstu stundu var lífi hans ógnað þannig að móðir hans máttiflýja með Jesú barnungan frá ættjörð hans. Heimurinn bauð hann svo sannarlega ekki velkominn. Skoði maður þessar myndir, er kannski ekki svo skrýtið að fólk geti haldið jól, þótt umhverfið sé við fyrstu sýn ekki beinlínis jólalegt og allsnægt- irnar víðs fjarri. Og íhugi maður grunnstef kristinna jóla, veldur það enn minnifurðu að hægt sé að halda jólin nánast hvar sem er. Það grunnstefer þetta: Guð er kominn í þennan heimi og hann þarfengar hallir, til að koma til mannsins, eins og sagan sýnir. Jólin koma til allra, sem það vilja, vegna þess að Jesús kemur til allra, hvar sem er og hvenær sem er. Ég veit að margir halda þessi jól í skugga sorgar og alltof margir íslendingar halda sín jól að þessu sinni afalgjör- um vanefnum. Vissulega koma jólin til þeirra eins og til hinna, sem hvorki þekkja sorg né skort. Þótt lítiðfari fyrir glæsi- leikanum ífrásögn Lúkasar guðspjallamanns affæðingu fi'elsarans, sem við öll þekkjum, er þar mikil verðmæti aðfinna. Djúpur friður og hrein gæska streymirfrá myndinni afMaríu með barnið. Þar er hinnar raunverulegu auðlegðar jólanna að leita. Þeir, sem þau verð- mætifinna, hafa fundið jólin og jólin hafa komið til þeirra. Jólin eiga aðfylla okkur kærleika og friði. Þannig er eftil vill nær að tala um að jólin haldi okkur en við þau. Sr. Svavar A. Jónsson Frá myndinni af Jesú í jötunni streymir mikil birta. Jesús kemur á þessum jólum, hann vitjar allra sinna barna. Og hann villfá að búa um sig í hjarta þínu. Þaðan skal birtan streyma um heiminn, umfórn- fúsar hendur og kærleiksríkt þel. Jólin koma, hverjar sem aðstæðurnar eru, efvið viljum að þau komi. Okkar er að veita þeim áfram um heiminn, gera hann bjartari, friðsælli, réttlátari ogfylla afást. Ég óska ykkur gleðilegra jóla, lesendur góðir, að þiðfinnið þennan auð jólanna. Og á nýju ári bið ég þess að Kiwanis- hreyfingunni mætti með starfi sínu auðnast að veita birtu jólanna inn í tíðum dimman heim. Mættuð þið öllfinna Krist á heilögum jólum. KÍWANISFRÉTTIR 3

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.