Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 7

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 7
vitað er að enginn tekur að sér slíkt embætti nema með fullu samþykki maka. Embætti umdæmisstjóra gerir líka ákveðnar kröfur til makans. Við tókum þetta þó ekki al varlega þar til bréf barst til mín í byrjun ársins 1992, frá umdæmisstjórn. Efni bréfsins var það að Kiwanisklúbburinn Herðubreið í Mý vatnss veit hefði ti lnefnt mig í embætti umdæmisstjóra fyrir starfsárið 1994- 1995. Það höfðu þeir einnig gert árinu áður, en þá gat ég ekki tekið því.“ * I mörg horn að líta Embætti umdæmisstjóraerkrefjandi starf og þar er að mörgu að hyggja. Starfið leggst þó vel í Grétar. „Eg hafði eitt ár til undirbúnings og másegjaað ekki hafi veitt afþeimtíma. I febrúar síðastliðnum varð ég að vera búinn að tilnefna alla formenn nefnda umdæmisins og einnig velja meðstjórn- armenn, sem ekki eru kosnir. Þá varð ég líka að ákveða hvenær og hvar um- dæmisþingogstjónarfundiryrðuhaldnir ogfleira. Þetta varð að liggjafyrirþegar égsótti fræðslu verðandi umdæmisstjóra. Hún fór fram í aðalstöðvum Kiwanis International í Indianapolis í Banda- ríkjunum. Þá sótti ég Evrópuþing, sem haldið var í Innsbruck í Austurríki 3. til 4. júní og heimsþing, en til þess var efnt dagana 26. til 29. júní í New Orleans í Banda- ríkjunum. Auk þess sótti ég umdæmis- þingið okkar, sem fram fór á Akureyri í ágúst og stjórnarskipti í umdæminu, en þau voru 24. september síðastliðinn.“ Umdæmisstjórinn hefur heldur ekki setið auðum höndum þetta haust. Þann 26. september fór hann til Indianapolis ásamt eiginkonu sinni til þess að taka formlega við embætti. „Þar sat ég fundi og fræðslu hjá K.I. og Evrópuráðsfund K.I.-E.F., sem haldinn var þar. Síðan hef ég farið í heimsóknir til klúbba, verið viðstaddur stjórnarskipti, mætt sem fulltrúi umdæmisins í afmæli, komiðákynningarfundi vegnafjölgunar, farið á svæðisráðsfundi og fjórði fundur umdæmisstjórnar er nýafstaðinn. Þessa dagana erum við s vo að fly tja skrifstofur umdæmisins í nýtt húsnæði að Engjateigi 11“ Nýtt starfsár nýjar áherslur Nýtt starfár er hafið og þar ber margt hæst, að mati Grétars. „Fyrst ber að nefna allan þann fjölda manna og kvenna, sem ég hef hitt og kynnst, bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að íslenskir Kiwanis- menn eru þetta árið mjög virkir á alþjóðavettvangi Kiwanismanna, því bæði Evrópuforseti og kjörforseti heimsstjórnareruíslendingar,þeirÆvar Breiðfjörð og Eyjólfur Sigurðsson. Svo má ekki gleyma því að umdæmið var að flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði. Síðast en ekki síst minnist ég þess óvænta atburðar þegar félagar mínir í Kiwanisklúbbnum Súlum í Ólafsfirði heiðruðu mig með því að veita mér æðstu viðurkenninguKiwanishreyfingarinnar, Hixson-orðuna. Súlur eru fyrsti klúbb- urinn á íslandi sem veitir félaga sínum þessa viðurkenningu, en orðan er keypt og rennur andvirði hennar í alþjóðlegt verkefni Kiwanismanna, Joð- verkefnið.“ Grétar mun leggja mikla áherslu á fjölgun Kiwanisfélaga í starfi sínu. „Eitt af því sem umdæmisstjórnirnar setja fram í byrjun hvers starfsárs eru sameiginleg markmið klúbbanna í umdæminu, það er að segja sameiginleg verkefni, sem klúbbarnir eru hvattir til aðvinnaað. Þaðmarkmiðsemnúverandi stjórn vill helst hvetja klúbbana til er að leggja aðaláherslu á að fjölga félögum.“ Og nýi umdæmisstjórinn svarar skorinort hvers vegna hann leggi áherslu á fjölgun Kiwanisfélaga: „Því fleiri sem við erum, því öflugri til að veita þeim aðstoð, sem minna mega sín.“ Framtíðinbjört Grétar Jón Magnússon lítur björtum augum til framtíðar Kiwanishreyf- ingarinnar. „Eg tel að staðan sé nokkuð góð, miðað við aðrar hliðstæðar hreyfingar. Ki wanishreyfingin er sífellt að brey tast, endaáhún og verður að gera það. Ann- ars myndi hún staðnaíþeim síbreytilega heimi, sem við lifum í. Aðalmarkmið okkar Kiwanisfélaga er að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess en verðmæti af veraldlegum toga spunnin. Þrátt fyrir allan breytileika verðum við því ávallt að hafa hina gullvægu reglu í huga; Eins og þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ Að lokum segir Grétar: „Ég vil þakka samstarfsmönnum mínum og öllum velunnurum Kiwanis- hreyfmgarinnaránægjulegtsamstarfþað sem af er starfsársins. Ég óska Kiwanis- félögum, fjölskyldum þeirra og lands- mönnum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs.“ Markmið Umdæmisstjórnar 1994-1995 * Að bæta virkni starfandi klúbba. * Að fjölga félögum. * Að fjölga klúbbum. * Að fjölga byggjendaklúbbum. * Að stuðla að framgangi söfnunar vegna Joð-verkefnis (I.D.D.) * Að vinna að málefnum barna undir kjörorð- unum „Börnin fyrst og fremst". * Að vinna að undirbúningi K-dags, sem verður í október 1995 undir kjörorðunum „Gleymum ekki geðsjúkum" V--------------------------------------------J KÍWANISFRÉTTIR 7

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.