Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 13
Fræðslunefnd vera sérstakir tengiliðir við væntanlegan félaga. c) Eftir að félagar eru gengnir í klúbbinn þurfa meðmælendur að fylgja eftir „sínum manni" í eitt ár. d) Halda áfram að kynna málefni klúbbsins og hreyf- ingarinnar. e) Koma á kynnum við maka og fjölskyldu nýja félagans. 4. Hvaðaverkefnimynd- uð þið vilja fá nýju félög- unum? a) Skipa nýja félaga í starfsamar nefndir t.d. Mót- tökunefnd. b) Finna þeim verkefni sem fjalla að áhugamálum þeirra. c) Gera nýja félaga að meðstjórnendum eftir 1. starfsárið. Til viðbótar ofangreindu komu eftirfarandi ábend- ingar fram: a) Þegarnýjirfélagareða félagar nýrra klúbba mæta til Svæðisráðstefnu eða Um- dæmisþings í fyrsta sinn, þarf að taka á móti þeim og fylgja eftir. b) Muna eftir að láta viðkomandi klúbba vita, þegar Kiwanisfélagi flyst á milli staða. „Fyrirmyndarklúbbur" Skilyrði til að hljóta tilnefningu starfsárið 1994 - 1995 Hér er reglugerð um skilyrði til að hljóta tilnefningu sem „Fyrirmyndarklúbbur" og „Frábærldúbbur". 1. Að klúbbur sendi fulltrúa í fræðslu á umdæmisþingi. (Forseti - ritari - féhirði). Gefur 15 stig, en 5 dragast frá fyrír hvern sem vantar. 2. Að klúbbur sendi 3 fulltrúa á umdæmisþing. Gefur 15 stig, en 5 dragast frá fyrir hvern sem vatnar. 3. Að klúbbur skili öllum mánaðarskýrslum og fylgiriti á réttum tíma og að þær séu þannig útfylltar að þær gefi rétta mynd af starfi klúbbsins. Gefur 15 stig, en 1 stig dregst frá fyrir hverja skýrslu sem vantar eða kemur of seint. 4. Að klúbbur standi skil á gjöldum til íslenska umdæmisins, KI og KIEF á réttum tíma. Gefur 20 stig. Ef ekki er greitt á gjalddögum 1. október og 1. apríl, dragast 10 stig frá fyrir hvern gjalddaga. 5. Klúbbur sendi 2 fulltrúa á svæðisráðsfundi og leggi fram skriflega skýrslu, (fjölritaða). Gefur 30 stig, en 5 dragast frá fyrir hvern fund, fyrir hvern fulltrúa sem ekki mætir (miðað við 3 fundi). 6. Að fjárhagsáætlun sé lögð fram fyrir 1. nóvember eins og lög mæla fyrir, og að hún sé send svæðisstjóra og umdæmisritara fyrir 10 nóvember, þ.e.a.s. með októbermánaðarskýrslu. Gefur 10 stig. 7. Klúbbur fjölgi félögum umfram félagatölu klúbbsins samkvæmt mánaðarskýrslu 30. september ár hvert. Gefur 5 stig fyrir hvern nýjan félaga. Hámarks stigafjöldi 25. 8. Meðaltalsmæting miðað við félaga og viðurkenningar. A. 60-70% samkv. mánaðarskýrslum 15 stig. B. 70% og yfir samkv. mánaðarskýrslum 25 stig. 9. Skipulagðar heimsóknir til annarra klúbba, lágmark að 5 félagar mæti. Gefur 5 stig fyrir hverja heimsókn, (þarf að skrá heimsóknir á mánaðarskýrslu). 10. Klúbbur eigi fulltrúa á Evrópu- eða heimsþingi. Gefur 1 stig (þarf að koma fram í mánaðarskýrslu). 11. Klúbbur þarf að halda minnst 1 stjórnarfund í mánuði, ekki á sumrin. Gefur 7 stig, (þarfað koma fram í mánaðarskýrslu). 12. Fyrir að koma á framfæri frétt eða grein í fjölmiðla (prent- eða ljósvaka-) sem hefur útbreiðslu á landsvísu. Senda verður staðfestingu til umdæmisritara. Gefur 5 stig. Til að hljóta útnefningu sem „fyrirmyndarklúbbur" þarf að ná 120 stigum eða meira. Til að hljóta útnefningu sem „frábær- klúbbur" þarf 160 stig eða meira. KIWANISFRETTIR 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.