Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 14
Fréttir úr klúbbstarfinu KIWANISKLÚBBURINN ÞYRILL Ármann Ármannsson (t.v.) tekur við forsetasteininum úr hendi Guðna Tryggvasonar fyrrv. forseta. Af Þyrilsfélögum er allt gott að frétta, og tökum við hér þráðinn upp að nýju þar sem frá var horfið, er síðasta fréttablað kom út. Heimsóknir SæmundurSæmundsson, umdæmisstjóri, og Sigurður Pálsson, umdæmisritari, komu í heimsókn til okkar 21.3. og áttum við mjög góðan fund með þeim um það sem er að gerast í hrey fingunni og framtíð hennar. Heimsóknir umdæmisstjóra eru mjög nauðsynlegar í klúbba úti á landi. Eins nauðsynlegt er fyrir klúbba að hafa samskipti sín á milli og fer klúbburinn árlega í heimsókn í annan klúbb og að þessu sinni var farið til Jörfa þann 30.3. Klúbbarnir styrkja hvorn annan með slíkum kynnum. Fundur með Lions Sameiginlegur fundur Þyrils og Lionsklúbbs Akra- ness var haldinn 8.4. á Veit- ingahúsinu Langasandi, en þetta hefur verið fastur 1 iður í starfseminni s.l. 4 ár og sjá klúbbarnir til skiptis um fundina, en það verður að segjast eins og er, að heldur lítill áhugi hefur verið á slíkum fundum og spurning hvort halda eigi þeim áfram. Sinawik 18.4. héldum við sam- eiginlegan fund með Sinawik á Akranesi, og var ræðumaður séra Pálmi Matthíasson. Flutti hann okkur skemmti- legt erindi um samskipti karls og konu, og góður rómur var gerður af hans ræðu. Útivistarsvæði. Eins og áður hefur komið fram hefur Þyrill fengið land hjá Akraneskaupstað og hafið gróðursetningu á plöntum þar. Nú hefur svæðið verið skipulagt og kynnti garð- yrkjustjóri bæjarins Katrín Ólafsdóttir það fyrir félögum áfundi 2.5. sl. Svæði þettaer 70 þúsun m2 og í júní eins og sl. ár var farið í gróður- setningarferð á þetta svæði og grillað að henni lokinni. Styrkir Á aðalfundi er haldinn var 16.5. sl. var úthlutað úr styrktarsjóði, en það hefur verið gert undanfarin ár. Að þessu sinni hlutu eftirtaldir aðilar styrki: 1. Hjálparsjóður Kiwan- ismanna-Foundation kr. 15.000. 2. Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar v/Joðskorts í heiminum kr. 50.000. 3. Eiturlyfjavísir: Ægis- svæði-Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar kr. 25.000. 4. Grundarskóli, til kaupa á heyrnarmælingartæki kr. 135.000. 5. Karatefélagið Þórsha- mar á Akranesi kr. 65.000. 6. Badmintonfélag Akra- ness (v/Minningarmót Atla Helgasonar Þyrilfélaga) kr. 105.000. Kútter Sigurfari í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Þyrill afhenti Byggðasafninu að Görðum Kútter Sigurfara var haldinn fundur að Görðum 2.7. sl. og forseti Guðni Tryggvason afhenti forstöðumanni safns- ins skjöld sem á var letrað hvergafKútterinnoghvenær. Kútterinn var keyptur frá Færeyjum, en hann vargerður út frá Islandi á árum áður og voru t.d. nokkrir Skagamenn þá í áhöfn hans. Embættismenn NokkrirÞyrilsfélagarfóru á umdæmisþingið sem haldið var á Akureyri 18.-21. ág. en þá hlotnaðist Örnólfi Þor- leifssyni sá heiður aðvera kosinn Kjörumdæmsstjóri ‘96. Einn félagi okkar hefur gengt starfi umdæmisstjóra áður, en það var Aðalsteinn Aðalsteinsson. Þyrilsfélagar óska Örnólfi til hamingju og óska honum velfarnaðar í starfi fyrir hreyfínguna. Páll Skúlason Þyrilsfélagi Guðni Tryggvason afhendir styrki á aðalfundi Þyrils 14 KÍWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.