Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 22

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 22
Aðsendar greinar Kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn eftir Svavar A. Jónsson Séð yfir kirkjumiðstöðina. Efri bygginin er svefnskáli, en í því neðra er meðal annars matsalur. Stærsta eyjan á vatninu heitir Höskuldsey. Þjóðkirkjan hefur starfrækt sumarbúðir við Vestmannsvatn í Aðaldal í þrjá áratugi. Starfið þar hófst fy rir samstillt átak Norðlendinga allra. Bændur í nágrenni búðanna gáfu landið undir þær og einstakl- ingar, fyrirtæki og stofnanir tóku höndum saman um að reisa þar hús undir forystu áhugasamra einstakl- inga svo sem sr. Péturs Sigurgeirsson- ar, þáverandi sóknarprests á Akureyri og síðar biskups, og sr. Sigurðar Guðmundssonar, sóknarprests á Grenjaðarstað, sem ennfremur varð biskup er fram liðu stundir. Þess má geta að sumarbúðirnar eru í Gren- jaðarprestakalli. Framan af voru sumarbúðirnar í eigu Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti og af þeim samtökum reknar. Fyrir um það bil einu ári tók nýstofnuð sjálfseignastofnun við rekstrinum á Vestmannsvatni, Kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn. Samkvæmt skipulags- skrá skipa fulltrúar prófastsdæmanna í Hólastifti stjórn hennar, auk fulltrúa Prestafélags og Æskulýðssambands sama stiftis og kirkjuráðs íslensku Vatnið er paradís fyrir börnin. Þar má veiða og busla og að sjálfsögðu sigla á bátum. þjóðkirkjunnar. A Vestmannsvatni bjóðastýmsiraðrir möguleikarensumarbúðastarffyrirböm. Aldraðir hafa átt þar góða daga og hópur blindra og sjónskertra frá Blindrafélagi Islands hefur komið þangað til vikudvalarsíðustu 17sumur,svonokkur dæmi séu nefnd. Fyrir nokkrum miss- erum kom hitaveitaá Vestmannsvatn og þar með fjölgar enn möguleikunum á starfi þar, bæði sumar og vetur. Verið er að undirbúa fermingarskóla, sem tekur til starfa á staðnum næsta haust. Orlofsdvöl fyrir þroskaheft fólk er í athugun í samráði við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi. Þá hefu komið fram hugmynd um að efna til ráðstefnu um þjóðmál á Vestmanns- vatni næsta sumar. Unnið er að því að kyrrðardagar verði á staðnum í febrúar næstkomandi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Fyrir nokkrum vikum eignaðist stað- urinn sundlaug og heitan pott og verður enn fýsilegraað dvelja á Vestmannsvatni þegar sú aðstaða verður fullbúin. í byrjun nóvembermánaðar hélt Kiwanishreyfingin á Óðinssvæði svæðisráðstefnu sína á Vestmannsvatni. Þar var rædd sú hugmynd að svæðið gerði st nokkurs konar verndari staðarins, en hún kom fram fyrr á árinu. Þá væri hægt að leita til klúbbanna um aðstoð við ýmsar framkvæmdir. Raunar hafa Kiwanisfélagar þegar unnið staðnum ýmislegt gagn. Síðasta vor settu þeir fram bryggju, sem þeir smíðuðu, fúa- vörðu húsakynnin og tóku leiktæki í gegn. Þá sáu Kiwanisfélagar frá Dalvík og Ólafsfirði um niðurtekt gömlu sund- laugarinnar á Dalvík, sem kirkjumið- stöðin eignaðist fyrir skömmu, s vo nokk- uð sé nefnd. Þessi samvinna Kiwanis- hreyfingarinnar og Kirkjumiðstöð- varinnar hefur verið ákaflega ánægjuleg, þótt enn sé hún aðeins með óformlegum hætti. Verði framhald á henni mun það verða starfinu á Vestmannsvatni mikil lyftistöng. Auk þess gæti Kiwanishreyf- ingin notið góðs af henni um leið og unnið væri að góðu málefni. Slík samvinna gæti eflt innbyrðis samband klúbbanna á svæðinu og um leið ætti hreyfingin ákveðið innhlaup á Vestmannsvatni, hvort sem þar væri um að ræðaóformlega tilbreytingu eina helgi eða formlega ráðstefnu. Eitt er þó víst: Vestmannsvatn á marga möguleika. Staðurinn er ægifagur, endaerumhverfikirkjumiðstöðvarinnar friðað. Frá aðalskálanum horfir maður yfírvogskorið vatnið, þakiðkjarri vöxn- um hólmum. í hlíðinni sunnan húsanna er snotur skógur. Staðsetningin er á 22 KÍWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.