Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 9
Aðsendar greinar KVEÐJA FRÁ LANDSSAMBANDI SINAWIK Ágætu Kiwanisfélagar. Mér er það heiðurog ánægja að skrifa nokkrar línur í blaðið ykkar. Eftir því sem ég hef kynnst Kiwan- ishreyfingunni s.l. 12 ár þá hugsa ég oft til þess hvað ég gerði ef ég þekkti ekki og væri félagi í Sinawik. Við Sinawikkonur erum kannski ekki í eins viðamiklum störfum og Kiwanis- menn. En eitt er víst að þar sem Sina- wikklúbbur starfar með Ki wanisklúbbi, þar er mun blómlegra starf, eins og ég veit af kynnum mínum af Si- nawikklúbbum sem starfa með miklum ágætum. MarkmiðokkaríSinawik erað standa við hlið ykkar Kiwanisfélaga og aðstoða ykkur eftir bestu getu. Kannski þyrftum við að taka að okkur viðameiri störf innan hreyfíngarinnar en þó er það ekki víst, því samheldnin er mjög góð eins og er. Og svo megum við ekki gleyma því að við Sinawikkonur værum ekki til í þeirri mynd sem við erum nú ef engir Kiwanisfélagar væru til. Með bestu óskum til ykkar Kiwanis- félgar um að þið haldið áfram ykkar störfumíþjóðfélaginu, þvíekki veitiraf að lýsa og lyfta upp samfélagi áeinh vern Salmína S. Tavsen formaður L.S. hátt, en það gera störf ykkar svo sannarlega. Með Sinawikkveðju, Salmína S. Tavsen formaður L.S. FRÁ FJÖLMIÐLAFULLTRÚA Ágætu Kiwanisfélagar! í upphafi starfsárs komið þið vonandi hress og endurnærð til starfa í klúbb- unum, eftirgottsumar, uppfull af nýjum áherslum. Síðasta starfsár var árangursríkt fyrir okkur en við megum ekki sofna á verð- inum, sókn er besta vörnin. Því er nauðsynlegt fyrir alla Ki wanisfélaga að vinna sem best saman að verkefnum klúbbannaog gera starfið skemmtilegra. Þáþurfa klúbbarnir að gera meira af því að heimsækja aðra klúbba. Fjölgun félaga ætti að vera metnaðarfull stefnahvers klúbbmeðlims. Það tryggir okkur stöðugan vöxt hreyfingarinnar. Ástundi hverfélagiþá stefnu, komumst við hjá stökkbreyt- ingum og stefnum á fersleika í leik og starfi. Gefum nýjumeinstaklingum, sem við bjóðum inngöngu, tækifæri til að hefja sig yfir hversdagsleikann og verða virkir í öflugum líknar- og góðgerðar- störfum. Slíkt gefur af sér skemmtileg kynni og fjölskyldutengsl. Við finnum samkennd með því að sinna þörfum þeirra, sem á einhvern máta eiga bágt eða eru útundan. Aðalsteinn Aðalstcinsson, fjölmiðlafulltrúi Kiwanisfélagar verða að gera sér grein fyrir að mikils er vænst af þeim. Það ætti að hvetja þá til að vinna að uppbyggingu og framförum í stað skilningsleysis og andstöðu við góð málefni. Klúbbar hafa oft látið ógert að segja frá stöðu okkar sem umhyggjusamri, virkri og framsýnni hreyfingu, þar sem unnið er af alúð að framgangi góðra markmiða. Stundum er það af lítillæti, en Kiwanishreyfingin þarf að koma sér á framfæri, eins og kaupmanninum er nauðsynlegt að auglýsa vöru sína. Með öflugu upplýsingastreymi samvisku- samra fjölmiðlafulltrúa klúbbanna sýnum við fram á nauðsyn öflugs líknar- og góðgerðastarfs. Það vekur athygli á Ki wanis fyrir brautryðjendastörf og fyrir hvað hreyfingin stendur. Um leið gæti slíkt orðið til þess að vekja áhuga almennings á að gerast Kiwanisfélagar og aukið við vinahópinn, sem starfar saman við leik og störf, í fersku, kærleiksríku og glaðværu andrúmslofti góðs Kiwanisklúbbs. Klúbbforsetar, það er áskorun mín til ykkar, að þið sjáið til þess að fjöl- miðlafull trúar klúbbanna sinni skyldum sínum við klúbbfélaga og byggðarlagið með stöðugum upplýsingum til fjöl- miðla. Það gefur starfinu kraft og árangur. Fjölm iölaful lírú iKiwanis Aðalsteinn Aðalsteinsson KÍWANISFRÉTTIR 9

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.