Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 19
Fréttir úr klubbstarfinu KIWANISKLUBBURINN KALDBAKUR 900 REIÐHJÓLAHJÁLMAR ALHENTIR Kaldbaksfélagar hafa verið iðnir við að framfylgja markmiðum Kiwanis „Börn- infyrst og fremst", því flest styrktarverkefni klúbbsins hafa verið í þágu barna. Árið 1991 byrjaði klúbb- urinn að gefa öllum 7 ára börnum á Akureyri reiðhjóla- hjálma. Á þessum 4 árum hafa verið afhentir tæplega 900 hjálmar sem eru að nú- virði um 2,7 milljónir króna. Allir hjálmarnir eru merktir Kiwanisklúbbnum Kaldbak og erum við félagarnir stoltir þegar við mætum börnunum hjólandi með merki okkar framan á hjálmunum. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu verkefni, því margir foreldrar hafa haft samband og lýst ánægju sinni með þetta framtak okkar. Einnig vitum við til þess að hjálmar hafi bjargað börnum frá slysum og hafa meðal annars komið greinar um það í blöðum og einnig kom frétt um það í sjónvarpi. Þetta verkefni hefur smit- að út frá sér því aðrir klúbbar og félagasamtök hafa haft samband við okkur og beðið okkur að útvega þeim hj álma og má þar nefna Kiwanis- klúbbana á Dalvík og Kópa- skeri, kvenfélagið íEyjafjarð- arsveit og foreldrafélag Síðuskóla á Akureyri. Nýlega birtist niðurstaða úr könnun varðandi notkun reiðhjólahjálmaog voru mun fleiri börn á Akureyri sem notuðu hjálma en í öðrum sveitarfélögum sem könnunin náði til. Við Kaldbaksmenn erum að vonum ánægðir með þessaniðurstöðu. Viðteljum okkureigaþarna nokkurn hlut að máli, því ekki er vafi á því að notkun á hjálmum hefur vaxið til muna eftir að við fórum út í þetta verkefni. Eins og fram hefur komið er þetta kostnaðarsamt verkefni og helsta fjáröflun okkar undanfarin ár hefur verið sala á auglýsingum á klukkuturni okkar sem stenduráRáðhústorgi. Hefur það gefið okkur góðar tekjur en fyrir nokkrum árum fórum við í viðbótarfjáröflun við að steikja laufabrauð og selja í Göngugötunni hér á Akur- eyri fyrir jólin. Þetta er skemmtilegt verkefni en nokkuð tímafrekt því við steikjum allt að 2000 kökur í KIWANISKLUBBURINN L Lá / *!Í* fP r' , ? rf| H ■ 1 ■ ■ 1 j _ ■ y Sigurvegarar í 5. bekk ásamt forseta Kaldbaks og formanni framkvæmdanefndar hvert sinn. Kiwanisskákmótið fór fram laugardaginn 12. nóv- ember sl. í Lundarskóla og voru keppendur í átta aldurs- hópum. Mótið er orðið ár- legur viðburður í skáklífinu á Akureyri en rétt til þátttöku eiga allir grunnskólanem- enduríbænum. Þátttakendur Kalbakur hefur gefið um 900 reiðhjólahjálma frá árinu 1991. Á myndinni eru þeir Stefán Jónsson, ritari og Júlíus Fossberg, forseti ásamt 7 ára börnum sem fengu hjálma í vor. í mótinu voru um eitt hundr- að að þessu sinni. Að lokum óskum við félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbak öllum Kiwan- isfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Stefán Jónsson ritari KÍWANISFRÉTTIR 19

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.