Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 16
||p) Fréttir úr klúbbstarfinu KIWANISKLÚBBURINN HERÐUBREIÐ „Valgeir og gemlingarnir“ á heimaréttarkvöldi 12. mars 1994. Valgeir Illugason, Ragnar Jónsson, Friðrik Steingrímsson og Siguður Baldursson Starfsemi Herðubreiðar gekk að mestu með hefð- bundnum hætti á síðast vetri. Fundamætingar voru ekki nógu góðar en þær voru aðeins 65,5%. Fyrirlesara fengum við 6 sinnum á fundi og tjölluðu þeir m.a. um fiskeldi, Kyrrahafslaxinn, uppbyggingu sjálfstrausts og málefni barna m.a. með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Styrkirvoru veittir t.d. til Krabbameinsfélags Suður-Þingeyjarsýslu og keypt bjöllukerfi í hinn nýja Reykjahlíðarskóla. Hið árlega heimarétta- kvöld Herðubreiðar var haldið 12. mars og mættu 28 gestir auk klúbbfélaga. Að venju var á boðstólum sér- mývetnskurmaturs.s. siginn silungur, fjallagrasaystingur með mjólk og slátri, kæst andaregg, hverabakað rúg- brauð og kjötréttur. Meðal skemmtiatriða var Ijóðalestur og harmonikku- leikur en þá léku „Valgeir og gemlingarnir". Á eftir var stiginn dans við undirleik þeirra og skemmti fólk sér ljómandi vel. Það er von okkar að sjá ennþá fleiri gesti á næsta heimaréttakvöldi sem verður haldið 25. mars í vetur. Heimboð aldraðra tókst mjög vel að vanda en það er árleg skemmtun og matar- veisla sem klúbburinn býður Mývetningum 70 áraog eldri til. Heldur mætti þunnskipað lið á sumarhátíðina í sumar frá klúbbnum en nokkuð vel var mætt á umdæmisþingið því þar mættu alls 5 Herðu- breiðarfélagar. Starfið í haust hófst með stjórnarskiptafundi sem var sameiginlegur með Faxa og Skjálfanda og var haldinn í Hótel Reynihlíðföstudaginn 7. október. Á hann mætti meðal góðra gesta Grétar J. Magnússon, umdæmisstjóri, sem þótti viðeigandi að mæta fyrst á fund hjá Herðubreið nýkominn heim frá em- bættistöku í Bandaríkjunum þar eð sá klúbbur stakk upphaflega upp á honum til að verða umdæmisstjóri. Kristinn Jónsson svæðis- stjóri skipti um stjórnir í klúbbunum af röggsemi og myndarskap ásamt með hjálpurum eftir ágæta hvatningarræðu og ráðlegg- ingar og einnig fór hann yfir markmið Kiwanis 1994- 1995. Grétar rakti helstu atriði í undirbúningi sínum fyrir embætti umdæmisstjóra, ræddi um Kiwanisstarfið vítt og breitt, gaf góð ráð og h vatti tildáða. Þáafhentihannhin- um nýju forsetum klúbbanna Sigurjóni Má Péturssyni, Herðubreið, Marinó Eggerts- syni, Faxa, og Óttari Viðari, Skjálfanda, merkin „íslands - Færeyjar“ og „Börnin fyrst og fremst“ og að auki fána umdæmissins. Einnig sagði hann nokkuð frá Hixson- orðunni og afhenti Jóhannesi Steingrímssyni Herðubreið merki „Foundation“ en hann erformaðurnýklúbbanefndar og í J-verkefnisnefnd svo í mörg horn hefur hann að líta á starfsárinu. Mun hann ör- ugglega standa sig vel eins og í öðrum Kiwanisstörfum gegnumárin. Sanniðbaratil. Margt fleira gerðist á þessum ágæta fundi og á eftir áttu þeir sem ekki þurftu að halda strax heimleiðis saman notalega stund og ánægj ulega fram á nótt. Heldur hefur fækkað í klúbbnum okkar því á síðasta vetri og í haust hafa sex félagar hætt en aðeins einn nýr komið í staðinn svo þörf er á markvissum aðgerðum til að fjölga aftur í honum. Ekki hefur margt gerst ennþá á þessu nýbyrjaða starfsári utan venjubundinna starfa. Að lokum óska ég öllu Ki wanisfólki og mökum þess heilla og velfarnaðar í starfi og leik með von um gott og árangursríkt starf í vetur og góð samskipti milli klúbba í umdæminu. Með bestu Kiwaniskveðjum Finnur Baldursson blaðafulltrúi Embættismenn þriggja klúbba ásamt Grétari Umdæmisstjóra og Kristni Svæðisstjóra á stjórnarskiptafundi 7. október 1994 16 KÍWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.