Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 21
Fréttir úr klúbbstarfinu KIWANISKLÚBBURINN HRÓLFUR Unniö við að taka sundlaugina niður “Samtaka nú„ Laugardaginn 20. nóv- ember 1994 komum við saman nokkrir kiwanis- félagar, úr Hrólfi áDalvíkog SúlumíÓlafsfírði, viðgömlu sundlaugina á Dalvík. Til- gangur þessa var ekki að taka sundsprett, heldur vorum við þarna saman komnir til að fjarlægja gömlu laugina. Þann 2. október s.l. vígðum viðDalvíkingarnýja ogglæsilegasundlaugogDal- víkurbærvarsvorausnarlegur að gefa Kirkjumiðstöðinni að Vestmannsvatni dúk sund- laugarinnar, nuddpott, allar dælur og hreinsibúnað gegn því að allt yrði tjarlægt og fyllt upp í grunninn. Kiw- anisklúbbarniráÓðinssvæði, undir forystu séra Svavars Jónssonar úr Súlum, tóku höndum saman að uppbygg- ingu aðstöðunnar að Vest- mannsvatni og er ætlunin að setja “nýju„ sundlaugina og nuddpottinn ásamt tilheyr- andi upp næsta vor. Viðmættumumkl. 10:00 um morguninn og byrjuðum að vinnaundirstjórn séra Jóns Helga Þórarinssonar prests hér á Dalvík. Óhætt er að segja að hann hafi virkjað æðri máttarvöld því dagana á undan var hörkufrost en er við byrjuðum að vinna hafði þiðnað upp og þurftum við því ekki að höggva okkur leið í gegn. Síðan létum við hendur standa fram úr ermum, rifum hellurnarkringumlauginaog náðum þannig að komast að festingum dúksins, losuðum hann og brutum saman. Þessu næst var allthíft upp á vörubíl og keyrt í hús þar sem búið var að fá geymslu undir dúk- inn, pottinn og fylgihluti í vetur. Að lokum bauð svo einn félaginn öllum hópnum, 12 manns, í mat á eftir og var það vel rómað. Vinna þessi sýnir að með samvinnu og smá hjálp að ofan er allt hægt að gera. Það er von mín að jafn vel gangi í vor þegar við ætlum að setja sundlaugina upp austur á Vestmannsvatni. Með Kiwaniskveðju, Björn Björnsson forseti Hrólfs á Dalvík Eiturlyfjavísir kynntur SæmundurSæmundsson, um- dæmisstjóri og Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, ásamt hjólreiðaköppunum sem tóku það að sér að hjóla hringveginn til að vekjaathygli áeiturlyfja\ ísi þeim sem Kiwanismenn sendu inn á hvert heimili á landinu. Þessum ungu mönnum er Kiwanishreyfingin þakklát fyrir þeirra þátt í kynningunni. Þessi mynd var tekin, þegar kapparnir komu við á umdæmis- þinginu á Akureyri í ágúst s.l. KÍWANISFRÉTTIR 21

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.