Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 8
Aðsendar greinar KVEÐJA FRÁ NETTLES BROWN RÁÐGJAFA UMDÆMISINS Okkur Glenelle langar til að þakka þessu frábæra umdæmi fyrir þær hlýju og góðu viðtökur sem við fengum í heimsókn okkar. Við áttum dásamlegar samverustundir með ykkur. Viðgetum vart með orðum lýst aðdáun okkar á umdæminu Island-Færeyjar. Það starf sem unnið er hjá ykkur er aðdáunarvert og okkur öllum hinum gott fordæmi. En núerkapphlaupiðhafið. Starfsárið 1994-1995 er nú þegar oðið mánaðar- gamalt. Hve gott verður þetta starfsár fyrir YKKUR, klúbbinn ykkar, umdæmið ykkar? Aðeins ÞIÐ sjálf getið svarað því. Umdæmið ykkar ræður yfir frábærum forustumönnum og mun veita YKKURmikilvægaaðstoðefÞIÐIeitið eftir henni. Þau eru kjörnir leiðtogar ykkar en þau geta aldrei orðið betri en ÞIÐ sjálf gerið þau. Kiwanishreyfingin er mikil þjón- ustuhreyfing. Til þess að vera góður Kiwanisfélagi þarf að gera þrjá hluti: 1. Við þurfum að vera þáttakendur, ekki bara vera með. Við verðumaðtrúa á það sem við erum að gera því það gefur okkur kraft til að framkvæma hlutina. Viðeigummöguleikaáaðgeralíffjölda fólks betra en það er. 2. Við verðum að koma fram með nýjungar. Við þurfum að leita nýrra og betri leiða til þess að veita þjónustu. Nýirfélagarog nýir klúbbar eru lykillinn að nýjum og betri hugmyndum. Við þurfum að leita uppi það fólk sem vill þjónaöðrum í gegnum Kiwanishreyfin- guna. Fjölgun félaga þýðiröflugri þjón- ustu. Eða eins og Ian Perdriau heims- forseti sagði í New Orleans: „Vöxum að afli svo við megum þjóna.“ 3. Góðir Kiwanisfélagar þurfa hvat- ningu. Viðhorf er lykillinn að henni. Við verðum að vera áhugasöm um lífið og þá möguleika sem við höfum til þess að hjálpa öðrum. Þegar áhugi okkar vaknar fyrir fólki, vaknar áhugi þess á okkur. Við getum breytt viðhorfi fólks með verkum okkar, orðum og dáðum. Viðþörfnumsthvertannars. Fólkhjálpar L. Nettles Brown fólki. Auðlegð Ki wanishreyfingarinnar liggur í fólkinu. Þegar fólk tengist, myndum við sambönd. Þegar við tengjum fólk við verkefni, myndum við ábyrgð. Þegar fólk tengist ábyrgðar- störfum myndum við samofna heild. Samstarf fólks er það afl sem tengir okkur saman. Það er fullt af ábyrgðarfullu fólki í Kiwanishreyfingunni. Áræðnu fólki. Fólki með hugsýn. Öguðu fólki. Hugrökku fólki. Fólki sem þorir að láta sig drey ma stóra drauma og setja sér stór markmið. Fólki sem er tilbúið að greiða fullt verð, veita fórnir, takast á við erfiðleika, og reyna það ómögulega. Við munum ekki leysa öll vandamál sam- félagsins, en við munum fæða og klæða, fyrirbyggja, gefa, útbúa og aðstoða, hjálpa og endurverkja mikilvægi þeirra hluta sem gefa lífinu gildi. Ég er Kiwanismaður og ég er stoltur af því. Ég er stoltur af því starfi sem þið Kiwanismenn og konur í umdæminu Island-Færeyjar vinnið. Við erum að gera gæfumuninn í heimi sem þjáist. Svo lengi sem guð lofar, mun ég trúa á, styðj a vi ð og byggj a upp 1 íf fól ks, og það er það sem gerir Kiwanishreyfinguna svo frábæra. Ég vona að þetta starfsár verði það besta sem umdæmið Island-Færeyjar hefur upplifað til þessa í vexti og þjónustu. ÞIÐ eruð lykillinn. Það er undir YKKUR komið. 5. nóvember 1994 Nettles Brown. 80th Annual Convention • Kiwanis Intemational Las Vegas, Nevada • June 24-28,1995 8 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.