Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 24

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 24
Viðurkenning „Heiðursfylkingin“ (Legion of Honor) VIÐURKENNING FYRIR LANGVARANDISTÖRF Eru einhverjir Kiwanisfélagar í ykkar hópi sem hafa starfað í tuttugu og fimm ár? Það er hugsanlegt því að fyrsti Kiwanisklúbburinn í Evrópu var stofnaður árið 1963 (í Vín, Aus- turríki), og Kiwanishreyfingin hefur breiðst út víða síðan þá. Hver Kiwanisfélagi sem hefur starfað í minnst aldarfjórðung á rétt á mikilsvirtri viðurkenningu: verðlaunum „Heiðurs- fylkingar“ Kiwanishreyfingarinnar. Þessi viðurkenning er hönnuð með það fyrir augum að Kiwanisklúbbar geti heiðrað þá félaga sína sem lengi hafa fórnað tíma sínum og kröftum fyrir Kiwanishreyfinguna og samfélagið. Einnig má veita þessa viðurkenningu þegar Kiwanisfélagar hafa starfað í þrjátíu, þrjátíu og fimm, fjörutíu, fjörutíu og fimm, fimmtíu, fimmtíu og fimm, sextíu og sextíu og fimm ár. Það er ekki nauðsynlegt að tíminn sé samfelldur eða að starfað hafi verið í sama klúbbi allan tímann. Hver er viðurkenning félaga í Heiðurs- fylkingunni? Hægt er að fá falleg barmmerki og skjöl til að afhenda þeim sem til þessa heiðurs hafa unnið. Barmmerkin eru úr hvítagulli og hönnuð þannig að þau sína æðsta embætti sem Kiwanisfélaginn hefur gengt: félagi, fyrrverandi forseti, fyrrver- andi ritari, fyrrverandi féhirðir, fyrrverandi svæðisstjóri, fyrrverandi umdæmisstjóri, fyrrverandi stjórnarmaður í umdæmisstjórn, eða fyrrverandi stjórnarmaður í alþjóða- stjórn. Sérstakt skjal fylgir með barmmerkjunum, þar sem skráður er fjöldi ára sem Kiwanisfélaginn hefur starfað. Skjalið er undirritað af heimsforseta og alþjóða- ritaranum og gert er ráð fyrir undirskriftum klúbbforseta og klúbbritara. Kiwanisfélagar teljast hafa unnið til þessara viðurkenningar þegar innan við sex Hver Kiwanisfélagi sem hefur starfað í minnst aldarfjórðung, á rétt á viðurkenningu. Sérstakt skjal fylgir með barmmerkjunum, þar sem skráður er fjöldi ára sem Kiwanisfélaginn hefur starfað. Skjalið er undirritað af heimsforseta og alþjóðaritara og gert er ráð fy rir undirskriftum klúbbforseta og klúbbritara. £-lV [.KCION OFHONORi*,:). AXll HH ir rVltTIIKK KXUII V; IMIN « Kiwíinis Qub mánuðir eru til þess dags sem tilskyldum árafjölda er náð. Það er hefð fyrir því að þeir sem hljóta viðurkenningu „Heiðurs- fylkingarinnar“ fái hana afhenta á fyrsta klúbbfundi eftir að tilskyldum tíma er náð. Eða, ef klúbbur hans æskir þess, getur hann afhent viðurkenninguna á stofnundar- afmæli, afmælisdegi Kiwanishreyfingar- innar eða á síðasta klúbbfundi starfsársins. Hægt er að panta barmmerki og skjöl Heiðursfylkingarinnar hjá birgðadeild alþjóðaskrifstofunnar í Indianapolis, Indi- ana, eða eftir pöntunarlista Kiwanis- lagersins. Hverri pöntun verður að fylgja listi með nafni viðtakanda, fjölda ára í hreyfingunni og æðsta embætti sem hann hefur gengt innan hennar. Hægt er að panta merkin og skjölin saman eða sitt í hvoru lagi. (Þýtt úr BKO Bulletin for Kiwanis Officers, - Fréttablaði fyrir embættismenn Kiwanis hreyfingarinnar.) H.Þ. 24 KÍWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.