Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 6
Viðtal við umdæmisstjóra „Því fleiri, því öflugri“ - viðtal við Grétar J. Magnússon, umdæmisstjóra Nú í haust tók Grétar Jón Magnússon við embætti um- dæmisstjóra Kiwanishreyf- ingarinnar á Islandi og í Fær- eyjum. Okkur lék hugur á að vita meira um nýja umdæmis- stjórann og sendum því á hann sérlegan rannsóknarblaða- mann. Blaðamaðurinn byrjaði á því að forvitnast um upphaf afskipta Grétars af félags- málum. „Félagsmál hafa alla tíð verið mér hugleikin og sjálfsagt hefur það verið þannig frá þvf fljótlega eftir fæðingu. Ég er fæddur í Ijónsmerkinu og áhugasamir geta lesið sér til um það í fræðiritum þess efnis! Annars hef ég alla tíð haft ánægju af að umgangast fólk, vera þátttakandi í því, sem verið er aðgera, enekki baraþiggjandi. Ibarna- skóla þeim, sem ég var í, var reynt að örva félagsþroska okkar meðal annars með því að fá nemendur til þess að taka þátt í leikstarfsemi og söng. Þegar við fluttum til Ólafsfjarðar, nánar tiltekið árið 1970, hafði ég á árum áður verið í áhugamannaleikfélagi og karlakór. Þess vegna gekk ég fljótlega í Leikfélag Ólafsfjarðar eftir komuna þangað og starfaði í því til ársins 1990. Þá fluttum við til Reykjavíkur og ég er meira að segja enn skráður í leikfélagið." Súlur verða til „Það var svo í ársbyrjun 1976 að nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Hrólfi á Dalvík komu til Ólafsfjarðar til þess að kynna Kiwanishreyfinguna. Ég hafði lítillega kynnst þessari hreyfingu, mest af afspurn, og mætti á þennan fyrsta fund þeirra. Þegar líða tók á samkomuna gerði ég mér grein fyrir því að þessi félagsskapurhentaði mérmjög vel. Þarna myndi ég kynnastfólki, komaáframfæri skoðunum mínum og hlusta á skoðanir annarra. Um leið gæti ég látið gott af mér leiða fyrir þá sem minna mega sín. Ég gerðist því stofnfélagi í Kiwanis- klúbbnum Súlum í Ólafsfirði, sem stofn- aður var 31. mars 1976. Þann 3. febrúar 1980 stofnuðu svo eiginkonur okkar Kiwanisfélaganna Sinawikklúbbinn Kúlur og var konan mín einn af stofnendum hans. Þau ár, sem við bjuggum í Ólafsfirði, eign- uðumst við hjónin góða vini og eigum enn. Hafi þau öll þakkir okkar fyrir ánægjulegar samverustundir í starfi og leik.“ Hvers vegna umdæmisstjóri? Ekki var Grétar al veg viss um ástæður þess að hann gaf kost á sér í embætti umdæmisstjóra. „Ég veit ekki af hverju ég gaf kost á méríþettaembætti. Kannski hefurþetta bara æxlast svona. Ég hafði gegnt ýmsum embættum í klúbbnum mínum, þar á meðal embætti forseta, og í umdæmis- stjórn starfaði ég sem svæðisstjóri Óðinssvæðis árin 1987-1988. Þaðan lá leið mín í fræðslunefnd umdæmisins, þar sem ég starfaði í fjögur ár, þar af eitt sem formaður nefndarinnar. Umdæmis- ritari var ég starfsárið 1992-1993. A þessum árum kynntist ég mörgum Kiwanisfélögum, þar sem ég hafði ferðast víða og farið í heimsóknir til Kiwanisklúbba og á umdæmisþing vegna embætta minna. Svo fór, að Kiwanisfélagar fóru að hvetja mig til þess að gefa kost á mér í embætti umdæmisstjóra. Eins nefndu þeir þetta við konuna mína, þar sem 6 KÍWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.