Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 10
Símaspjall „Þingfundurinn haldinn í skólastofu“ Guðni Grímsson, Helgafelli í spjalli við K-fréttir K-fréttir hafa tekið upp þá ný- breytni þetta starfsár að vera með símaspjall í hverju blaði við ein- hvern Kiwanisfélaga sem hefur verið mörg ár í hreyfingunni. Blaðið hringdi í Guðna Grímsson félaga í Helgafelli Vestmanna- eyjum og varð hann góðfúslega við þeirri ósk okkar um að svara nokkrum spurningum og þökkum við honum fyrir. Hvenær gekkst þú í klúbbinn? „Árið 1971 gekk ég í Kiwanis- klúbbinn Helgafell en forseti klúbbsins þá var Erlendur Eyjólfsson“. Hvernig var hreyfingin og klúbbar- nir á þeim tíma? „Ki wanis var mjögsterkt afl þegarég var að byrja og fannst mér klúbbarnir mjög sterkirhéráSuðurlandi. Á þessum árum var mikið um heimsóknir á milli klúbba og samband við móðurklúbb mjög gott“. Fyrsta umdæmisþingið? „Fyrsta umdæmisþingið sem ég fór á var á Hornafirði árið 1975. Þá var ég ritari í stjórn Viktors Helgasonar. Það var mikill lærdómur fyrir mann að koma áfyrstaþingið. Þaðvarhaldiðískólanum á Höfn og var ekki tjölmennara en það að þingfundurinn var haldinn í skólastofu. Ekkimanéghvaðamál voru efst á baugi á þessu þingi, en ég man vel eftir umræðu sem var um gjöld til hreyfin- garinnar og einn ágætur félagi af Suðurnesjum ræddi mikið um hækkun sem nam örfáum krónum. Mjög skemmtilegur andi var á þessu þingi enda nær allir þingfulltrúar í gistingu á Hótel Höfn og því samgangur inikill“. Þingið í Vestmannaeyjum? „UmdæmisþingiðíVestmannaeyjum árið 1983 er mér enn í fersku minni enda var ég þá forseti Helgafells og einnig í þingnefnd. Þingið var haldið í Kiwan- ishúsinu sem þá var nýbúið að stækka og var það fyrsta notkun á stóra fundarsal- num. Á ýmsu gekk með undirbúning þingsins og held ég að reynsluleysi hafi verið okkar versti óvinur, en allt bjargaðist þetta á síðustu stundu þó. Gisting á þessu þingi var þó sér kapítuli því ekki var margra kosta völ. Eg veitþó að þegar minnst er á „Hótel HB“ þá setji hroll að sumum en aðrir minnast þess Guðni Grímsson sem skemmtilegs kafla og á ég þar við félaga frá Súlum Ólafsfirði sem sváfu í flatsæng í einum stórum sal. Mjög margir gistuíheimahúsumhjáKiwanisfélögum og veit ég að þá myndaðist víða kunn- ingsskapur sem enn stendur. Á þinginu í Vestmannaeyjum var trygginga- sjóðurinn stofnaður“. Eftirminnileg atvik? Þaðsem helst kemurupp í hugaminn er frá árinu 1975 er ég fór í ferð til Gullfoss og Geysis með fulltrúum úr Evrópu ogheimsstjórn. í lokferðarinnar var komið við í sumarbússtað Páls H. Pálssonar en hann stendur á Kúanesi við Þingvallavatn, þar sem tekið var á móti gestum af mikilli reisn. Þegar verið var að útskýra fyrir erlendu gestunum muninn á nafninu Kúanes og Kiwanis, því Kiwanis á ensku er borið fram sem Kúvanis. Einnigerógleymanlegur upp- gangur klúbbsins í Eyjum og bygging Kiwanishússins þar og væri það eitt efni í stóra bók“. Viðhorf til blandaðra klúbba? Þar hef ég ákveðna skoðun þ.e. ég er algjölega mótfallinn þeim og er mér það sársaukalaust þó ég sé kallaður þess vegna karlremba. Hver hafa verið þín embætti innan umdæmisins? „Ég var forseti míns klúbbs 1982- 1983 og erþað ómetanleg og ánægjuleg reynsla að vera í forsvari fyrir sínum klúbbi og einnig tel ég það vera mjög þroskandi fyrir alla sem taka að sér það starf. Svæðisstjórivarég 1988-1989 ístjórn Braga Stefánssonar. S væðisstjórastarfið er mjög krefjandi, sérstaklega þegar um víðfemt svæði eins og Sögusvæðið erað ræða, en það er frá Hornafirði til Þorlákshafnar. Þar á milli er hátt í 500 km. Það var gaman að vera Svæðisstjóri því klúbbarnir stóðu sig vel og starfið var mjög gott. Golfnefnd. Þáerkomiðaðhobbíinu, þar á maður skemmtilegar endurminn- ingar með góðum félögum. Starfið í nefndinni er skemmtilegt og þar leggur maður metnað sinn í að allt fari sem best fram en mætingin á golfmótið í Eyjum á síðastliðnu sumri olli mér vonbrigðum. Vonandi sjá Kiwanisfélagar sér fært að mæta vel á golfmótin þó að þau séu haldin utan stór-Reykjavíkursvæðisins, því vinna, umstangið og kostnaður 10 KÍWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.