Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 25

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 25
Til klúbbritara FRÁ UMDÆMISRITARA Ágætu ritarar. Ý mislegt var athugavert við skýrslur októbermánaðar frá þó nokkrum klúbbum. Má þar til dæmis nefna að nokkrar A-skýrslur vantaði, en eins og ykkur var sagt á fræðslunni á Akureyri og kemur fram í punktakerfinu, er litið svo á að mánaðarskýrsla hafi ekki verið send, ef A-skýrslu vantar. Vil ég biðja ykkur að bæta úr þessu. Frá nokkrum klúbbum vantaði fjárhagsáætlun og frá al lmörgum vantaði mætingarviðurkenningar eða ljósrit af þeim. Ykkur var einnig sagt frá því á fræðslunni að mætingarviðurkenningar eða ljósrit af þeim, skyldu sendar með mánaðarskýrslu vegna prósentu- útreiknings. Ykkur var gert það ljóst að mætingarprósentan yrði lækkuð ef að þið fylltuð út félagafjölda í mætingar- viðurkenningu en senduð ekki bláu kortin eða ljósrit af þeim. Þá var ykkur einnig tj áð að senda þy rfti úfy 111 blöð sem er að finna í kafla 22 í forsetahandbók ef einhverjir félagar væru með leyfi frá mætingu, og bað ég sérstaklega um að Þyrí Marta Baldursdóttir þessi eyðublöð væru send til þess að hægt væri að fylgjast með hverjir væru með leyfi frá mætingu og einnig bað ég um að þið létuð mig vita þegar þessi leyfi væru yfirstaðin. Þessi leyfi hafa einnig áhrif á mætingarprósentu- útreikning. Tölu vert var um það, að ritarar sendu mér bláa afritið af mánaðarskýrslu, þ.e.a.s. eintak svæðisstjóra, gott væri ef þið gætuð sent þetta eintak beint til svæðisstjóra. Það hefur verið kvartað á mörgum stöðum um kostnað umdæmis- ins, og þarna er einn liðurinn sem hægt væri að spara, ef þið senduð skýrslur á rétta staði og á réttum tíma. Það sparar umdæmisstjórn frímerki og símtöl. Margar skýrslur komu til mín vel útfylltar og öll eyðublöð með þeim. Vil ég sérstaklega þakka þeim riturum fyrir vel unnið verk. Það væri mikið ánægju- efni ef allar skýrslur væru réttar og vel útfylltar Slfkt sparar tíma og peninga. Ágætu ritarar, tökum nú höndum saman og sendum skýrslur áréttum tíma, réttútfylltarogmeðréttumeyðublöðum. Ég vil endilega hvetja ykkur til að hafa samband við mig ef eitth vað er óklárt og mun ég þáreyna að leysa úrþeim málum. Að lokum óska ég öllum Kiwan- isfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þyrí Marta Baldursdótíir Umdœmisritari. SAGA KIWANIS fæst hjá birgðaverði umdæmisins Óskari Jónssyni Sími 91 - 2 89 96 Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur í Joð-verkefnið Þjónusta í fyrirrúmi Saga Kiwanis Bókarauki: Kiwanis á íslandi L. A. „Larry“ Hapgood KÍWANISFRÉTTIR 25

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.