Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 5

Kiwanisfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 5
íslenska umdæmið Nýr starfsmaður umdæmisins Nú í haust var ráðinn nýr starfs- maður á skrifstofu Kiwanis- umdæmisins Island - Færeyjar. Sá heitir Hermann og er Þórðarson, fy rr- verandi umdæmisstjóri úr Eldborg Hafnarfírði. Hermann tók til starfa þann 5. desember síðastliðinn. K-fréttir tóku hús á Hermanni og spurðu hann fyrst í hverju starf hans væri aðallega fólgið og hvernig það nýttist hreyfingunni. „Segja má að þetta sé tilraunastarf, semmunimótastafreynslunni. Egmun sjá um daglegan rekstur skrifstofunnar, annast póstinn, senda bréf og þess háttar. Starfið mun létta verulega á stjórnarmönnum umdæmisins, því ég mun sinna ýmsum verkefnum fyrir þá. Einnig geta forsetar og ritarar í klúbbunum fengið hjá mér aðstoð við ýmis verkefni, svo sem við að þýðabréf. Utgáfustarf mun vera ofarlega á mínum verkefnalista, meðal annars fjölföldun og frágangur á handbókum, vinna við félagatal Kiwanis og undirbúningur fyrir prentun á því riti, auk ýmissa fræðslugagna. Núna hef ég nýlokið við að undirbúa til prentunar handbók fyrir forseta og svæðisstjóra. Verður henni dreift nú fyrir áramót. Þessi handbók er að koma út í fyrsta sinn á íslensku. Hún er þýdd af Ingvari Magnússyni, erlendum ritara umdæmisins. Bókin hefur að geyma ýmsar handhægar upplýsingar fyrir embættismenn, raunverulega allt, sem slíkir menn þurfa að vita. Þar eru enn- fremur lög umdæmisins og klúbbanna, dagbók og eyðublöð. Ritið er ekki hugsað til fræðslu, heldur erþví ætlað að vera hjálpargagn." Til að byrja með verður skrifstofan opin tvo daga í viku, á mánudögum kl. 13:00 - 17:00 og á fimmtudögum kl. 16:00 - 20:00. Með þeirri tíma- setningu er reynt að koma til móts við þá, sem ekki komast í síma á daginn. Síminn á skrifstofunni er 91-883636 og faxnúmerið er 91-880036. Einnig er hægt að hafa samband við Hermann heima í síma 91-51265, séu menn með áríðandi mál. En hvernig líst Hermanni á nýja starfið? „Það leggst mjög vel í mig. Þetta er meira og minna það, sem ég hef verið að vinna fyrir umdæmið síðastliðin 25 ár. Nú er þetta opinbert starf en ekki tómstundir. Eg eránægður með þá breyt- ingu, sem það veldur og er sannfærður um að starfið muni gagnast Kiwanis- hreyfíngunni. Svona starfsmann hefði mátt ráða miklu fyrr, það hefði leyst mikinn vanda.“ Kiwanisumdæmið ísland - Færeyjar Engjateigi 11, Reykjavík Sími 91 - 883 636 Fax 91 - 880 036 KÍWANISFRÉTTIR 5

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.