Morgunblaðið - 13.01.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
Þorsteinn Víglundsson, félags- og
jafnréttismálaráðherra, hefur ráð-
ið tvo aðstoðarmenn til starfa í
velferðarráðuneytinu, þau Þor-
björgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og
Karl Pétur Jónsson.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu
segir að Þorbjörg Sigríður sé fædd
23. maí 1978. Hún er með lög-
fræðipróf og diplóma í afbrota-
fræði frá HÍ og LL.M.-gráðu frá
Columbia-háskóla í New York í
Bandaríkjunum. Hún hefur verið
deildarstjóri lagadeildar Háskól-
ans á Bifröst frá 2015 og starfaði
sem aðstoðarsaksóknari og deild-
arstjóri afbrotadeildar hjá lög-
reglustjóranum á höfuðborgar-
svæðinu.
Þá var hún aðstoðarmaður dóm-
ara í Héraðsdómi Reykjavíkur,
hún hefur skrifað pistla í Við-
skiptablaðið og Fréttablaðið og
unnið við ýmis rannsóknarstörf.
Karl Pétur er fæddur 30. ágúst
1969, að því er segir í tilkynningu
ráðuneytisins. Hann lauk BA-prófi
í stjórnmálafræði frá HÍ og MBA-
gráðu frá HR 2008. Karl Pétur
starfaði á markaðsdeild Frjálsrar
fjölmiðlunar og var stofnandi og
ráðgjafi hjá almannatengslafyrir-
tækinu Inntaki.
Hann starfaði hjá fjárfestingar-
bankanum Askar Capital og hefur
frá þeim tíma verið ráðgjafi í al-
mannatengslum ásamt því að
framleiða leikverk og sjónvarps-
þætti.
Karl Pétur er varabæjarfulltrúi
á Seltjarnarnesi og situr þar í
skólanefnd og jafnréttisnefnd.
Þorbjörg og Karl
aðstoða Þorstein
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
Karl Pétur
Jónsson
Borgar Þór Ein-
arsson hæsta-
réttarlögmaður
hefur verið ráð-
inn aðstoðar-
maður Guðlaugs
Þórs Þórðar-
sonar utanríkis-
ráðherra.
Fram kemur í
tilkynningu frá
utanríkisráðu-
neytinu að Borgar Þór hafi starfað
sem lögmaður frá árinu 2004, síð-
ast hjá CATO lögmönnum, þar sem
hann hefur verið einn af eigendum
frá 2014. Hann var eigandi að lög-
mannsstofunni OPUS á árunum
2010-2014 en þar áður starfaði
hann sem lögfræðingur í Lands-
bankanum og á lögmannsstofunni
LEX.
Borgar Þór var aðstoðarmaður
menntamálaráðherra 2003-2004 og
hefur gegnt ýmsum félags- og
trúnaðarstörfum í gegnum tíðina,
stýrði meðal annars starfshópi heil-
brigðisráðherra um mótun stefnu
til að draga úr skaðlegum afleið-
ingum og hliðarverkunum vímu-
efnaneyslu.
Borgar Þór
Einarsson
Borgar Þór
aðstoðar
Guðlaug
Laugavegi 52 | 101 Reykjavík
Sími 552 0620 | gullogsilfur.is
Vertu upplýstur!
blattafram.is
Á HVERJUM DEGI
STUÐLUM VIÐ MÖRG
AÐ KYNFERÐISOFBELDI
MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA
Í HINA ÁTTINA.
Í HVAÐA ÁTT HORFIRU?
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Útsala
Buxur
frá kr. 2.900 til 7.950
50% afsláttur
Str. 36-56
j | S ími 553 8282 | www.he i l sudrek inn. is
Útsala
í tilefni kínverskra áramóta
Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Tesett · Myndir · o.m.fl. e i fan 3
30-60%
asláttur
Kínverskar gjafavörur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
K
R
A
F
T
U
R
FÉLAG UNGS FÓLKS SEM GREINST HEFUR MEÐ KRABBAMEIN OG AÐSTANDENDUR
STYRKTU KRAFTMEÐ MÁNAÐARLEGU FRAMLAGI
Skráðu þig á www.lifidernuna.is
LÍFIÐ ER
NÚNA!
ÞAÐ ÞARF KRAFT
TIL AÐ TAKAST Á
VIÐ KRABBAMEIN
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Frá því endurupptökunefnd tók til
starfa í júní árið 2013 hefur nefnd-
in eingöngu samþykkt endur-
upptöku í fimm málum en nefndin
úrskurðaði í 53 málum á þessu
sama tímabili. Kröfu um endur-
upptöku var hafnað í 45 málum og
í þremur málum vísaði nefndin
kröfu um endurupptöku frá.
Endurupptaka hefur því ein-
göngu verið veitt í tæplega tíu
prósentum tilvika. Hafa verður þó
í huga að um er að ræða endur-
upptöku á máli sem þegar hefur
verið dæmt í fyrir héraðsdómi eða
Hæstarétti.
Nýlega hafnaði nefndin beiðni
manns um að hæstaréttarmál
gegn honum verði endurupptekið.
Maðurinn var dæmdur í fjögurra
ára fangelsi árið 2008 fyrir kyn-
ferðisbrot gegn sex ára stúlkum.
Maðurinn var einnig dæmdur fyr-
ir áfengislagabrot.
Innanríkisráðherra skipar í
endurupptökunefnd í samræmi
við lög um dómstóla en hlutverk
nefndarinnar er að taka ákvörðun
um hvort heimila skuli endur-
upptöku dómsmáls sem dæmt
hefur verið í héraði eða Hæsta-
rétti.
Fá mál
fá endur-
upptöku
Um 90 prósent
mála er hafnað
Morgunblaðið/Ernir
Réttarkerfi Endurupptökunefnd
hafnar beiðni í flestum tilvikum.
mbl.is
alltaf - allstaðar