Morgunblaðið - 13.01.2017, Side 13

Morgunblaðið - 13.01.2017, Side 13
Hreyfing Vinkonurnar munu bjóða uppá fjölbreytta hreyfingu sem hentar ólíkustu einstaklingum í ferðinni. hreyfingu á móti, teygjur og slökun. Þess á milli ætlum við svo bara að njóta þess að borða góðan mat, hvíl- ast, sóla okkur og vera saman, svo að það sé vissulega val hvers og eins, og auðvitað bara að vera til.“ Anna segir svo auðvitað hægt að skjótast í búðir sé áhugi fyrir því. Paraferðir í skoðun Anna segir augljóslega markað fyrir ferðir af þessum toga þar sem að þær hafi fengið mikil og góð við- brögð við ferðinni. „Það langar allar konur í kringum okkur með, svo er bara að láta drauminn verða að veru- leika.“ Hún segist einnig hafa fengið fyrirspurnir frá pörum. „Kannski við skellum í paraferð næst, hver veit. En við ætlum að byrja á konunum að þessu sinni.“ Fegurð Umhverfið er ævintýralegt í sveitaþorpinu í Ungverjalandi. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, sími 555 1515, enjo.is Heimilispakkinn Fyrir gólfin Fyrir þvottinnFyrir glugganaFyrir heimilið Við kennum þér að þrífa heimilið með köldu vatni 2ja ára ábyrgð Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Fyrir eldhúsiðFyrir baðherbergið Nú þegar allir eru svo óskaplega upp- teknir af holdafari sínu, heilsu og öðru slíku sem tilheyrir á þessum árstíma, er um að gera að breyta til og tileinka sér nýja tegund af líkams- rækt, vera ekki að hjakka alltaf í sama farinu og lyfta sömu lóðunum í þúsundasta skiptið eða hlaupa sama hringinn eða brettið. Margt er í boði en eitt af því sem gæti verið gaman að prófa er svokallað magadans- fitness sem magadansmærin og kennarinn Anna Linda Bjarnadóttir býður upp á. Í tilkynningu segir að þetta sé æf- ingakerfi sem styrki kjarnavöðva, kvið, bak og mjaðmir og að tímarnir byggist upp á danssporum og hreyf- ingum tengdum magadansi. Magadans ku vera elsti dans í sögu mannkyns sem enn er dansaður og um víða veröld dansa konur maga- dans til að halda við kroppi sínum og njóta hreyfingarinnar. Magadans hentar konum á öllum aldri og af öll- um stærðum og gerðum. Þær sem reynt hafa segja hann efla sjálfs- traustið og skemmtanagildið er ótví- rætt. Anna Linda ætlar að bjóða bæði upp á byrjenda- og framhalds- námskeið og ætlast er til að byrj- endur hafi einhvern grunn í dansi og geti fylgt eftir. Á framhaldsnám- skeiðinu er farið í flóknari æfingar og kenndir lengri dansar og flóknari, t.d. arabískur tabla-dans. Kennsla fer fram í World Class, Smáralind, og nánari upplýsingar veitir Anna Linda í s. 777 6880. Magadans er elsti dans í sögu mannkyns sem enn er dansaður Margar eru leiðirnar til að stunda líkamlega hreyfingu Reuters Magadans Þokkafullur er hann og bæði gaman að dansa og horfa á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.