Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ferðamenn sem hlaupa hlæjandi
að sjónum og svo undan öldunum
var það fyrsta sem blasti við
blaðamanni og ljósmyndari þegar
þeir heimsóttu Reynisfjöru í gær.
Ferðamennirnir komu frá Singa-
púr og sögðust aðspurðir ekki
hafa vitað um hættur í fjörunni en
sæju að öldurnar væru stórar og
kraftmiklar og því hefðu þeir
hlaupið undan þeim til þess að
blotna ekki.
Eftir banaslys í fjörunni í fyrra
og í Kirkjufjöru, sem er þar við
hliðina, á mánudaginn hafa margir
velt fyrir sér hvað hægt sé að
gera til að koma í veg fyrir að
slíkt endurtaki sig reglulega. Þeg-
ar gengið er af bílaplaninu við
Reynisfjöru blasa tvö aðvörunar-
skilti við, þau eru áberandi en
ekki nóg því fáir staldra þar við,
fegurð fjörunnar dregur alla at-
hygli að sér. Sjórinn á þessum
stað hefur ógnvekjandi aðdráttar-
afl, rymur og hvæsir að gestum á
meðan hann sendir þeim litlar og
leikandi öldur að því er virðist til
að skella svo einni stórri og kraft-
mikilli á eftir.
Líta á sjóinn sem grín
Á þeim stutta tíma sem blaða-
maður og ljósmyndari stoppuðu í
fjörunni í gær lögðu nokkrir sig í
lífshættu að því er virtist. Mis-
jafnt er hvort þeir ferðamenn sem
teknir eru tali hafa lesið skiltin
eða átta sig á hættunni.
Veðrið er dásamlegt og í fjöru-
kambinum sátu fjórir ferðamenn
og gæddu sér á nesti. Þeir lásu á
skiltin áður en þeir fóru að sjón-
um og þá brýndi leiðsögumaðurinn
þeirra fyrir þeim að fara varlega.
Þeir höfðu heyrt um banaslysið
fyrr í vikunni. Einn þeirra kemur
frá Ástralíu og er reyndur brim-
brettakappi, hann segist strax
hafa áttað sig á hættunum þarna
og gætt að því að hinir færu ekki
of nærri.
Ungt par frá Englandi og Ástr-
alíu var varað við hættunum í
Reynisfjöru af leiðsögumanninum
sínum. Þeim fannst margir ferða-
menn á staðnum líta á sjóinn sem
grín.
Fjórir vinir frá Ungverjalandi
sögðust ekkert þekkja til sjósins
enda byggju þau í miðri Evrópu.
Þau hefðu lesið á aðvörunarskiltin
áður en þau gengu niður í fjöruna
og vissu því að öldurnar væru
hættulegar. Einn þeirra var nýbú-
inn að bjarga konu frá því að
lenda í öldu en hún hafði snúið
baki í sjóinn og bakkað of nærri
honum fyrir myndatöku.
Varfærni skemmir fríið
Á veitingastaðnum Svörtu fjör-
unni í Reynisfjöru hefur Antonio
frá Spáni starfað í bráðum tvö ár
og Piotr frá Póllandi í eitt. Þeir
segja ferðamönnum ekki viðbjarg-
andi og það hafi ekki skipt neinu
máli þótt aðvörunarskiltum hafi
verið bætt við eftir slysið í fyrra,
fáir skoði þau. „Mér virðist fólk
færast nær sjónum í hvert skipti.
Eftir banaslysið á mánudaginn
setti lögreglan upp gulan borða á
ströndinni svo fólk gætti þess að
fara ekki of nálægt sjónum, því
öldurnar voru mjög stórar þá, en
ferðamenn fóru samt yfir borðann
til að komast inn í hellinn,“ segir
Antonia. Piotr segir ferðamenn
ekki hafa hugmynd um hversu
hættulegt þetta er. Þeir hlaupa
báðir reglulega út í fjöru til að
vara fólk, sem þeim finnst fara
glannalega, við og fá þá oft skít og
skömm fyrir. „Þau koma þá fram
eins og ég ætli að skemma fríið
þeirra. Þau eru í fríi og komu
hingað til að taka mynd, sama
hvað,“ segir Piotr. Þeir eru á því
að það verði bara að treysta fólki
til að taka ábyrgð á sjálfu sér en
það versta sé að það muni aldrei
gera það.
Fáir ferðamenn skoða skiltin
Náttúrufegurðin virðist skyggja á tvö aðvörunarskilti í Reynisfjöru Misjafnt hvort ferðamenn
skoða skiltin eða hafa heyrt af hættunum Sakaðir um að vilja skemma fríið ef þeir vara fólk við
Morgunblaðið/Eggert
Í Reynisfjöru Fjöldi ferðamanna, frá ýmsum löndum, var í Reynisfjöru í gær í fallegu, en köldu, veðri.
Vinahópur F.v. Balazs, Csaba Faix, Thomas og Shila frá Ung-
verjalandi höfðu lesið sér til um hætturnar í fjörunni.
Í fjörunni Ferðamennirnir Ashley Castle frá
Ástralíu og Ryan Lukas frá Englandi.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Kirkjufjara í Dyrhólaey er lokuð
með keðjum og lögregluborða en
miðað við nýleg fótspor í sand-
inum í gær hafa ekki allir virt þá
lokun. Þegar útsendarar Morg-
unblaðsins stoppuðu í Dyrhólaey í
gær virtu allir ferðamenn á staðn-
um lokanir í fjöruna en tveir fóru
yfir keðjur sem afmarka merkta
útsýnisstaði til að láta taka mynd-
ir af sér. Dyrhólaey er friðuð og í
umsjón Umhverfisstofnunar.
Landvörður starfar þar á sumrin
en eingöngu er farið í eftirlits-
ferðir yfir vetrartímann.
Hákon Ásgeirsson, sérfræð-
ingur Umhverfisstofnunar á Suð-
urlandi, segir að farið sé reglu-
lega í eftirlitsferðir í Dyrhólaey
þessa dagana og hann hafi orðið
var við að fólk fari yfir bannborða
og út í fjöru þrátt fyrir slys þar
fyrr í vikunni.
Nú er verið að vinna að leng-
ingu og styrkingu girðingar sem
afmarkar útsýnissvæði og göngu-
leiðir og setja upp nýtt og stærra
aðvörunarskilti. „Við erum að
loka fjörunni alveg núna með því
að lengja girðinguna, hún mun þá
loka hringnum alveg en núna er
opið á einum stað þar sem hægt
er að príla niður,“ segir Hákon.
Langflestir fari eftir reglum á
svæðinu en daglega sé samt alltaf
ákveðinn hópur sem brýtur þær.
Við bannborðann Ferðamaður tek-
ur mynd í Kirkjufjöru.
Bannað Þessir vinir fóru yfir keðju
í Dyrhólaey til að taka myndir.
Fótspor í sandinum
í Kirkjufjöru