Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnarformaður Samtaka upplýs- ingatæknifyrirtækja, segir að það sé ótækt að útboðsferli hins op- inbera taki jafnvel eitt til tvö ár, sérstaklega þegar kemur að tækni- verkefnum. „Nú erum við komin á fullt í fjórðu iðn- byltinguna, með sýndarveruleika, gervigreind og fleiru. Hlutirnir gerast alveg gríðarlega hratt og því gengur það ekki að út- boðsferli hins op- inbera taki jafn- vel eitt til tvö ár að klárast, sérstaklega hvað tækniverkefni varðar. Það er komin alveg ný tækni á markaðinn þegar loksins er búið að ljúka ferlinu,“ segir Ragn- heiður í samtali við Morgunblaðið. Ragnheiður var einn frummæl- enda á fundi Samtaka iðnaðarins í gær um opinber innkaup. „Ef við ætlum að sjálfvirknivæða opinbera þjónustu þá verðum við að flýta okkur til að missa ekki af þessari fjórðu iðnbyltingu.“ Hún segir að innkaupaferlið sé hægt og „lögfræðingasinnað“, ríg- bundið í reglugerðafargan. „Þetta tekur allt gríðarlegan tíma og ég er ekki viss um að við höfum þennan tíma.“ Hún segir að innkaupaferlið sé ekki nógu aðgengilegt fyrir nýsköp- unarfyrirtæki og aðra minni aðila. „Það er ákveðið orðfæri sem menn þurfa að setja sig inn í. Sprota- fyrirtæki hafa engan áhuga á að aðstoða hið opinbera við að leysa þarfir þess, því allt ferlið er svo þungt, erfitt og óskiljanlegt. Við þurfum að opna á samstarf á milli fyrirtækjanna og hins opinbera og hafa þetta á mannamáli. Við þurf- um að hugsa hlutina alveg upp á nýtt.“ Innkaupastjórar einsleitur hópur Á fundinum í gær kom Ragnheið- ur inn á einsleitni innkaupastjóra í stofnunum hins opinbera. „Þetta er rosalega einsleitur hópur. Mjög mikið eldri karlmenn. Það er ekki bara að það vanti konur í þennan hóp, heldur þarf meiri aldursdreif- ingu.“ Á fundinum kom einnig fram að ríkið kaupir árlega vörur og þjón- ustu fyrir rúmlega 90 milljarða króna, en þrátt fyrir það fari minna en helmingur innkaupa ríkisins í gegnum útboð. Á fundinum var jafnframt bent á að árlegur sparn- aður ríkisins gæti numið hátt í 10 milljörðum með breyttu fyrirkomu- lagi í opinberum innkaupum. Theodóra Þorsteinsdóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar og for- maður bæjarráðs Kópavogs, fór á fundinum yfir hvernig opinber inn- kaup í Kópavogi væru virkjuð sem mikilvægt stjórntæki til að auka hagkvæmni og gagnsæi í rekstri bæjarins en þar hefur bókhald bæj- arins verið opnað. Hún sagði að opnun bókhaldsins stuðlaði að bættum stjórnsýsluhátt- um og fleiri útboðum en drægi jafn- framt úr því að stjórnmálamenn hygluðu tengdum aðilum og gæti almennt dregið úr líkum á spillingu. Annar frummælandi, Arnhild Gjönnes, lögmaður systursamtaka Samtaka atvinnulífsins í Noregi, hreifst af opnu bókhaldi Kópavogs. „Þetta mun ég taka með mér til Noregs,“ sagði Gjönnes í samtali við Morgunblaðið, en hún er sér- fræðingur á sviði opinberra inn- kaupa og leiðir þann málaflokk hjá Business Europe, sem eru samtök evrópskra atvinnurekenda. Á fundinum var ennfremur vakin athygli á því að með nýrri Evrópu- löggjöf sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið haust gæfust mörg tæki- færi til betrumbóta, en með henni ættu minni fyrirtæki að geta átt greiðari aðgang að opinberum verk- efnum í gegnum útboð. Tæknin orðin gömul þegar opinbera útboðinu lýkur Morgunblaðið/Styrmir Kári Innkaup Ríkið kaupir árlega vörur og þjónustu fyrir um 90 milljarða króna. Gegnsæið vakti athygli » Minna en helmingur inn- kaupa ríkisins fer í gegnum útboð. » Auðvelda þarf nýsköpunar- fyrirtækjum að taka þátt í opinberum útboðum. Ferlið er ekki nógu aðgengilegt. » Innkaupastjórar í opinber- um stofnunum eru einsleitur hópur og nauðsynlegt er að breyta aldursdreifingunni. » Opið bókhald Kópavogs- bæjar vakti mikla athygli á fundinum og Arnhild Gjönnes hyggst kynna hugmyndina í heimalandi sínu, Noregi.  Stjórnarformaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja gagnrýnir seinagang Ragnheiður H. Magnúsdóttir 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 Lagerhreinsun Bankastræti 12, 101 Reykjavík, sími 551 4007, www.skartgripirogur.is Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 11-17 Gott úrval - gott verð Ásamt fleiri góðum tilboðum Fylgist með facebook síðu okkar Adidas 50% afsláttur Casio 20-40% afsláttur G-Shock 30% afsláttur Certina 30-40% afsláttur Festina 30-50% afsláttur Michael Kors 20-50% afsláttur Raymond Weil 20-40% afsláttur Daniel Wellington 20% afsláttur Morellato 50% afsláttur Silfurskartgripir 20-50% afsláttur 13. janúar 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.99 114.53 114.26 Sterlingspund 139.8 140.48 140.14 Kanadadalur 87.22 87.74 87.48 Dönsk króna 16.281 16.377 16.329 Norsk króna 13.384 13.462 13.423 Sænsk króna 12.74 12.814 12.777 Svissn. franki 112.87 113.51 113.19 Japanskt jen 0.9967 1.0025 0.9996 SDR 153.84 154.76 154.3 Evra 121.06 121.74 121.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.6558 Hrávöruverð Gull 1206.65 ($/únsa) Ál 1757.0 ($/tonn) LME Hráolía 53.8 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Velta á milli- bankamarkaði með gjaldeyri jókst á síðasta ári um 42% frá árinu á undan. Hlutur Seðlabankans í við- skiptunum var 55% og keypti bankinn gjaldeyri af viðskiptavökum fyrir 386 milljarða króna á árinu. Gjaldeyrisforði Seðla- bankans jókst um 163 milljarða króna og nam í árslok 815 milljörðum. Svar- aði gjaldeyrisforðinn til 34% af vergri landsframleiðslu og dugði fyrir innflutn- ingi á vörum og þjónustu í 11 mánuði. Í tilkynningu frá Seðlabankanum seg- ir að framan af ári hafi bankinn keypt gjaldeyri með það einkum að markmiði að koma gjaldeyrisforða í æskilega stærð í aðdraganda almennrar losunar fjármagnshafta. Eftir að það markmið náðist vó þyngra að draga úr sveiflum í gengi krónunnar. Forðinn dugar fyrir 11 mánaða innflutningi Forði Kominn í þriðjung af VLF. STUTT Hagnaður Haga nam 874 milljónum króna á þriðja fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins, en hann nam 845 millj- ónum á sama tímabili árið á undan. Þriðji fjórðungur fjárhagsárs Haga er frá september til nóvember. Hagnaður Haga á fyrstu níu mán- uðum fjárhagsársins, þ.e.a.s. frá mars til nóvember, nam liðlega 3,0 milljörðum króna og var 5,1% af veltu. Vörusala fyrstu níu mánuðina nam 59,7 milljörðum króna og var sölu- vöxtur 4,3% á tímabilinu. Framlegð nam 14,9 milljörðum króna og var 24,9%, samanborið við 24,5% á sama tímabili árið á undan. Hagnaður Haga fyrir afskriftir, fjármangsliði og skatta (EBITDA) var 4,6 millj- arðar króna frá mars til nóvember. EBITDA-framlegð var 7,7%, saman- borið við 7,2% árið á undan. Heildareignir Haga-samstæðunn- ar námu 30,8 milljörðum króna í lok nóvember og þar af voru fastafjár- munir 17,2 milljarðar. Eigið fé var 16,4 milljarðar króna í lok tímabils- ins og var eiginfjárhlutfall 53,3%. Handbært fé frá rekstri á tíma- bilinu nam 4,0 milljörðum króna. Handbært fé Haga í lok nóvember nam liðlega 3,0 milljörðum króna. Í tilkynningu Haga til Kauphallar kemur fram að drög að uppgjöri des- embermánaðar, sem er veltumesti mánuðurinn hjá félaginu, liggi fyrir og að niðurstaðan sé sambærileg fyrra ári. Horfur næstu mánaða séu í takti við áætlanir, sem gera ráð fyrir sambærilegri niðurstöðu og á fyrra ári. Morgunblaðið/Kristinn Verslun Hagar segja niðurstöðu í desember sambærilega og ári fyrr. Hagar hagnast um 874 milljónir  Handbært fé 3 milljarðar í lok nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.