Morgunblaðið - 13.01.2017, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
✝ Kristján Egils-son fæddist í
Reykjavík 31. des-
ember 1942. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 5. janúar
2017.
Foreldrar hans
voru hjónin Egill
Kristjánsson stór-
kaupmaður, f. í
Hliði á Vatnsleysu-
strönd 26. apríl 1909, d. 5. júlí
1981, og Anna Margrjet Þuríður
Ólafsdóttir Briem húsfreyja, f. í
Viðey 24. desember 1912, d. 12.
ágúst 1994. Bróðir Kristjáns er
Ólafur, f. 20. ágúst 1936.
Kristján kvæntist 4. septem-
ber 1965 Margréti Ósk Sig-
ursteinsdóttur kennara, f. 5.
mars 1945, dóttur Sigursteins R.
Árnasonar húsa- og húsgagna-
smíðameistara, f. 19. desember
1905, d. 30. júlí 1998, og konu
hans Sigríðar Ólafsdóttur hús-
freyju, f. 4. ágúst 1911, d. 23.
mars 2004. Þau Kristján og
Margrét eignuðust tvær dætur
sem eru: 1) Anna Sigríður við-
skiptafræðingur, f. 20. sept-
ember 1967, sambýlismaður
Magnús Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri, f. 16. maí 1963.
Dætur hennar eru Margrét
Mist, f. 13. júlí 1996, Ragnheiður
Sóllilja, f. 7. mars 1999, og Snæ-
fríður Blær, f. 22. febrúar 2001.
2) Ásta lögfræðingur, f. 21. maí
manna (FÍA) 1979, 1980, 1989,
1990, 1995-1998, hafði þá áður
setið í stjórn sem gjaldkeri og
meðstjórnandi 1969-1973 og
varaformaður 1976 og 1977.
Hann sat í trúnaðarmannaráði
og samninganefndum í fjölda
ára, einnig starfsráði FÍA og
Flugleiða, samstarfsnefndum
sömu aðila og í Öryggisnefnd
FÍA, m.a. sem formaður þeirrar
nefndar. Fulltrúi í Samtökum
Evrópuflugmanna (Europilote)
1974-1985. Sótti nokkur ársþing
Alþjóðasamtaka flugmannafé-
laga (IFALPA). Starfaði í Flug-
ráði um skeið sem varamaður
1985-1995. Var skipaður af sam-
gönguráðherra í nefnd til að
annast skipulag og samræm-
ingu aðgerða til varnar flug-
ránum 1978-1984 og í nefnd til
að vinna að tillögugerð um
framkvæmdir í flugmálum
1984-1986. Í stjórn Eft-
irlaunasjóðs atvinnuflugmanna
um árabil til æviloka. Í stjórn
Flugminjasafns Egils Ólafs-
sonar að Hnjóti 1994-2000. Auk
starfa að málefnum stéttar sinn-
ar sat Kristján einnig m.a. í
sóknarnefnd Neskirkju í nokkur
ár. Þau Kristján og Margrét
bjuggu fyrst í stað á Seltjarnar-
nesi, en lengst af við Einimel í
Reykjavík og loks nú síðustu ár-
in að Efstaleiti í Reykjavík. Þá
reistu þau sér fyrir mörgum ár-
um sumarbústað austanfjalls í
landi Lækjar á Rangárvöllum
þar sem þau dvöldu oft.
Útför Kristjáns fer fram frá
Neskirkju í dag, 13. janúar
2017, klukkan 13.
1971, sambýlis-
maður Bragi Gunn-
arsson lögfræð-
ingur, f. 1. janúar
1964. Börn hennar
eru Kristján Eldur,
f. 18. desember
1996, og Eva Sól-
dís, f. 13. mars
2003.
Kristján ólst upp
við Skólavörðuholt-
ið, gekk í Miðbæj-
arskólann og lauk versl-
unarprófi frá Verzlunarskóla
Íslands 1961. Hann hóf flugnám
við Flugskólann Þyt 1962 og
lauk þaðan atvinnuflugmanns-
prófi 1964, próf í loftsiglinga-
fræði tók hann 1963 frá skóla
Skapta Þóroddssonar; meðfram
náminu var hann flugaf-
greiðslumaður hjá Loftleiðum
hf. Að flugprófi loknu gerðist
hann flugmaður og flugkennari
hjá Þyt hf, uns hann 1. janúar
1965 réðist til Flugfélags
Íslands hf, síðar Flugleiða/
Icelandair, þar var hann flug-
maður á Douglas DC-3, Fokker
Friendship F-27, Douglas
DC-6B og Boeing 727. Flug-
stjóri varð Kristján í febrúar
1981 og flaug á löngum flug-
stjóraferli m.a. Boeing 737 og
Boeing 757 þotum í hinum sífellt
vaxandi umsvifum Icelandair.
Kristján lét málefni flugmanna
mjög til sín taka, var formaður
Félags íslenskra atvinnuflug-
Í dag er kvaddur mætur mað-
ur, Kristján tengdafaðir minn,
sem lést nú í ársbyrjun eftir erf-
iða sjúkdómslegu. Kristján var
hár maður og glæsilegur, með
hæglátt fas og þægilega nærveru.
Mannkostir hans duldust engum
sem honum kynntust. Þar fór
heilsteyptur, traustur og sann-
gjarn maður í öllu því sem hann
tók sér fyrir hendur. Hann var
ráðagóður, örlátur og einstaklega
bóngóður og ósérhlífinn þegar
kom að því að leggja öðrum lið.
Átti það jafnt við um góð ráð og
leiðbeiningar, lán á öllu mögulegu
hvort heldur það var bíll, veiði-
græjur eða verkfæri eða hvers
konar viðvik – hjálpsemi hans og
örlæti voru fá takmörk sett.
Kristjáns verður ekki minnst
nema getið sé sérstaklega um
samband hans og eftirlifandi eig-
inkonu hans Margrétar, tengda-
móður minnar. Þau kynntust sem
unglingar og voru ástfangin og
óaðskiljanleg frá þeim tíma, í
rúma hálfa öld. Þar sem annað
þeirra fór mátti nánast ganga að
því vísu að hitt væri skammt und-
an. Þau voru sem eitt í sérhverju
því sem þau tóku sér fyrir hend-
ur. Í mínum huga eru þau ímynd
fyrirmyndarhjóna.
Kristján var farsæll flugmaður
og flugstjóri hjá Flugfélagi Ís-
lands og síðar Flugleiðum og Ice-
landair. Flugmál voru hans helsta
áhugamál og starfaði hann lengi
að félagsmálum starfsstéttar
sinnar og var valinn þar til ýmissa
trúnaðarstarfa. Þar hygg ég að
hans helstu persónueinkenni hafi
nýst vel, þ.e. heiðarleikinn, rétt-
sýnin og hæfileikinn til að standa
vörð um grundvallaratriði. Hann
var sanngjarn prinsippmaður –
og slíkir menn eru því miður allt
of fágætir.
Kristján var laghentur og nut-
um við Ásta oft góðs af því. Þegar
við festum kaup á húsinu okkar
við Hringbraut fóru mörg hand-
tök í endurbætur á húsinu og er
mér sérstaklega minnisstæður
dugnaður tengdaforeldra minna
og hagleikur þeirra beggja. Það
skipti engu hvort Kristján tók sér
hlutverk málara, múrara, pípara
eða smiðs, allt var unnið af alúð
og vandvirkni þannig að lærðir
iðnaðarmenn væru stoltir af.
Þegar leið að starfslokum
Kristjáns reistu þau hjón sér
sumarbústað á Rangárvöllum,
þar sem Hróarslækur á upptök
sín undan hraunbreiðu Heklu. Í
sveitinni undu þau sér vel og
ræktuðu sinn garð vel sem endra-
nær, en ég hygg að þar hafi þau
gróðursett á annan tug þúsunda
trjáplantna.
Með tengdaföður mínum er
genginn heiðursmaður og fyrir-
mynd sem kvaddi allt of snemma.
Eftir lifir minning um vænan
mann sem gerði fólkið í kringum
sig betra. Söknuður okkar sem
eftir stöndum er mikill og er hug-
ur minn nú ekki hvað síst hjá eft-
irlifandi eiginkonu Kristjáns –
hennar missir er mestur.
Bragi Gunnarsson.
Kveðja frá Félagi íslenskra
atvinnuflugmanna FÍA
Fallinn er frá einn helsti bar-
áttumaðurinn í kjara- og rétt-
indamálum íslenskra atvinnuflug-
manna eftir harða viðureign við
illvígan sjúkdóm. Kristján Egils-
son var ávallt með hugann við fé-
lagsmálin og hagsmunabaráttu
flugmanna fyrir utan að sinna
starfi sínu sem flugstjóri hjá Ice-
landair með sóma.
Hann var ráðinn flugmaður hjá
Flugfélagi Íslands, síðar Flug-
leiðum og Icelandair, árið 1965 og
starfaði fyrir það félag til ársins
2006 þegar hann lét af störfum.
Kristján var formaður FÍA í
samtals átta ár á árunum 1979-
1999. Hefur enginn gegnt því
embætti í fleiri ár í sögu FÍA.
Jafnframt sinnti hann öðrum
stjórnarstörfum í FÍA í fjögur ár
á áttunda áratugnum, þar af vara-
formennsku í tvö ár. Fjölmörgum
öðrum störfum gegndi hann einn-
ig fyrir stéttarfélagið og hafði set-
ið í stjórn Eftirlaunasjóðs FÍA
frá 2010. Það má því með sanni
segja að FÍA hafi skipað stóran
sess á ævi Kristjáns og vann hann
af dugnaði og elju óeigingjörn
störf í þágu félagsmanna.
Á 60 ára afmæli FÍA árið 2006
var Kristján gerður að heiðurs-
félaga fyrir áralanga baráttu sína
fyrir hagsmunum íslenskra at-
vinnuflugmanna.
Kristján var hæverskur í fasi
og lá lágt rómur. Þægilegur í um-
gengni og kurteis en harður í
horn að taka ef svo bar undir. Var
sanngjarn og réttsýnn en gat ver-
ið dómharður um andstæðinga
sína í kjaramálunum með réttu
eða röngu.
Hann hafði mikinn stuðning í
eiginkonu sinni, Margréti. Allur
þessi tími sem fór í félagsstörfin
og samfara því fjarveru frá fjöl-
skyldunni auk þess að sinna fullu
starfi sem flugstjóri hlýtur að
hafa reynt á. Þau voru hins vegar
mjög samrýnd og hún stóð þétt
við bakið á honum í þessum verk-
efnum.
Ég vil fyrir hönd Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna votta
fjölskyldu Kristjáns innilega
samúð. Við íslenskir atvinnuflug-
menn eigum honum mikið að
þakka. Blessuð sé minning hans.
Örnólfur Jónsson,
formaður FÍA.
Við Kristján vorum samstarfs-
félagar í hartnær 20 ár og tengd-
umst betur sem árin liðu, sér í
lagi eftir sameiginlega stjórnar-
setu í Eftirlaunasjóði FÍA síðast-
liðin sjö ár.
Hann kom mér strax fyrir
sjónir sem traustur, yfirvegaður
og heiðarlegur einstaklingur og
eftir því sem vinskapur okkar
jókst varð mér ljóst að þetta voru
einmitt þeir eiginleikar sem
Kristján hafði að geyma. Kristján
var einnig hæverskur og kurteis,
lét ekki raska ró sinni en hafði þó
ákveðnar skoðanir og kunni vel
að koma þeim á framfæri á sinn
einstaka hátt. Hann var einstak-
lingur sem ég leit upp til og það
var gott að leita til hans.
Það er rétt um ár síðan ég fékk
símtal um að Kristján væri orðinn
veikur. Strax var nokkuð ljóst að
þar var við erfiðan andstæðing að
etja sem hafði svo betur að lok-
um. Frá þeim tíma áttum við
mörg góð samtöl, bæði í síma og
heima hjá þeim hjónum í Efsta-
leiti, en þangað var gott að koma
og eiga góða stund. Kristján tók
veikindum sínum af hógværð og
var ávallt yfirvegaður og ræðinn,
þótt dregið hafi af honum með
tímanum.
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast Kristjáni og votta ég
Margréti, Önnu Siggu, Ástu og
fjölskyldum þeirra dýpstu samúð
mína og bið Guð að vaka yfir þeim
á þessum erfiðu tímum.
Sturla Ómarsson,
stjórn EFÍA.
Eigi má sköpum renna þegar
líkaminn getur ekki meir í barátt-
unni við illvígan sjúkdóm. Ekki
datt mér þó í hug þegar ég heim-
sótti Kristján á líknardeild Land-
spítalans fyrir viku að hans tími
kæmi að kvöldi þess sama dags.
Þegar það svo gerðist flugu
gegnum huga mér margar af
þeim gefandi og skemmtilegu
stundum sem ég hef átt með
Kristjáni, bæði í leik og starfi, oft
í góðra vina hópi en líka með Mar-
gréti og dætrunum á Eini-
melnum.
Þær eru ógleymanlegar gleði-
stundirnar sem við mörg höfum
átt á heimili þeirra hjóna. Þó að
oft hafi mikið verið hlegið og
gleðin risið hátt skynjaði ég, sem
og fleiri, jafnframt þá festu og ró-
semi sem ríkti á þessu heimili.
Þangað var gott að koma.
Það eru ekki ýkjur að Kristján
hafi á árum áður gjarnan verið
mörgum okkar, þá yngri flug-
mönnum Icelandair, sem lærifað-
ir þegar kom að samskipta- og fé-
lagsmálum, jafnt innan hópsins
sem og út á við.
Kristján þreyttist aldrei á að
ræða við og leiðbeina okkur sam-
starfsmönnum sínum varðandi
hin ýmsu málefni sem upp komu
og taka þurfti afstöðu til, en hann
var formaður FÍA stéttarfélags
atvinnuflugmanna til margra ára.
Þannig öðlaðist hann óskipta
virðingu meðal okkar flugmanna
sem og yfirmanna og viðsemj-
enda atvinnurekenda okkar.
Hann var rökfastur og gat verið
fastur fyrir, en ætíð sanngjarn
gagnvart öðrum.
Ég er forsjóninni þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast og
vera samferðamaður Kristjáns
um nær fjögurra áratuga skeið.
Kæra Margrét, Anna Sigríður,
Ásta og fjölskyldur ykkar. Það er
einlæg von mín að allar góðu
stundirnar og minningarnar um
þann trausta og heilsteypta eig-
inmann og föður sem Kristján
var, veiti ykkur styrk og huggun í
sorg ykkar.
Blessuð sé minning góðs fé-
laga.
Tryggvi Baldursson.
Kær vinur er horfinn, allt of
snemma, eftir tæplega árs bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Erfið
leið lá inn og út af sjúkrahúsum.
Hann háði þetta stríð ekki einn.
Magga æskuvinkona mín studdi
hann alla leið og vék varla frá
honum. Hún annaðist hann af
natni og þolinmæði.
Árin, sem við höfum þekkst,
eru orðin ansi mörg. Fyrstu
kynni voru þegar nokkrar
Kvennaskólastúlkur létu sér
detta í hug að fara í útilegu til
Þingvalla.
Þegar búið var að drösla tjald-
inu niður að vatni, kom í ljós að
tjaldhælarnir höfðu orðið eftir
heima. Piltar, sem höfðu fengið
sömu hugmynd, komu okkur til
bjargar og reyndust sannir ridd-
arar. Kiddi var einn þeirra. Hár,
grannur og ljúfur, eins og hann
hefur alltaf verið. Kynni voru
endurnýjuð í dansskóla Her-
manns Ragnars. Þar var Keli
minn einnig mættur. Hann og
Kiddi könnuðust hvor við annan.
Þeir höfðu alist upp nálægt hvor
öðrum á Skólavörðuholtinu og
stunduðu báðir nám í Versló.
Smám saman þróaðist samband
Kidda og Möggu í hjónaband.
Heimili vina okkar hefur alltaf
verið hlýlegt og fallegt, þar sem
handtök þeirra og smekkvísi vega
þungt. Bæði voru laghent og sam-
taka. Ef eitthvað þurfti að bæta
eða laga hjá fjölskyldunni lágu
þau ekki á liði sínu. Þau eignuðust
tvær yndislegar stúlkur, Önnu
Siggu og Ástu og fimm barna-
börn.
Kiddi var farsæll flugmaður og
flugstjóri. Hann var mikils met-
inn af félögum sínum, sem
treystu honum fyrir formennsku í
félagi sínu og stjórnarsetu í líf-
eyrissjóði flugmanna. Hann
gegndi fleiri trúnaðarstörfum,
sem tengdust flugi. Hann var
gerður að heiðursfélaga í Félagi
íslenskra atvinnuflugmanna.
Hjónin reistu sér sumarhús á
Rangárvöllum og hófu þar skóg-
rækt. Þau komu miklu af plöntum
til sjálf og eru nánast búin að full-
planta í landið.
Lífið er undarlegt ferðalag.
Það kemur og fer, með gleði og
sorg. Við geymum góðar minn-
ingar, sem ylja okkur um hjarta-
rætur. Almættið vakir yfir öllum
og breiðir út sinn huggandi faðm.
Megi þið, Magga mín, og fjöl-
skyldan öll finna þar frið og hugg-
un.
Við þökkum Kidda fyrir árin
öll.
Innilegar samúðarkveðjur.
Ása og Þorkell.
Ég man fyrst eftir Kristjáni
koma gangandi niður með Vall-
arbraut 4, ungur nágranni okkar
flugmaðurinn, rétt hálfþrítugur.
Þau Margrét voru nýflutt inn í
húsið hálfkarað eins og þá tíðk-
aðist. Þarna á lóðinni, sem líktist
frekar vígvelli en húsalóð, rétti
hann mér pakka. Þetta var sum
sé flugmódel, sem ég átti eftir að
setja saman. Flugvélin sú varð
ekki langlíf, margvíslegar flug-
prófanir sáu til þess, en ég fékk
flugdellu.
Árin liðu og smátt og smátt
kláruðu fjölskyldurnar á efri og
neðri hæð húsið, garðinn, bílskúr
og viðbyggingu.
Þessi tími samvinnu, sam-
gangs fjölskyldna og stundum
þrælapúls, að mér unglingnum
fannst, var gefandi.
Kristján byrjaði snemma að
starfa fyrir FÍA, þetta tók mikinn
tíma og oftast var hann í símanum
ef ég leit við. Flugmenn virtust
hafa mikla þörf til að tjá sig, þá
var og er vissara fyrir formann að
hlusta!
Kristján var fyrir sína kynslóð
sem og mína einskonar samnefn-
ari fyrir FÍA og það sem félagið
stendur fyrir. Fyrir störf sín í
þágu félagsmanna var hann gerð-
ur að heiðursfélaga FÍA.
Þegar ég dembdi mér út í
félagsmál FÍA vorum við Krist-
ján langoftast sammála um stefnu
og aðferðir, en ekki alltaf. Þá
reyndi á áratuga vináttu og hon-
um sjálfsagt fundist eggið vera
farið að kenna hænunni. En eins
og hans var von og vísa erfði
Kristján það ekki við mig.
Það er lukka mín að hafa frá
barnsaldri umgengist Kristján.
Hann var fyrirmynd mín og
margra annarra í félagsmálum og
helsta ástæða þess að ég hef feng-
ið að taka þátt í þessu ævintýri
sem flugið er.
Margrét, Anna Sigga og Ásta,
innilegustu samúðarkveðjur,
takk fyrir mig.
Franz.
Kristján Egilsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGURLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR
ljósmóðir,
Hofakri 7, Garðabæ,
sem lést fimmtudaginn 5. janúar, verður
jarðsungin frá Garðakirkju, Álftanesi, föstudaginn 13. janúar
klukkan 15.
.
Ásgeir Valhjálmsson,
Gísli Ásgeirsson, Karen Þórólfsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUTTORMUR SIGBJARNARSON
jarðfræðingur,
Skaftahlíð 8, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum 10. janúar.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. janúar
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim
sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Landverndar.
.
Áslaug Kristjánsdóttir,
Anita Oddsdóttir,
Hjörleifur Guttormsson, Erna Jónasdóttir,
Margret Guttormsdóttir,
Þóra Hafsteinsdóttir, Vigfús Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA H. SVEINBJÖRNSDÓTTIR
ljósmóðir,
Njarðarvöllum 2,
Reykjanesbæ,
andaðist aðfaranótt 9. janúar á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Nesvöllum. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði
fimmtudaginn 19. janúar klukkan 13.
.
F.h. aðstandenda,
Sigríður Hvanndal Hannesdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Hofi á Eyrarbakka,
lést 9. janúar.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 17. janúar klukkan 13.
.
Ásta, Svala, Kristjana og Þorvaldur Ólafsbörn,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.