Morgunblaðið - 13.01.2017, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf.
verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar
2017, kl. 14:00 í húsnæði félagsins að
Völuteig 6 í Mosfellsbæ.
Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt
15. grein samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar til handa félags-
stjórntil kaupa á eigin hlutabréfum.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi
á skrifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir
aðalfund hluthöfum til sýnis.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í
Mosfellsbæ á fundardag.
Mosfellsbæ 11. janúar 2017.
Stjórn ÍSTEX hf.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, bingó kl.13.30.
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16, opið innipútt kl. 11-12, opið hús
kl. 13-16, bókabíllinn, kemur við Árskóga 6-8, kl. 16.15-17.
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9. Línudans fyrir byrjendur kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi kl. 10. Komið og fáið ykkur kaffi í
góðum félagsskap, fréttaklúbbur kl. 10.40, rætt um helstu fréttir og
málefni líðandi stundar, allir velkomnir. Hægt er að fá nánari upplýs-
ingar um dagskrá félagsmiðstöðvarinnar í síma 535-2760.
Bólstaðarhlíð 43 Botsía kl. 10.40, bókband með Jean kl. 13-16, laus
pláss í bókbandi, allir velkomnir. Hringið í síma 535-2760 til að skrá
ykkur, kaffihús frá 14.30-15.30 og bókabíllinn er á svæðinu kl. 14.30-
15.30. Verið öll velkomin.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Félagsmiðstöðin Lindargötu 59 / Vitatorg Handavinna og kaffi-
spjall í vinnustofu kl. 10-12, bingó kl.13.30-14.30. Allir hjartanlega vel-
komnir. Athugið að á Vitatorgi er hádegisverður alla daga kl. 11.30 -
12.30 Kaffiveitingar alla virka daga kl. 14.30-15.30. Vefslóðir: http://rey-
kjavik.is/stadir/lindargata-59-felagsstarf http://reykjavik.is/thjo-
nusta/heimsendan-mat-og-hádegisverð.
Garðabær Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16, vatns-
leikfimi kl. 8, 8.50 og 13, félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá
Litlakoti kl. 12.20 ef óskað er, frá Hleinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7 kl.
12.40 og til baka að loknum spilum.
Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 glervinnu-
stofa með leiðbeinanda, kl. 10-12 prjónakaffi, kl. 10-11 leikfimi göngu-
hóps - stafaganga, kl. 13-16 bókband með leiðbeinanda, kl. 13-15
kóræfing.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 14 eftirmiðdagsdans
með Heiðari.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í kaffi kl.
9–10.30, opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–12, útskurður kl. 9.
Morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10-11, hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9, 10 og 11,
morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Klukkan 13.30 kemur fram-
sagnarhópur undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikkonu og verður með
með upplestur úr verkinu ,,Sálin hans Jóns míns´´ allir velkomnir,
kaffisala kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, frjáls tími í Listasmiðju frá
kl. 9-12, thai chi kl. 9, botsía kl. 10.15, myndlistarnámskeið hjá
Margréti Zóphoníasd. kl. 12.30, sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30,
Hæðargarðsbíó kl. 15. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og
búsetu. Nánar í síma 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð Línudans í Kópavogsskóla kl. 18 framhald 3.
stig og framhald 2. stig kl. 19.
Korpúlfar Brids kl. 12.30 í dag í Borgum, hannyrðahópur Korpúlfa kl.
12.30 í dag í Borgum, Skapandi skrif með Þórði Helgasyni kl. 13 í dag
í Borgum. Vöfflukaffi kl. 14.30 til 15.30 í Borgum. Góða helgi.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
föstudagsbingó kl. 14. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Kaffi, spjall og blöðin kl. 10, ganga kl. 10,
hádegismatur kl. 11.30 og botsía kl. 13. Á föstudögum er opið kl. 10-14
í Selinu.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, jóga salnum Skólabraut
kl. 11, spilað í króknum kl. 13.30, syngjum saman með Friðriki og Ingu
Björgu í salnum á Skólabraut kl. 14.30.
Stangarhylur 4, Dansað sunnudagskvöld 15. janúar kl. 20-23,
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
Vesturgata 7 Enska kl. 10-12 Peter R.K.Vosicky, sungið við flygilinn
kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson, kaffiveitingar kl. 14-14.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Til sölu
Óska eftir
Staðgreiðum og lánum út á: gull,
demanta, vönduð úr og málverk!
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu
núna og fáðu tilboð þér að kost-
naðar-lausu! www.kaupumgull.is
Opið mán.– fös. 11–16.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 782 8800
Þjónusta
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Uppl. í s: 788 8870 eða
murumogsmidum@murumogsmidum.is
Múrum og smíðum ehf
Ýmislegt
LAGERHREINSUN
40-70% AFSLÁTTUR
AF SKÓM Á KONUR
OG KARLA
Laugavegi 178
Sími 551 2070.
Opið mán.–fös. 10–18,
opið 10–14 laugardaga.
Sendum um allt land
Erum á Facebook.
Til leigu
Til leigu
50 fermetrar í Vesturbergi, jarðhæð,
sér inngangur. Innifalið í leigu raf-
magn og hiti. Langtímaleiga
kr. 130.000. Við gerð leigusamnings
þarf að greiða fyrsta og síðasta
mánuð leigunnar + 50.000 tryggingu
vegna skemmda.
Senda póst osbotn@gmail.com
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Sigrún Hauks-dóttir fæddist í
Garðshorni í Kinn
30. desember 1927.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Greni-
lundi á Grenivík 2.
janúar 2017.
Hún var dóttir
hjónanna Hauks
Ingjaldssonar og
Nönnu Gísladóttur
og ólst upp hjá
þeim í Garðshorni. Hún var
fimmta í röð sex systra, en þær
eru í aldursröð: Ásta, Þorgerð-
ur, María og Helga, sem eru
látnar, og Inga, búsett á Kambs-
stöðum í Ljósavatnsskarði. Sig-
rún giftist 25. desember 1959
Friðfinni Jósefssyni frá Húsa-
vík, f. 12. desember 1936, d. 6.
maí 2001. Kjörsonur þeirra er
Þröstur, f. 26. ágúst 1961,
kvæntur Elínu Sigurðardóttur,
f. 9. október 1960. Börn þeirra
eru; Íris Björk, Atli Freyr, Ívar
Örn og Friðfinnur Már, barna-
börn þeirra eru fjögur.
Sigrún ólst upp við almenn
sveitastörf, lauk fullnaðarprófi
og síðar stundaði hún nám við
Héraðsskólann á
Laugum einn vetur.
Hún vann við bú
foreldra sinna í
Garðshorni fram á
þrítugsaldurinn,
þar sem hún sinnti
útiverkum ekki síð-
ur en inni. Hélt þá
suður, vann ýmis
störf í Reykjavík og
á vertíð í Vest-
mannaeyjum. Þau
Friðfinnur bjuggu fyrst um tíma
í Garðshorni og sinntu bústörf-
um en frá 1963 bjuggu þau á
Húsavík. Þar vann Sigrún m.a.
við síldarsöltun og saumastörf
en lengst í þvottahúsi sjúkra-
hússins, sem hún veitti forstöðu
um árabil þar til hún hóf töku
lífeyris. Sigrún tók þátt í félags-
störfum í Kvenfélagi Húsavíkur,
söng í kvennakórnum Lissý og
kór aldraðra. Jafnréttismál
voru henni hugleikin og vann
hún einarðlega að framgangi
kvenna í stjórnmálum.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 13. jan-
úar 2017, klukkan 14.
Hún var viðstödd fæðingu
mína hún Día, eins og ég kallaði
Sigrúnu sem ég verð að kveðja
núna í byrjun árs. Og ég er ekki
tilbúin til þess og verð aldrei. Að
kveðja þá sem ég elska, þeir fara
alltaf, alltof snemma. Og það
gerðir þú, Día mín, sem varst
mér sem guðmóðir allt líf mitt.
Ég ein mátti ætíð kalla þig Díu og
þú varst eina manneskjan sem
hafðir skoðun á persónu minni
strax við fæðingu mína, já, það
var auðvelt að elska þig. Þú varst
svo einlægur og traustur vinur en
mættir sjálf oft miklu mótlæti
fyrir að fæðast sem stelpa eins og
við gerum svo margar. Þú varst
því ekki bara jafnréttiskona í
orði, heldur líka á borði. Eins og
þú sagðir sjálf. Nokkurs konar
leiðtogi og slíkt fólk hefur oft
engan fyrir sig, sér til stuðnings
er haustar að hjá því sjálfu. Þú
varst í svo allt öðru hlutverki í lífi
okkar flestra. Mig passaðir þú
sem au pair á heimili foreldra
minna á Þórðarstöðum og oft bjó
ég hjá þér tímunum saman á
Húsavík. Þitt heimili var líka
mitt. Ég fór ung í neyslu og þá
hafðir þú nógan kjark og þor til
að skipta þér af því. Þú varst svo
oft í slíku hlutverki, að tala þar
sem aðrir þögðu, eða vinna þar
sem aðrir gerðu ekkert! Já, líka í
lífi systra þinna. Þú varst í erfiðri
vinnu, ung heima í sveitinni, þú
varst svo sterk og hraust. Ég var
svo montin af þér, þú keyrðir bíl
sem fáar konur gerðu þá og
reyktir, hvað sem öðrum fannst.
Þú þurftir ekkert lófaklapp fyrir
hvert orð þitt eða skref, þú varst
þú sjálf með stæl. Ég gat alltaf
treyst því. Og er ég missti börnin
mín frá mér mættir þú heima hjá
mér á Langholtsveginum, þótt
enginn annar þyrði það. Þú varst
ekkert smáflott þá, með hatt, og
þú varst komin til að snúa lífi
mínu aftur til sigurs, já, þótt ég
væri stúlka, ómenntuð verkakona
í AA-samtökunum. Sem sumum
þykir fínt að ráðast á, ef enginn
karlmaður er til að verja þær. Og
þú hættir ekki fyrr en þú fékkst
mig til að borða á ný. Ég fæ tár í
augun er ég hugsa um þennan
tíma. Og þú mættir líka í Dreka-
vog til að hjálpa mér til að hefja
störf mín sem dagmóðir aftur,
hvernig sem á mig hafði verið
ráðist. Þú gafst mér ekki bara trú
á mig á ný, heldur allt lífið
sjálft … Örlögin voru þér oft
hörð, þér eða ykkur Finna varð
aldrei barna auðið en samt áttuð
þið börn já, ekki bara hann Þröst
okkar, heldur fleiri, alla vega
mig. En samt skildu fáir sorg
mína betur en þú er ég missti
fjögur lifandi börn mín frá mér, 8,
9, 13 og 14 ára vegna upploginna
sagna um ástarsamband mitt við
erlendan mann sem aldrei hefur
sést. Og barátta mín varð barátta
þín líka. Börnin mín minnast þín
sérstaklega. Síðast í sumar sat ég
hjá þér á Húsavík, við áttum svo
góðan dag saman. Vorum að leika
okkur stelpurnar á Safninu og
skoða málverk. Við hlógum eins
og við gerðum líka er þú passaðir
mig eins árs. Svo sungum við
saman afar oft, þú raddaðir svo
fallega alt-rödd, já, bara samdir
hana jafnóðum. Líka fyrir systur
þínar, þér var svo margt gefið af
hæfileikum. Oft fannst mér þú
vita alla skapaða hluti. Og ég
þakka Guði fyrir hlutverk þitt í
lífi mínu og vonandi ertu núna að
radda gömlu lögin með systrum
þínum í englakórnum ykkar á
himnum. Þeim Ástu, Doddu,
mömmu og Helgu. Kannski er afi
að spila undir á fiðlu, já, eða Ásta
á orgelinu eins og þegar þú varst
barn í Garðshorni og amma syng-
ur með. Og ég er viss um að þú
ert þarna einhvers staðar, eins og
þú ætlaðir þér. Og einn góðan
veðurdag tekur þú á móti mér
aftur, já, aftur til nýs lífs, þá á
himninum.
Megi Guð geyma þig, þangað
til.
Þín dóttir
Guðný María Arnþórsdóttir.
Sigrún
Hauksdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar