Morgunblaðið - 13.01.2017, Page 34

Morgunblaðið - 13.01.2017, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur og fyrrverandi prófastur íReykjavíkurprófastsdæmi vestra, á 70 ára afmæli í dag. Hannvar prestur í Laugarneskirkju í 18 ár. Jón Dalbú starfaði síðan í Gautaborg í þrjú ár og sinnti þar þjónustu við íslenska sjúklinga sem komu m.a. í líffæraskipti. Á þeim tíma stofnaði hann íslenskan söfnuð í Gautaborg og Ósló. Eftir heimkomuna, frá árinu 1998, þjónaði hann í Hallgrímskirkju í 17 ár. Jón Dalbú var enn fremur prófastur í 20 ár. „Það var mjög áhugavert að sinna prófastsstarfinu og kynnast náið því góða starfi sem unnið er í söfnuðum Reykjavíkurborgar. Eftir að ég hætti störfum hjá Hallgrímskirkju 2014 hef ég verið að leysa af hér og þar, á Eyrarbakka og Stokkseyri, í Langholtskirkju, Bústaða- kirkju og Hallgrímskirkju. Núna nýt ég þess að taka það rólega, það er ágætt að slappa aðeins af eftir langt ævistarf. Ég sinni fjölskyldu minni og vinum og les auð- vitað mikið. Ég var að ljúka við síðustu bók Arnaldar og nú er ég á kafi í þykkum doðranti sem heitir Stríðið mikla 1914-1948 og er eftir Gunnar Þór Bjarnason. Það er mikil saga. Einnig nýt ég þess að hlusta á góða tónlist, dvelja í Borgarfirðinum þar sem við eigum lítið sumarhús og hafa rýmri tíma til útivistar og ferðalaga.“ Jón Dalbú hélt upp á afmælið milli jóla og nýárs. „Ein dóttir okkar býr í Noregi með fimm manna fjölskyldu og eitt barnabarnið er í námi úti. Þau komu öll heim um jólin svo við ákváðum að halda smá veislu í tilefni af afmælinu. Í dag verð ég heima en kvöldinu eyði ég á góðum veitingastað ásamt eiginkonunni. “ Eiginkona Jóns Dalbús er Inga Þóra Geirlaugsdóttir, sérkennslu- ráðgjafi og markþjálfi. Börn þeirra eru Árni Geir, Ingibjartur, Heið- rún Ólöf og Margrét, barnabörnin eru þrettán og barnabarnabörn eru orðin tvö. Fjölskyldan Frá vinstri: Árni Geir, Heiðrún Ólöf, Jón Dalbú, Inga Þóra, Margrét og Ingibjartur, saman komin um jólin. Prófastur í Reykja- vík í tuttugu ár Jón Dalbú Hróbjartsson er sjötugur í dag S igrún Eðvaldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 13.1. 1967 en ólst upp í Faxatúni í Garðabæ. Hún gekk í Flataskóla. Sigrún lærði á fiðlu í Barnamúsík- skólanum hjá Gígju Jóhannsdóttur, síðan í eitt ár hjá Rut Ingólfsdóttur í Tónlistarskóla Reykjavíkur, síðan hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og útskrif- aðist með einleikarapróf 1984. Hún hélt síðan í Tónlistarháskólann The Curtis Institute of Music í Fíladelfíu 1988 þar sem hún hlaut Bachelor- gráðu í fiðluleik eftir nám hjá Jascha Brodsky og Jaimee Laredo. Sigrún var á sumarnámskeiðum í Lundi í Svíþjóð 1978-81 og eftir að hafa sigrað í keppni um að leika með Nordiska Ungdomsorkestern var hún valin til þess að leika í heimild- armynd um námskeiðið og lék Rondo Capriccioso, eftir Saint-Saëns, fyrir fiðlu og hljómsveit í beinni útsend- ingu sem sýnd var um gjörvalla Sví- þjóð. Hún tók þátt í sumarnámskeið- inu í Interlochen í Michigan 1981-83 og var konsertmeistari World Youth Symphony Orchestra: „Þar hitti ég fiðlukennarann Almitu Vamos, fyrst Íslendinga, en hún og maður hennar tóku mig undir sinn verndarvæng og undirbjuggu mig fyrir prufuspil inn í tónlistarháskóla ytra. Ég gat alltaf leitað til þeirra hjóna og þau voru mér ómetanleg hjálp og stuðningur.“ Sigrún lék Dvorak-fiðlukonsertinn fyrir hönd Íslands á Young Nordic Soloist útvarpshátíð í Stokkhólmi 1985 og var valin 1986 til að leika á Helsinki Biennale sem var einleik- arahátíð Norðurlanda. Hún tók þátt í Marlboro-tónlistarhátíðinni í Vermont 1985-86, lék Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson sem var skrifað fyrir kennara hennar 1986, lék í Osló á Norrænni samtímahátíð og lék í masterklassa fyrir Isaac Stern á ár- um hennar við Curtis-tónlistar- háskólann. Sigrún hlaut 2. verðlaun í Leopold Mozart-fiðlukeppninni 1987 í Augs- Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari – 50 ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Einbeitni Sigrún er víðfræg og virtur tónlistarmaður sem hefur sópað til sín verðlaunum og viðurkenningum. Fiðlusnillingurinn Systur Sigurlaug og Sigrún. Reykjavík Róbert Leó Hall fæddist 13. janúar 2016 kl. 12.11. Hann vó 3.775 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hulda María Her- mannsdóttir og Davíð Leó Hall. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Ármúli 8, 2. hæð - 108 Reykjavík Sími: 414-4466 - www.draumahus.is Föst söluþóknun - Allt innifalið * 399.900 Föst söluþók - Allt innifalið AnnaTeitsdóttir Nemi til löggildingar 787-7800 Lárus Óskarsson Fasteignasali 823-5050 Ólafur Sævarsson Nemi til löggildingar 820-0303 * * gildir fyrir eignir undir 60.000.000 kr. í einkasölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.