Morgunblaðið - 13.01.2017, Page 38

Morgunblaðið - 13.01.2017, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 –– Meira fyrir lesendur Þorrinn SÉRBLAÐ Eitt og annað sem tengist þorranum verður til umfjöllunar í blaðinu s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 20. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað þorranum PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. janúar. Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsta kvikmynd Guðmundar Arn- ars Guðmundssonar í fullri lengd, Hjartasteinn, verður frumsýnd í ís- lenskum kvikmyndahúsum í dag en hún hlaut fjölda verðlauna á nýliðnu ári og á eflaust eftir að hljóta mörg til viðbótar. Kvikmyndin var forsýnd boðsgestum í Háskólabíói þriðjudag- inn sl. og var ofanritaður þeirra á meðal og hreifst sérstaklega af frammistöðu ungra aðalleikara myndarinnar. Í Hjartasteini er rak- in vináttu- og þroskasaga tveggja drengja á táningsaldri í sjávarþorpi að sumri til. Drengirnir, Þór og Kristján, eru að uppgötva kynhvöt- ina og kynnast ástinni en Kristján áttar sig fljótlega á því að tilfinn- ingar hans í garð Þórs eru eitthvað annað og meira en vinátta. Í mynd- inni er fjallað um það öldurót tilfinn- inga sem einkennir táningsárin, þetta merkilega millistig æsku og fullorðinsára og hversu sársauka- fullt það getur verið að vera öðruvísi en aðrir, skera sig úr fjöldanum. Kvikmyndin var frumsýnd á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum í fyrrahaust og hefur nú verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlotið 17 verðlaun, m.a. á kvikmyndahátíð í Marrakesh í Mar- okkó í desember sl. fyrir bestu leik- ara í aðalhlutverkum, þá Baldur Einarsson og Blæ Hinriksson sem fara með hlutverk Þórs og Kristjáns. Þór er ekki lofthræddur Það er ekki að sjá að þessi vel- gengni og athygli hafi stigið drengj- unum til höfuðs, þar sem þeir sitja pollrólegir á móti blaðamanni og tal- ið berst fyrst að rafmögnuðu atriði í Hjartasteini þar sem Þór er látinn síga niður klettavegg og tína egg nærri Dyrhólaey. Atriði sem er sannarlega ekki fyrir lofthrædda. Blaðamaður spyr hvort einhverjum brellum hafi verið beitt við tökur á því en Baldur segir nei, hann hafi verið látinn síga niður klettinn og tökumaður með. Hann segist hafa verið í tvöföldu sigbelti með varavír innan á kaðlinum þannig að fyllsta öryggis var gætt, eins og gefur að skilja. Beinast liggur við að spyrja hvort hann sé ekki lofthræddur. „Jú, en Þór er það ekki,“ svarar Baldur og minnir spyrjanda á, í fyrsta skipti af nokkrum, að leikari og persóna eru ekki sama manneskjan. Baldur var 13 ára og Blær 14 þeg- ar tökur myndarinnar fóru fram síð- sumars og um haustið 2015. Þeir verða því 15 og 16 ára á þessu ári. Með mikið keppnisskap En hvers vegna sóttust þeir eftir því að leika í myndinni? Baldur seg- ist ekki hafa sóst eftir því, hann hafi verið fenginn í myndatöku fyrir ljós- myndir sem notaðar voru til kynn- ingar á myndinni og seinna beðinn um að koma í leikprufu. Hann segir prufuna hafa gengið illa því hann hafi með engu móti getað reiðst eins og Guðmundur, leikstjórinn, bað um. Blær bætir því við að Guðmund hafi dreymt Baldur og talið að það þýddi að hann yrði að gefa honum annað tækifæri. Og leikstjóranum tókst að draga fram reiðina í Baldri með ráð- leggingum frá móður hans sem benti honum á að drengurinn væri með óhemjumikið keppnisskap. Guð- mundur nýtti sér það. „Hann byrjaði bara að pikka og pota, sagði að ég væri lélegur í handbolta og þá brjál- aðist ég,“ segir Baldur og hlær en hann æfir bæði handbolta og bad- minton. Blær æfir líka handbolta og segist vera með mikið keppnisskap líkt og vinur hans. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort þar sé lykillinn fundinn að góðum leikara. Blær og Baldur þekktust ekki áð- ur en æfingaferlið hófst fyrir tök- ur myndarinnar en þeir segjast strax hafa náð vel saman í leik- prufunum og orðið góðir vinir. Að loknum prufum tók við strangt æfingaferli sem stóð yfir í marga mánuði. Í því hlutu drengirnir leiklistarþjálfun og atriði mynd- arinnar voru æfð. Þegar að tökum kom fengu þeir nokkrar mínútur út af fyrir sig til að komast í kar- akter fyrir hvert atriði. Ímyndun og sár minning En hvernig tókst þeim að vera svona sannfærandi í hlutverkum sínum? Baldur nefnir sem dæmi Raunverulegar tilfinningar  Aðalleikarar Hjartasteins láta athyglina ekki stíga sér til höfuðs AFP Í Marokkó Baldur og Blær á kvikmyndahátíðinni í Marrakesh með verðlaunin sem þeir hlutu sem fyrir leik sinn í Hjartasteini. Breski söngvarinn Paul Phoenix heldur masterklass-námskeið fyrir sönghópa, kammerkóra og kóra í Seltjarnarneskirkju helgarnar 14.- 15. janúar og 21.-22. janúar. Alls munu átta hópar vinna með Phoen- ix. Á morgun og hinn eru það Kvartettinn Barbari, Söngfjelagið Góðir grannar, Sönghópurinn Veir- urnar og Skálholtskórinn, en 21.- 22. janúar vinnur hann með Kvart- ettinum Per se, Fjárlaganefndinni, Spectrum og Dómkórnum. Paul Phoenix hélt sams konar námskeið hérlendis í fyrra og hitt- iðfyrra. Hann var meðlimur breska sönghópsins The King’s Singers 1997 til 2014. „Á hverju ári á þeim tíma söng hann að meðaltali 130 tónleika með hópnum, hélt fjölda söngnámskeiða auk útgáfu fjölda geisladiska. Árin 2009 og 2012 hlaut hópurinn Grammy-verðlaun- in, fyrra árið fyrir plötuna Simple gifts sem The King’s singers gaf út og seinna árið sem gestasöngvarar á plötu tónlistarmannsins Eric Whitacre,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að eftir að Phoenix hætti í The King’s Singers hafi hann helgað sig kennslu á vegum fyrirtæki síns sem nefnist Purple Vocals. „Paul Phoenix hefur gríðarlega mikla reynslu á hinum ýmsu tónlistarstílum auk þess sem hann hefur sungið á fjölda tungu- mála. Það er frábært fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan heims- þekkta listamann til landsins til að miðla af reynslu sinni.“ Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með kennslu hans geta keypt miða á vefnum tix.is en miðar eru einnig seldir við innganginn. Kennt er laugardaga kl. 10-13 og 14-17.30, en sunnudaga kl. 9-10.30 og 13-16. Stök helgi kostar 3.000 kr. en báðar helgar 5.000 kr. saman. Sunnudag- ana 15. og 22. janúar lýkur nám- skeiðinu með tónleikahaldi kl. 17- 19, en aðgangur á þá er 2.000 kr. Phoenix miðlar af reynslu sinni Reynslumikill Paul Phoenix.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.