Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Sköllótt Ragnhildur Steinunn 2. Banaslys á Grindavíkurvegi 3. Stóri vinningurinn fyrndur 4. Grindavíkurvegi lokað … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Boðið verður upp á lifandi karókí á Kex hosteli í kvöld kl. 20. Húsbandið skipa þeir Guðmundur Óskar Guð- mundsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Aron Steinn Ásbjarnarson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson og Örn Eldjárn. Gestir geta valið úr um 100 laga bunka hjá karókí-stjóranum sem verður á svæðinu og er aldrei að vita nema að einhverjir þekktir gesta- söngvarar taki lagið. Lifandi karókí á Kex hosteli í kvöld  „Markaðsfræði og þýðingar – Heimsborgarinn Halldór Kiljan Marie Pierre Lax- ness“ er yfirskrift erindis sem Vil- hjálmur Bjarna- son, alþingis- maður og lektor í viðskiptafræði við HÍ, flytur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag milli kl. 12 og 13. Erindi um markaðs- fræði og þýðingar  Þóra Einarsdóttir sópran verður gestur Tríós Reykjavíkur á hádegis- tónleikum á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.15. Á efnisskránni eru verk eftir Grieg, Ravel, Liszt, Massenet, Duparc og Mozart. Tríóið skipa Guðný Guð- mundsdóttir á fiðlu, Gunnar Kvar- an á selló og Rich- ard Simm á píanó. Aðgang- ur er ókeypis. Þóra syngur með Tríói Reykjavíkur Á laugardag Snýst í suðlæga átt, 3-10 m/s með snjókomu fyrst vestantil, en síðan rigningu einkum um landið sunnanvert. Úr- komulítið fram eftir degi norðaustanlands og minnkandi frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Búast mátti við dálitlum éljum vestanlands á annesjum síðustu nótt. Þykknar upp með vesturströndinni með heldur vaxandi suðaustanátt í kvöld. VEÐUR „Björgvin Páll [Gústavsson] var framúrskarandi góður í fyrri hálfleik, og svo fannst mér Arnar [Freyr Arnars- son] koma mjög vel inn á línuna og í vörninni líka. Miðað við fyrsta leik á stór- móti á hann stórt hrós skil- ið,“ sagði Sverre Jakobs- son, einn álitsgjafa sem Morgunblaðið fékk til að meta frammistöðu Íslands gegn Spáni á HM karla í handbolta í gær. »1 Arnar Freyr á stórt hrós skilið Efstu þrjú liðin í Dominos-deild karla í körfuknattleik lentu í miklum vand- ræðum í gærkvöld og tvö þeirra töp- uðu. Tindastóll steinlá í Norðurlands- slag gegn Þór á Akureyri og Stjarnan beið lægri hlut fyrir ÍR. KR var í basli með Skallagrím en náði að knýja fram sigur eft- ir framleng- ingu. Stjarn- an og KR eru nú jöfn á toppi deildarinnar og Tindastóll tveimur stigum á eft- ir. »4 Toppliðin lentu öll í miklum vandræðum „Við lifum á tilfinningum og ís- lensku geðveikinni og Spánverjarnir fundu ekkert svar við þessu í fyrri hálfleik. Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var geggjuð en því miður náðum við ekki að halda þetta út,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður eftir fyrsta leik Íslands á HM í handbolta í Frakk- landi í gærkvöld. »1 Lifum á tilfinningum og íslensku geðveikinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Landsmenn hafa notið þess að hlusta á Helenu Eyjólfsdóttur syngja opinberlega í um 60 ár, bæði með hljómsveitum á sviði og á plöt- um, en fyrsta eiginlega sólóplata hennar, Helena, kom út á dögunum og verður henni fylgt eftir með út- gáfutónleikum á Akureyri og í Reykjavík í febrúar eða mars. Helena segir að Jón Rafnsson, kontrabassaleikari og eigandi JR Music, hafi hringt í sig fyrir um þremur árum og borið hugmyndina um diskinn undir sig. „Ég tók strax vel í að gefa út disk og úr varð að ég fékk að velja lögin sjálf,“ rifjar hún upp. „Kunningi minn sagði að ég ætti bara að hringja í þessa stráka sem væru að semja lög og biðja þá um að semja fyrir mig. Mér fannst það fráleitt en eftir því sem ég hugsaði málið betur sá ég að þetta var ekki svo vitlaust, fékk lög og valdi úr.“ Helena segir að hún hafi lagt áherslu á að velja gömul, falleg lög og fengið textaskáld til þess að semja texta þar sem þess þurfti. „Þetta tók allt sinn tíma,“ segir hún og er ánægð með árangurinn. Þekktir aðstoðarmenn Á disknum eru 11 lög. „Ég fékk Magnús Eiríksson til þess að semja fyrir mig lag og það fannst mér mjög mikill heiður,“ segir Helena. Jóhann G. Jóhannsson á einnig eitt lag á plötunni, Ingvi Þór Kormáks- son tvö lög eins og Karl Olgeirsson. Þess má geta að lagið „Reykur“ eft- ir Karl og Trausta Örn Einarsson hefur verið í 4. sæti vinsældalista Rásar 2 á Ríkisútvarpinu undan- farnar fjórar vikur eða frá því plat- an kom út. „Ég gerði það sem ég hélt að ég myndi ekki gera aftur, söng lagið „Í rökkurró“ inn á plötuna,“ segir Hel- ena. Ástæðuna segir hún vera þá að áður hafi fjórum lögum verið troðið á tveggja laga disk og fyrir vikið hafi þurft að stytta þau. „Mér fannst það svo snubbótt. Þetta lag hefur fylgt mér alla tíð, ég hef sungið það í gegnum tíðina og eng- inn annar og því ákváðum við að hafa það með í þeim stíl sem það var í í upphafi.“ Karl Olgeirsson út- setti öll lögin og stjórnaði upp- tökum. „Það var mín gæfa,“ segir Helena. „Hann er algjör snillingur, drengurinn.“ Helena byrjaði barnung að syngja. Hún minnir á að dægur- lagaferillinn hafi byrjað um 15 ára aldurinn og við það miði hún. „Ég kom fyrst fram opinberlega á styrktartónleikum á vegum SÍBS í Austurbæjarbíói, söng fyrir hlé með hljómsveit Gunnars Ormslev. Þetta var upphafið, 11 sýningar í Austur- bæjarbíói. Þá kviknaði eitthvað og eldurinn logar enn.“ Söngkonan heldur röddinni vel og hún er þakklát fyrir það. „Ég held áfram að syngja á meðan hún er til staðar,“ segir Helena og legg- ur áherslu á að hún þurfi ekki leng- ur að æfa sig. „Það er alltaf gaman að syngja en ég ætla ekki að syngja inn á annan sólódisk.“ Helena á söngsviðinu í sextíu ár  Fyrsta sólóplatan komin út  Útgáfutónleikar í Reykjavík og á Akureyri Ljósmynd/Sveinn Speight Helena Eyjólfsdóttir Söngkonan kunna hefur sungið með ýmsum hljómsveitum í 60 ár en Helena er fyrsti sólódiskur hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.