Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Page 19

Víkurfréttir - 14.10.2004, Page 19
2004 - 2005 Urvalsdeildin BLAÐAUKI VÍKURFRÉTTA UM ÚRVALSDEILDARLIÐ KARLA Á SUÐURNESJUM GRINDAVIK KEFLAVÍK NJARÐVÍK Það er skemmtilegur vetur framundan í körfuboltanum, Suðurnesjaliöunum er spáð þremur efstu sætunum og íbú- ar á Reykjanesi gera strangar kröfur til sinna manna og heimta Islandsmeistaratitilinn suður með sjó. Alls hafa Suðumesjaliðin Grindavík, Keflavík og Njarð- vík unnið samtals 20 Islands- meistaratitla frá árinu 1952 og aragrúann allan af bikarmeist- aratitlum og öðrum minni verðlaunum. Gaman verður að fylgjast með baráttunni í vetur og sér í lagi þegar Suður- nesjaliðin heygja sínar hatrömmu baráttur innbyrðis. Teitur,Alli Óskars, Gummi Braga og margir aðrir frábær- ir leikmenn hafa komið skón- um, sem spiluðu ófáa stórleik- ina, á hilluna og yngri menn hafa tekið við. Það verður virkilega gaman að fylgjast með ungu leikmönnum skapa sér nafn og setja sitt strik í körfuboltareikninginn. Barátt- an verður mikil og flest liðin í deildinni leggja allt kapp á það að sigra Suðurnesjaliðin enda eru þau, og hafa verið um ára- bil, sigurstranglegust. Blóð, sviti og tár, við þekkjum það svo vel með okkar mönn- um, mætum öli á völlinn og gerum okkar í baráttunni um að halda titlinum heima. VlKURFRÉTTIR I SPORT I FIMMTUDAGURINN14. SEPTEMBER 2004 119

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.