Víkurfréttir - 19.01.2006, Page 19
Stöndum þétt við bakið á börnum og unglingum þegar kemur að erfiðum ákvörðunum:
Hjálpum unglingum að bíða!
Reykjanesbær var fyrsta
sveitarfélagið á íslandi
sem bauð öllum nem-
endum upp á forvarna- og
fræðsluverkefnið Hugsað
um barn. Fjöldi skóla í Iand-
inu hefur síðan sýnt verkefn-
inu vaxandi áhuga bæði nem-
endur, foreldrar og kennara,
heilsugæslustarfsmenn og
fleira fagfólk.
Nú er nemendum í 8. bekk í
Reykjanesbæ boðið upp á verk-
efnið annað árið í röð. Verk-
efnið hefst í Njarðvíkurskóla og
verður kynning fyrir foreldra
n.k. þriðjudag 24. jan kl. 17.15. í
Njarðvíkurskóla.
Verkefnið vekur nemendur til
umhugsunar um afleiðingar kyn-
lífs og leitast við að hafa áhrif
á að þeir byrji að stunda kynlíf
eldri en nú þekkist og af meiri
ábyrgð. Nemendur fá í hendur
dúkku sem þeir eiga að annast
eina helgi og kynnast þannig
þeirri ábyrgð sem því fylgir að
annast ungbarn. Hluti af fræðsl-
unni er einnig mjög áhrifarík
fræðsla um skaðsemi áfengis og
vímuefnaneyslu og hjálpar nem-
endum að forgangsraða og sjá
Listirog menning
Guðrún Einarsdóttir á Lista-
safni Reykjanesbæjar
Laugardaginn 21. janúar
n.k. kl. 15.00 verður
opnuð einkasýning Guð-
rúnar Einarsdóttur á Lista-
safni Reykjanesbæjar. Guðrún
sýnir þar rúmlega tuttugu ný
verk unnin með olíu á striga
ásamt skúlptúrum unnum úr
frauðplasti og litarefni á tré.
I sýningarskrá sem gefin er út af
þessu tilefnisegir Aðalsteinn Ing-
ólfsson m.a. um verk Guðrúnar:
„í seinni tíð hefur Guðrún lagt
bæði dýpri og heildrænni skiln-
ing í „náttúruna", tengt saman
hinar stóru lífrænu heildir jarð-
. fræðinnar, smáheima líffræð-
innar og ofurvíddir stjörnufræð-
innar. I nýjustu verkum hennar
erum við stödd við upptök sjálfs
lífsins, þar sem síbreytingin
er eina staðreyndin sem hægt
er að reiða sig á. Um leið eru
verk Guðrúnar langt í frá köld
og vísindaleg; þvert á móti eru
þau borin uppi af ríkum og full-
komlega „órökrænum” tilfinn-
ingum. Þær tilfinningar snerta
umgengni okkar við þá marg-
brotnu og viðkvæmu lífrænu
veröld sem við höfum fengið að
láni og eigum að skila óskadd-
aðri til afkomenda okkar.”
Guðrún Einarsdóttir hefur
haldið fjölda einkasýninga og
tekið þátt í samsýningum frá ár-
inu 1990. Hún hefur hlotið við-
urkenningu sem einn af okkar
áhugaverðustu listamönnum
í dag og var m.a. einn af full-
trúum Islands á Carnegie Art
Award 1999. Sýningin er opin
alla daga frá kl. 13.00-17.30 og
er staðsett í sýningarsal Lista-
safnsins í Duushúsum, Duus-
götu 2-10 í Reykjanesbæ. Sýn-
ingin stendur til 5. mars n.k.
FREITASIMINN
SQLABHRjNGSVAKT
8982222
mikilvægi þess að leggja rækt
við námið í grunnskólanum.
I október s.l. fór af stað forvarn-
arverkefnið Ég ætla að bíða.
Síðan höfum við séð fréttir þess
efnis að áfengisauglýsingar hafa
aukist og aðra frétt þess efnis að
áfengisauglýsingar skila árangri.
Þannig getur umhverfi unglinga
verið kynlífs- og áfengis hvetj-
andi og mikilvægt að hinir full-
orðnu hjálpi til að við að hvetja
börnin til að bíða með að lifa
kynlífi og nota áfengi. Stefna
þarf að því að börn séu ekki kyn-
lífsiðkendur eða farnir að nota
áfengi á grunnskólaaldri. 40%
unglinga sem fara í meðferð
hjá SÁA hafa ekki lokið grunn-
skólaprófl. Bíði unglingar með
að nota áfengi til 17 ára aldurs
eru minni líkur en ella á því að
þau ánetjist fíkniefnum seinna á
lífsleiðinni.
HUB verkefnið er ekki aðeins
mjög áhrifaríkt fyrir samstarf
og samskipti heimilis og skóla,
að auki er hér á ferðinni öflugt
verkefni eða tæki fyrir foreldra
til að sinna siðferðisuppeldi.
Verkefnið var tilnefnt til for-
eldraverðlauna Heimilis- og
skóla, landsamtaka foreldra s.l.
vor. Foreldrar þurfa stuðning
í sínu uppeldishlutverki og sér-
staka hjálp til að hjálpa börnum
sínum að bíða með að lifa kyn-
lífi og nota vímuefni.
HUB verkefnið er í samstarfi
við Fræðslumiðstöð í fíkni-
vörnum. Skólastjórendur,
kennarar, hjúkrunarfræðingar,
Fjölskyldu- og félagsmálasvið
og Vinnuskóli Reykjanesbæjar
hafa hafa tekið þátt í verkefn-
inu. Hitaveita Suðurnesja, Spari-
sjóðurinn og Verslunarmannafé-
lag Suðurnesja hafa styrkt verk-
efnið. Kennarar gera sér grein
fyrir því að það er svo miklu
auðveldara fyrir nemendur að
ná árangri í grunnskólanámi ef
þeir eru ekki kynlífsiðkendur
eða farnir að nota áfengi.
Foreldrar þurfa að standa
vörð um börnin sín gegn því
mikla flóði áróðurs sem gengur
yfir börn og unglinga bæði í
gegnum auglýsingar og ýmsan
áróður. Gagnrýnin hugsun og
samræður við börn um afleið-
ingar er árangursrík leið til að
hjálpa þeim að taka afstöðu
og ákvörðun um að bíða. Nán-
ari upplýsingar á vefsvæðinu:
http://www.obradgjof.is/pdf/
allt_saman.pdf
Ólafur Grétar Gunnarsson
ráðgjafi hjá ÓB-ráðgjöf
MÁMSKEEÐ Á NÆSTONNI
★ Handverk
Að gera upp gömul húsgögn
Rafmagnsfræði til heimilisnota
Skartgripasmíði
Skrautskrift
Tréútskurður
Ullarþæfing
Víkingaklæðnaður
Málun
Teiknun/málun/litafræði
Blönduð tækni/steypa
Starfstengd námskeið
Bókhald sem stjórntæki
Lyfhrifafræði
Markaðsmál í fyrirrúmi
Siðferðileg álitamál
Vélgæsla
★ Tungumál
Enska
Islenska fyrir útlendinga
Spænska
Nánari uppl.og skráning
í síma 4217500
www.mss.is
★ Lystisemdir
Egypsk matargerð
Indversk matargerð
Smurbrauðsnámskeið
Lesblindugreining
★ Lestur og skrift
Hraðlestrar námskeið
Lestrarerfiðleikar fullorðinna
Viltu bæta stafsetningu þína?
f
Ymis námskeið
Fjarmál heimilanna
Sakamálasögur
Sportköfun
Stafrænar myndavélar
^ Tölvunámskeið
Iðnnám
★ Grunnmenntaskólinn
300 kennslustundir
Landnemaskólinn
120 kennslustundir
STÆRSTA FRÉTTA- OC AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN19.JANUAR2006 19