Víkurfréttir - 19.01.2006, Síða 27
nýjustu fréttir
alla daga rvf.is
Sundkonan Hulda Hrönn úrVogum:
Júdó í Akademíunni
Júdódeild Þróttar í Vogum
undir forystu Magnúss
Haukssonar mun standa fyrir
júdónámskeiði fyrir nemen-
dur Íþróttaakademíunnar
í Reykjanesbæ á næstu
tveimur vikum.
Æfing er kl. 13 í dag þar sem
Akademíunemar fá leiðsögn
í hinum ýmsu byltum og
brögðum, en svo verður ön-
nur æfing á þriðjudag ko-
mandi.
Júdókynningunni lýkur svo
með móti í Akademíunni
þann 28. janúar.
Njarðvík lá gegn HK
Njarðvíkingar máttu sætta
sig við 4-0 tap gegn HK í Fíf-
unni í á dögunum en þetta
var fyrsti æfingaleikur Njarð-
víkinga á undirbúningstíma-
bilinu.
Gestur Gylfason lék sinn
fyrsta leik með Njarðvík og
var í byrjunarliðinu.
3. og 4. flokkur í úrslit
Um helgina tryggðu 3. og
4. flokkur GRV sér þátttöku-
rétt í úrslitum á fslandsmót-
inu í innanhúsknattspyrnu
kvenna. Þá tryggði 5. flokkur
R/V sig einnig inn í úrslitin.
Úrslit 3. og 4. flokks um helg-
ina:
3. flokkur
GRV - Víkingur = 4-0
GRV - Stjanan = 10-4
GRV-FH =9-1
4. flokkur
GRV - fR = 2-0
GRV - HK = 3-1
GRV - Fjölnir = 4-0
GRV - BÍ = 2-0
Grindavík sigraði
Reyni í Reykjaneshöll
Grindavík sigraði Reyni í
æfingaleik í knattspyrnu á
þriðjudagskvöld, 5 - 1.
Sinisa Kekic gerði sér lítið
fyrir og skoraði 4 mörk í
fyrri hálfleik. Scott Ramsey
bætti svo við einu í seinni
hálfleik áður en Reynir
minnkaði muninn með
marki úr vítaspyrnu.
Það vakti athygli í gær að
í marki Grindavíkur stóð
ungur Bandaríkjamaður.
Heitir hann Nick og er ný-
kominn til landsins og segir
á heimsíðu UMFG að hann
hafi óskað eftir að fá að sýna
hæfileika sína með Grinda-
víkurliðinu.
Stefnir á ÓL
Hulda Hrönn Agnars-
dóttir, 14 ára sund-
kona úr Vogum, vann
það mikla afrek á nýársmóti
fatlaðra sem fór fram á dög-
unum, að hampa Sjómanna-
bikarnum, sem er veittur stiga-
hæsta sundmanni mótsins.
Hún hlaut 575 stig og sigraði í
50 metra skriðsundi, en þetta
var í 20 skiptið sem bikarinn
er veittur. Bikarinn gaf Sigmar
Ólafsson, sjómaður, til keppn-
innar.
Hulda Hrönn, sem æfir stíft
með sundfélaginu Firði í Hafn-
arfirði, sagði í stuttu spjalli við
Víkurfréttir að þó að sundið
væri mjög tímafrekt væri það
alltaf jafn skemmtilegt. „Ég er á
æfingum sex daga vikunnar og
fæ svo einn dag í frí. Það er rosa-
lega gaman á æfingum því þar
eru allir vinir mínir sem ég er
búin að æfa með í mörg ár.”
Hulda hefur verið í landsliðinu
um nokkurt skeið og farið í
íjölmörg keppnisferðalög. Hún
hefur unnið fjöldan allan afverð-
launum á stórum mótum og
stefnir ennþá lengra.
„Ég ætla að að halda áfram að
leggja hart að mér og stefni að
sjálfsögðu á að komast á Ólymp-
íuleikana einhvern daginn. Til
að ná því ætla ég að halda áfram
að mæta vel á æfingar og gera
mitt besta,” segir þessi efnilega
sundkona.
Það sem er framundan hjá
Huldu á næstunni eru þrjú mót
sem hún sækir erlendis, í Þýska-
landi, Svíþjóð og Danmörku.
Þar ætlar hún að sjálfsögðu að
standa sig vel og vinna til verð-
launa sem bætast í ört stækk-
andi safn hennar.
Töpuðu á Ásvöllum
Haukar sigruðu Grinda-
vík 73-72 í Iceland
Express deild kvenna
í körfuknattleik á mánudags-
kvöld. Með sigrinum náðu
Haukastúlkur fjögurra stiga
forskoti á toppi deildarinnar.
Helena Sverrisdóttir var að
vanda allt í öllu hjá Haukum,
en hún skoraði 33 stig og tók
17 fráköst auk þess að stela níu
boltum. Leikurinn var í raun
eingvígi milli hennar og Jericu
Watson hjá Grindavík, en hún
skoraði 30 stig, tók 17 fráköst og
varði 9 skot fyrir Grindavík.
Haukar hafa nú 22 stig að
loknum 12 umferðum en
Grindavík er í öðru sæti með
18 stig.
Ný iþrótt er að ryðja sér tifgims í Reykjaneshölinni, en það er hið
risbee-golf, eða Folf.
nýst um að koma disknum í „holuna”
Netið er uppi í Höllinni á þriðjudags og
udagsmorgnum.
gsblómin
Fotleg gjafavara eftir norrœna hönnuði
Tilboð á túlipönum kr. 990,-
Nellikur á tilboði kr. 250,-
Opið:
mán - fös: 10-18
fös - lau: 10-19
sun: 12 - 18
du matt kaupc
OQrJíkar ekki fo
bjoðum uppa:
(wsti'|a?fil9pllinn afgreiddur kl
^fimmtudag. a
[Sf^tíi^emmtanalðgga
SRemmtanaioqqa
)kkur ef _
) æm viö
cafe.bar.keflavík
yello
IÞROTTASIÐUR VIKURFRETTA ERU 1 BOÐI LAIMDSBANKANS