Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 2
Lánastaða Reykjanesbæjar:
■S./7//7.Í/
hvllir
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar:
Landsbankinn
Atvinnuleysi á Suður-
nesjum minnkaði
verulega á milli
áranna 2004 og 2005, en
alls voru 198 atvinnulausir
á svæðinu að meðaltali í
fyrra. Til samanburðar
voru 286 atvinnulausir að
meðaltali árið 2004 þannig
að um er að ræða 30,7 %
fækkun.
Heildaratvinnuleysi á land-
inu öllu var 2.1%, þar af 2.2%
á höfðuborgarsvæðinu og
1.8% á landsbyggðinni.
Mest atvinnuleysi var á Norð-
urlandi eystra eða 2.8%, en
minnst á Vesturlandi og Aust-
urlandi, eða 1% á báðum
stöðum. Þetta kemur fram í
skýrslu Vinnumálastofnunar.
Árið 2005:
Mun minna
atvinnu-
leysi á Suð-
urnesjum
Niðurgreiðsla lána um tæpar
800 milljónir frá 2002
Staða langtímalána hjá
Reykjanesbæ Iækkaði
úr 3,9 milljörðum í upp-
hafi árs 2002 í 2,6 milljarða í
lok árs 2004. Þetta kom fram
í svari Árna Sigfússonar, bæj-
arstjóra, við fyrirspurn Guð-
brands Einarssonar, Samfylk-
ingu, á bæjarstjórnarfundi á
þriðjudag.
I upphafi árs 2002 skuldaði bær-
inn 3.955 milljónir og árið eftir
voru greiddar niður skuldir að
andvirði 1.741 milljóna. Þar
komu inn fjármunir eftir yfir-
færslur fasteigna bæjarins í Fast-
eign hf. sem notaðir voru að
hluta til að greiða niður skuldir.
Samkvæmt áætlunum fyrir
árið 2005 er gert ráð fyrir að
skuldir aukist um 23 milljónir
króna frá árinu áður og séu því
2.673.632.000 kr.
Lántökur á árunum 2002 til
2005 eru alls um 2,7 milljarðar
en afborganir lána eru um 3,5
milljarðar og er niðurgreiðsla
lána á tímabilinu því tæpar 800
milljónum. Verðbætur og geng-
ismunur á sama tíma nema
tæpum 500 milljónum.
1 svari Árna kemur einnig fram
að ef litið er á þróun eigna bæj-
arsjóðs umfram skuldir hafa
þær lækkað úr 3,8 milljörðum
í 3,5 milljarða á umræddu ára-
bili. Eignir samstæðu umfram
skuldar hafa hækkað úr 3 millj-
örðum í 3,5 milljarða.
í andsvari sínu sagðist Guð-
brandur mundu fara vel yfir
tölurnar og gera frekari athuga-
semdir síðar. Hann og sam-
flokksmaður hans Ólafur Thord-
ersen lýstu því hins vegar yfir óá-
nægju sinni með að ekki hefði
allt andvirði þeirra eigna sem
voru færðar yfir til Fasteignar
hf. farið í að greiða upp skuldir.
Eldur í Reykja-
nesvirkjun
Eld ur kom upp í
Reykjanesvirkjun
um hádegisbil sl.
fimmtudafgdag. Um var að
ræða minniháttar atvik en
starfsmenn virkjunarinnar
voru með stjórn á ástand-
inu þegar Brunavarnir Suð-
urnesja komu á vettvang
með tankbíl og körfubíl.
Verkamenn voru við rafsuðu
rétt hjá vegg sem var ekki
fullfrágenginn og er talið að
neisti hafi læst sig í plastdúk
sem var undir klæðning-
unni og fór eldur í trébita í
veggnum.
Starfsmenn brugðust rétt við
og komu vatni inn í vegginn
og urðu skemmdir því litlar.
Ekki er talið að þetta atvik
muni tefja framkvæmdir við
virkjunina að nokkru leyti.
Viðbygging
Gefnarborgar
gengur vel
Framkvœmdir við stœkkun leik-
skólans Gefnarborgar ganga vel
en starfsmenn Braga Guðmunds-
sonar voru að vinna við þak ný-
byggingarinnar þegar Ijósmynd-
ari Víkurfrétta átti leið hjá í dag.
Samkvœmt áœtlun á verkinu
að Ijúka þann 15. maí ncestkom-
andi en viðbyggingin er alls 188
fermetrar. Þó húsnœði skólans
sé ekki gamalt varþað sprungið
vegna mikillarfjölgunar. Alls
eru um 80 börn í skólanum og
rúmlega 50 á hverjum tíma.
MUNDI
’u vindgöngin
fokheld?
Sérstakur húsaleigustyrkur
settur á í Reykjanesbæ
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á
fundi sínum á þriðjudag að koma á sér-
stökum húsaleigustyrk. Slíkur styrkur
er hugsaður í þeim tilvikum sem heimilistekjur
eru ekki aðrar en atvinnuieysisbætur, ellilífeyrir
eða örorkubætur með óskerta tekjutryggingu
eða framfærsla. Þá þarf húsaleiga að vera 50.000
kr. eða hærri.
Sérstakur húsaleigustyrkur getur að hámarki
verið sem nemur lægstu almennu húsaleigu-
bótum hverju sinni, án tillits til fjölskyldustærðar.
Umsóknir um styrkinn skulu lagðar fram og af-
greiddar hjá áfrýjunarnefnd fjölskyldu- og félags-
málaráðs Reykjanesbæjar. Árlegur kostnaður við
styrkinn er áætlaður 3 milljónir.
Einungis þeir sem hafa haft lögheimili í Reykja-
nesbæ í þrjú ár eða lengur eiga rétt á styrknum og
vakti það skilyrði umræður á fundi bæjarstjórnar.
Sveindís Valdimarsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í
fjölskyldu- og félagsmálaráði, Iagði til að búsetu-
skilyrði verði eitt ár í stað þriggja líkt og gert var
ráð fyrir í upphaflegri útgáfu. Með því að halda
þriggja ára skilyrðinu væri verið að mismuna
íbúum.
Tillaga þeirra var felld með atkvæðum meiri-
hluta og útskýrði Árni Sigfússon, bæjarstjóri, þá
ákvörðun með því að segja að áherslan ætti fyrst
og fremst að vera á að gera vel við núverandi íbúa.
Sýnið tillitsemi
við slysavettvang
Lögreglan vill koma
þeim tilmælum til
ökumanna að þeir
dragi tímanlega úr hraða
þegar þeir sjái blá blikk-
andi neyðarljós loga fyrir
framan sig þar sem unnið
er að björgun.
Ökumenn sem leið áttu um
Reykjanesbrautina áttuðu
sig ekki á þeirri miklu hálku
sem var á veginum og lenti
til að mynda ein biffeið aftan
á tækjabifreið Brunavarna
Suðurnesja sem var kyrrstæð
á vegaröxl með blikkandi blá
neyðarljós.
VÍKURFRETTIR 6. TÖLUBLAÐ I 27. ARGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU
IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLECA!