Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 11
Stjórnmál:
H
Gefur ekki kost á sér í
eitt af efstu sætunum
Kjartan Már Kjartans-
son, bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins,
hefur tilkynnt
að hann gefi
ekki kost á
sér í eitt af
efstu sætum
sameiginlegs
framboðslista
Framsóknar-
flokks, Sam-
fylkingar og óflokkbundinna
fyrir sveitarstjórnarkosningar
í vor. Ástæðan eru miklar
annir og ljarvera af svæðinu
en Kjartan Már sækir vinnu
til höfuðborgarsvæðisins á
hverjum degi.
„Þetta var ekki auðveld
ákvörðun. Ég er búinn að velta
þessu vel fyrir mér og tilkynnti
uppstillinganefnd og félögum
mínum í Framsóknarflokknum
þessa ákvörðun mína í síðustu
viku. Að vera í einu af efstu sæt-
unum í aðdraganda kosninga
krefst þess að frambjóðendur
séu til staðar og geti varið
drjúgum tíma og orku í undir-
búning og kosningabaráttuna
sjálfa. Ég hef verið að taka við
stórum og spennandi verk-
efnum í vinnunni og vinn oft
langan vinnudag. Það er því lít-
ill tími aflögu nema fyrir fjöl-
skylduna.”
Er eftirmaðurinn klár?
„Það kemur alltaf maður í
manns stað og sem betur fer
erum við Framsóknarmenn svo
heppnir að eiga mikið af ungu,
vel menntuðu fólki sem hefur
áhuga á samfélaginu og vill taka
þátt í að byggja það upp. Ég geri
ráð fyrir að eftirmaður minn
komi úr þeim hópi en það er þó
annarra að ákveða það” sagði
Kjartan Már í samtali við Vík-
urfréttir.
Útfararþjónusta Suðurnesja:
Fjölmenni við opnun líkhúss
Utfararþjónustu Suðurnesja
Fjölmenni var á formlegri opnun á nýju og glœsilegu líkhúsi
Utfararþjónustu Suðurnesja í Reykjanesbce í gcer. Richard D.
Woodhead, útfararstjóri, bauð gestum upp á léttar veitingar og
blessaði séra Sigfús Ingvason húsnœðið.
Vallarvinir ehf. - Keflavíkurflugvelli
Airport Associates er kraftmikið ört stækkandi flugafgreiðslufyrirtæki með starfsemi á Keflavíkurflugvelli.
Fyrirtækið hóf rekstur árið 1997 þegar fyrsti áfangi aukins frelsis í flugafgreiðslu innan EE5 lók gildi á íslandi.
Airport Associates hefur yfir að ráða fullkomnun tækjabúnaði til afgreiðslu á öllum stærðum og gerðum flugvéla.
Starfsemi fyrirtækisins tekur til hleðslu og afhleðslu flugvéla og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar,
flugumsjónar og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu. Airport Associates tók nýlega við umboði
hraðflutningafyrirtækisins UPS á íslandi og starfrækir fullkomna vörumiðstöð á Keflavíkurflugvelli.
Atvinna í boði
Óskum aó ráða í eftirtalin störf:
Farþega- og farangursþjónusta
Við leitum að starfsfólki í farþegaþjónustu sem hefur reynslu á sviði flugafgreiðslu. Góð
tungumálakunnátta, þjónustulipuró og almenn tölvuþekking eru skilyrði. Mikilvægt er
að umsækjendur geti unnió undir álagi og vinni vel í samvinnu við samstarfsfólk.
Um er að ræða bæði fastráðningar og sumarráðningar í hlutastörf og munu umækjendur
þurfa að sækja undirbúningsnámskeið áður en til ráðningar kemur. Unnið er á föstum
vöktum. Reglusemi og stundvísi eru skilyrði. Lágmarksaldur er 20 ár.
Frakt- og hleðsluþjónusta
Unnið er á breytilegum vöktum og er lágmarksaldur 20 ár. Umsækjendur þurfa að hafa
tungumálakunnáttu, öku- og vinnuvélaréttindi og æskilegt er aó viðkomandi hafi reynslu
á sviði flugafgreiðslu. Um er að ræða bæði fastráðningar og sumarráðningar. Reglusemi
og stundvísi eru skilyrði.
Umsóknareyðublaó er að finna á heimasíðu okkar http://www.airportassociates.com
og skulu umsóknir sendar til Airport Associates, Byggingu 10, Pósthólf 40, 232 Keflavík.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2006.
Airport
ssociates
A VF.IS ISIÐUSTU VIKU.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 4210000
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGIÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 9. FEBRÚAR 2006
11