Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 18
Verslunarmannafélag Suðurnesja Allskeirjarátkvœðágreiösla Allsherjaratkvœðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjómar og trúnaðarráðs Verslunarmannafe'lags Suðurnesja fyrirárið 2006. Kosið er um formann, 3 fulltrúa ístjórn og3 til vara, 7 fulltrúa í trúnaðarráð og 7 til vara, 2 félagslega skoðunarmenn og 1 til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðaren kl. 12:00, fmmtudaginn 17. febrúarn.k. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Málfríður Agnes Daníelsdóttir, Háteigi 19, Keflavík sem lést á heimili sínu föstudaginn 3. febrúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þann 10. febrúar kl. 14:00. Magnús Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Einar Haukur Helgason, Ingibjörg G. Magnúsdóttir, Kristbjörg J. Magnúsdóttir, Sjöfn Magnúsdóttir, Elísabet Magnúsdóttir, Pétur Magnússon, Sigurborg Magnúsdóttir, Árni Ingimundarson, Óskar Gunnarsson, Hafþór Óskarsson, Valerie J. Harris, Ásgrímur S. Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. POm= KASSINN Aðsent efni: postur@vf.is BöðvarJónsson skrifar: Skólamál Eftir gríðarlega uppbygg- ingu skólamannvirkja á kjörtímabilinu 1998- 2002 og einsetningu allra grunnskólanna voru margir þeirrar skoðunar að minni áhersla yrði lögð á þennan málaflokk á því kjörtíma- bili sem nú er að ljúka. Svo hefur þó alls ekki verið og til marks um þá áherslu sem Sjálfstæð- isflokkurinn Ieggur á mála- flokkinn tók bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, jafnframt að sér formennsku í Fræðsluráði Reykjanesbæjar. Leikskólar Viðbygging og endurbætur við leikskólann Garðasel voru teknar í notkun í upphafi kjör- tímabilsins og leikskólinn Holt var stækkaður um tvær deildir. Nú er verið að undirbúa leik- skóladeild í tengslum við Akur- skóla í Njarðvík og mun hún taka til starfa á næstu vikum en jafnframt er hafinn undirbún- ingur að byggingu nýs leikskóla í I-Njarðvík. Breyting var gerð á rekstrarfyrirkomulagi leikskól- ans Gimli í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra en hann er nú einkarekinn. Sú breyting hefur tekist mjög vel og hefur verið lofuð af öllum sem þar koma að málum. Engir biðlistar hafa verið eftir leikskólaplássum framan af þessu kjörtímabili en ör íbúa- fjölgun síðustu mánuði hefur orðið til þess að hratt þarf að mmsrnim 898 2222 í stórsókn vinna til þess að biðlistar mynd- ist ekki að nýju. Það er klár stefna okkar Sjálstæðismanna að öll tveggja ára börn eigi kost á leikskólaplássi í Reykjanesbæ. Grunnskólar Stærsta verkefni kjörtimabilsins var bygging Akurskóla sem tek- inn var í notkun haustið 2005. Skólinn er grundvöllur þeirrar uppbyggingar sem nú á sér stað í Innri-Njarðvík. Þegar er farið að huga að næsta áfanga skólans þar sem m.a. verður íþróttasalur og kennslu-sundlaug. í haust var einnig tekin í notkun viðbygg- ing við Holtaskóla. Frístundar- skólinn tók til starfa á þessu kjör- tímabili fyrir alla nemendur 1,- 4. bekkjar og hefur hann fengið verðskuldaða athygli og verið fyrirmynd fjölmargra skóla- og sveitarstjórnarmanna um allt land. Sérstök áhersla hefur verið á að bæta umferðaröryggi í kringum grunnskólana og tals- verðar framkvæmdir hafa verið af þeim sökum. Innra starf skól- anna hefur verið eflt og styrkt og fjölmörgum verkefnum verið hleypt af stokkunum. “Lestrará- tak í Reykjanesbæ” er eitt þeirra, sem nýlega fékk viðurkenningu Menntamálaráðherra. Morgun- blaðið fjallaði í sunnudagsblaði sínu þann 26.janúar s.l. um fjöl- margar áhugaverðar nýjungar í skólamálum í Reykjanesbæ og fylgdi þeirri umfjöllun eftir í leiðara blaðsins daginn eftir. Það var góð viðurkenning á því jákvæða starfi sem unnið er innan skólanna hér í Reykja- nesbæ. Framhaldsskólar í febrúar 2003 náðu sveitar- félögin á Suðurnesjum samn- ingum við ríkisvaldið um stækkun Fjölbrautaskóla Suður- nesja og 20 mánuðum síðar var kennsla hafin í viðbyggingunni. Við undirritun samningsins sagði ég að þar með yrði skól- inn fullbyggður og í framhaldi þyrfti að huga að nýjum fram- haldsskóla á Suðurnesjum. Sú skoðun er þegar hafin. Lausn fékkst í bílastæðamálum nem- enda og starfsmanna með breyt- ingum á holtinu vestan við skól- ann og eru mál Fjölbrautaskól- ans nú í mjög góðum farvegi. Háskólar Fyrir síðustu kosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að háskóladeildir yrðu staðsettar í Reykjanesbæ. Með tilkomu Iþróttaakademíunar er háskóla- starfsemi búin að fá veglegan sess innan bæjarfélagsins og að- staða til fjarnáms á háskólastigi er með því besta sem þekkist á landinu. Ég er sannfærður um að háskólastarfsemi hér í Reykjanesbæ eigi eftir að aukast verulega á næstu árum t.d. í sam- starfi við erlenda háskóla. Tónlistarskóli Sú ákvörðun að færa kennslu Tónlistarskólans inn í grunnskól- anna hefur verið til góðs og eflt bæði grunn- og tónlistarskól- ann. Forskólinn er í boði fyrir öll 6-7 ára börn í Reykjanesbæ og er það fátítt í stærri sveitarfé- lögum. Óhætt er að segja að tón- listarkennsla sé með besta móti í okkar sveitarfélagi. Ólíkt öðrum skólastigum sem hér hafa verið nefnd hefur Tónlistarskólinn búið við þröngan húsnæðiskost fram til þessa en hönnun tónlist- arhúss er nú á lokastigi og mun húsnæðisvandi Tónlistarskólans þar með verða leystur. Þrátt fyrir að verulega margt hafa áunnist í skólamálum á þessu kjörtímabili verður áfram að leggja þunga áherslu á mála- flokkinn og kvika hvergi frá gæðakröfum í kennslu og innra starfi skólanna. Að því munu Sjálfstæðismenn vinna. Böðvar Jónsson bœjarfulltrúi Sjálf- stœðisflokksins HREYFILL TEKUR VIÐ Frá og með morgundeg- inum mun Ieigubíla- stöðin Hreyfill taka við símsvörun fyrir Ökuleiðir á Suðurnesjum. Magnús Jó- hannsson, sem verið hefur stöðvarstjóri Ökuleiða til margra ára, segir sameiningu leigubílasvæða ástæðu breyt- ingarinnar. Magnús segir að þegar höfuð- borgarsvæðið og Reykjanes hafi orðið að einu gjaldsvæði hafi komið los á leigubílstjóra og þeir m.a. fært sig yfir á Hreyfil. Bílstjórarnir hafi því verið orðnir það fáir á stöðinni hjá Ökuleiðum að reksturinn hafi ekki staðið undir sér. Það hafi því legið beinast við að fá Hreyfil til að taka við sím- svörun fyrir Ökuleiðir. Magnús segir allir bílstjórarnir muni áfram sinna akstri á Suður- nesjum. Nú sinni þeir útköllum frá flugstöðinni. Á þessum tímamótum vildi Magnús þakka fyrir viðskiptin fyrir hönd Ökuleiða og benda á að áfram verði sama síma- númer, 421 4141, þó svo nú verði svarað í það hjá Hreyfli. VIKURFRÉTTÍR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA! 18 IVÍKURFRÉTTIR ; 6. TÖLUBLAÐ ; 27.ÁRGANGURÍ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.