Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 20
AÐALFUNDUR
KEFLAVÍK íþrótta- og ungmennafélag
heldur aðalfund sinn 27. febrúar kl. 20:00
í félagsheimili sínu að Hringbraut 108
venjuleg aðalfundarstörf.
Allir velkomnir.
Aðalstjórn KEFLAVÍKUR
HALLO KRAKKAR!
URKÍ-S kallar á ykkur!
í URKÍ-S er hópur af ungu fólki (13 ára og eldri)
sem lætur gott af sér leiða.
Hittumst einu sinni í viku á mánudögum
frá kl. 20.00-22.00.
Skemmtum okkur og ræðum um lífið og tilveruna.
Fræðsla um Rauða kross hreyfinguna.
Förum í skemmtilegar ferðir.
Við erum til húsa að Smiðjuvöllum 8,
230 Reykjanesbæ.
Hafið samband við Jóhann s: 867 4888 eða
Harald s: 823 2644 til að fá upplýsingar.
Sjáumst hress! Rauði kross íslands
Ijdf" Suðurnesjadeild
posrt= KASSimm
Aðsent efni: postur@vfis
Georg Brynjarsson skrifar:
Stórsókn í heilbrigðis- og öldr-
unarmálum í Reykjanesbæ
-fyrirferðarmikilli um-
ræðu um málefni aldraðra
„undanfarnar vikur hefur
Reykja nes-
bær nokkuð
verið nefndur.
Meðal þess
sem fjallað
hefur verið
u m í f j ö 1 -
miðl um er
uPPbygging
á nýju þjónustusvæði eldri
borgara í Reykjanesbæ, efling
á starfsemi Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja og stórsókn í
heimahjúkrun á Suðurnesjum.
Nú síðast í leiðara Morgun-
blaðsins þann 30. janúar segir
að aðgerðir í heilbrigðismálum
á Suðurnesjum séu greinilega
að skila árangri og hljóti að
vera fyrirmynd annarsstaðar í
heilbrigðiskerfinu.
Fyrir okkur Suðurnesjamenn er
því full ástæða til að líta heild-
rænt yfir sviðið. Stigin hafa
verið mörg mikilvæg framfara-
skref í heilbrigðis- og öldrunar-
málum í Reykjanesbæ sem vert
er að gefa gaum.
□ □
d_b
u
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
w
Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra
Hjálmar Amason
alþingismaður
Alþingismenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi boða
til þingmannaviðtala fimmtudaginn 9. febrúar frá kl. 17:00-19:00:
í félagsheimili F ramsóknarflokksins, Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ.
Ágætu vinir!
Okkur þykir mikilvægt að hitta ykkur sem flest,
konur og karla, á árlegum fundum okkar.
Verið velkomin. Fundurinn er öllum opinn.
Bestu kveðjur,
Guðni Ágústsson og Hjálmar Árnason
Stórfelldar umbætur á
HSS á þessu kjörtímabili
Við upphaf núverandi kjörtíma-
bils glímdi Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja við afleiðingar íjölda-
uppsagna heilsugæslulækna. Nú-
verandi stjórnendum stofnun-
arinnar hefur tekist að manna
heilsugæsluna að nýju, bæta
aðstöðu hennar og tryggja Suð-
urnesjamönnum örugga heilsu-
gæsluþjónustu í heimabyggð.
Vörn hefur verið snúið í sókn.
Ekki er langt síðan miklar deilur
stóðu um D-deild Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja sem
kristölluðust í sjónarmiðum
fagfólks annarsvegar og sjónar-
miðum þeirra sem töldu deild-
ina eiga að vera hjúkrunarheim-
ili hinsvegar. Þær hugmyndir að
nýta ætti D-deildina sem hjúkr-
unarheimili ná áratugi aftur í
tímann og öllum ætti að vera
ljóst að þjónustukröfur við aldr-
aða hafa gjörbreyst á síðustu
árum. Hafa skal hugfast að 70
- 80% þeirra sem nú nýta D-
deildina sem sjúkradeild eru 67
ára eða eldri. Deildin er því að
nýtast þeim hópi sem hún var
upphaflega byggð fyrir þótt hlut-
verk hennar sé annað.
Nesvellir eru heildarlausn
til framtíðar
1 desember síðastliðnum var
stigið risastórt skref í málefnum
aldraðra á Suðurnesjum þegar
Reykjanesbær og Nesvellir ehf.
skrifuðu undir samning um
uppbyggingu á nýju þjónustu-
svæði eldri borgara. Nesvellir
munu annast skipulag svæðis-
ins og standa að uppbyggingu
í samstarfi við Reykjanesbæ og
Dvalarheimili aldraðra á Suður-
nesjum. Þarna er um staðreynd
að ræða þótt formanni ungra
framsóknarmanna dreymi enn
um þetta.
Þessi framkvæmd hefur fengið
góða staðsetningu í Reykja-
nesbæ og mun samanstanda
af hjúkrunarheimili, öryggisí-
búðum fyrir aldraða, félags- og
þjónustumiðstöð, almennum
íbúðum fyrir aldraða og mið-
stöð heimaþjónustu. Aðrar eins
heildarlausnir hafa aldrei áður
sést í málefnum aldraðra á Suð-
urnesjum og ljóst að Reykjanes-
bær útvegar þar framtíðarlausn
fyrir ört stækkandi hóp aldraðra
í samfélaginu.
Heimahjúkrun á Suður-
nesjum er fyrirmynd
Undanfarin tvö ár hefur verið
gert sérstakt átak í uppbyggingu
heimahjúkrunar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja sem leitt
hefur til 30% fjölgunar skjól-
stæðinga. Nýjustu tölur sýna
okkur að 120 skjólstæðingar
fá að jafnaði heimahjúkrun og
kostnaður við hana sé aðeins
um 18% af kostnaði við rekstur
23 rúma bráðadeildar. Þá er ótal-
inn sá mannlegi þáttur að gera
öldruðum kleift að dvelja sem
lengst á eigin heimili.
En heimahjúkrun er fyrir fleiri
en aldraða með skerta færni. Til
dæmis hafa starfandi sérfræð-
ingar í krabbameinslækningum
við Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja nýst skjólstæðingum
heimahjúkrunar sem glíma við
skemmri eða lengri veikindi og
gert þeim þannig kleift að losna
fyrr af sjúkradeildum. í áætl-
unum Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja kemur fram að áfram
verði bætt við þjónustuna og
þannig fjölgað skjólstæðingum
sem nýtt geta heimahjúkrun í
stað hefðbundinnar sjúkrahús-
vistar.
Virðum það sem
vel er gert
Með jákvæðni og samstöðu
höfum við bætt samfélag okkar
til muna á líðandi kjörtímabili.
Framundan eru sveitastjórnar-
kosningar og að þeim loknum
alþingiskosningar. Það sem vel
er gert er ekki síður mikilvægt
veganesti inn í komandi kosn-
ingabaráttu en þau fjölmörgu
verkefni sem enn eru óleyst.
Georg Brynjarsson
Stjórnannaður t
Sjálfstœðisfélaginu í Keflavík
Foreldrafélög og foreldraráð
grunnskólana I Reykjanesbæ
20 IVÍKURFRÉTTIR : 6. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR
7ÍKURFRÉTTÍR A NETINU
LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!