Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 22
Q
Reykjanesbær:
Auknar tekjur sundlauga
A
lls komu 1424 börn í
sundlaugar Reykjanes-
bæjar í janúarmánuði
2006 en voru 589 í janúar í
fyrra.
Fjölgun milli ára er því 141%
og eru þá ekki taldir með gestir
vegna sundmóta, sundæfinga
og skólasunds. Þessa íjölgun má
rekja til þess að börn á grunn-
skólaaldri fá nú frítt í sund.
en þrátt fyrir það hafa tekjur
almenningslauganna aukist á
milli ára um 33% eða alls kr.
153.320,-
Þetta þýðir töluverða aukningu
fullorðinna gesta.
Á heimasíðu Reykjanesbæjar
segir Jón Jóhannsson, forstöðu-
maður sundmiðstöðvarinnar,
það ánægjulegt að sjá þann
fjölda barna sem nú kemur í
sundmiðstöðina þótt það sé
ekki eins rúmt í lauginni fyrir
fullorðna gesti. Hann segir hugs-
anlega skýringu á tekjuaukn-
ingunni vera þá að börnin sem
fá frítt í sund séu að taka eldri
systkin og foreldra með í laug-
ina.
Gestaíjöldi í sundlaugar Reykja-
nesbæjar jókst á milli áranna
2004 og 2005 um 3,34% en þá
sóttusamtals 155.914gestirlaug-
Afvef Reykjattesbœjar
Q
Reykjanesbær:
Athvarfið Björg fagnar 1 árs afmæli
Björg, athvarf fyrir fólk
með geðraskanir sem
er starfrækt í Sjálfs-
bjargarhúsinu í Reykjanesbæ,
hélt upp á eins árs afmæli sitt
í vikunni. Fjöldi fastagesta
og annarra áhugamanna um
þetta málefni kom saman í
Sjálfsbjargarhúsinu af þessu
tilefni, en í boði voru tertur
og annað bakkelsi í boði Sigur-
jónsbakarís.
Athvarflð Björg er samstarfsverk-
efni Fjölskyldu- og félagsþjón-
ustu, svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfs-
bjargar á Suðurnesjum.
Markmið athvarfsins er meðal
annars að rjúfa félagslega ein-
angrun, efla sjálfstæði og auka
samfélagsþátttöku fólks með
geðræn vandamál. Skal það gert
með uppbyggilegri félagslegri
samveru, fræðslu, tómstund-
arverkefnum, persónulegum
stuðningi o.fl.
Athvarfið er opið alla rnánu-
daga til föstudaga frá klukkan
11 til 15. Boðið er upp á léttan
hádegismat og að sjálfsögðu er
alltaf kaffi á könnunni. Gestir
athvarfsins borga 100 kr. á dag
fyrir matinn.
Þeir sem vilja fá frekari upplýs-
ingar um starfsemi athvarfsins
geta annaðhvort sent fýrirspurn
á ragnheidur.s.gunnarsdott-
ir@reykjanesbaer.is eða hringt
í síma 421-1806 á milli 11 og
15. Einnig er öllum velkomið
að koma og kynna sér starfsemi
athvarfsins.
Margir aðilar, fyrirtæki og félaga-
samtök hafa lagt starfseminni
lið og er öll líðveisla vel þegin.
FELAG ELDRI BORGARA
A SUÐURNESJUM
SPARIDAGAR Á HÓTEL ÖRK
dagana 23. -28. apríl2006
Dvalið verður frá kl. 17:00 á sunnudegi til kl. 12:00 á föstudegi.
Verð í tveggja manna herbergikr. 26.800,- pr. mann,
eins manns herbergikr. 31.800,-
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 20. febrúar.
Ferðanefnd
Sonja sími 421 1958 Jóhanna sími 426 8177
POST
Björgvin G. Sigurðsson skrifar um menntamál:
Háskólamenntun og
undansláttur ráðherra
vör menntamálaráðherra
við fyrirspurn minni um
framlög til fjarkennslu
í háskólanámi
í gegn um
Fræðslu net
Suðurlands
og Símennt-
unarstöð Suð-
urnesja voru
mikil von-
brigði. Þar
uppplýsti hún að ekki kæmi
til af sinni hálfu nein þátttaka
í kostnaði stöðvanna við há-
skólamenntun um fjarnám,
þrátt fyrir skýra ábyrgð ríkis-
valdsins.
Kostnaður við háskólanámsþátt
stöðvanna er áætlaður á bil-
inu 10-12 milljónir á ári en nú
greiðir ríkið ekkert til þess um
leið og verulegum fjármunum
er varið til háskólanáms fyrir
vestan og norðaustan. Lands-
hlutum er mismunað og þrátt
fyrir óveruleg útgjöld ætlar
menntamálaráðherra ekki að
mæta kostnaði við námið og
vanda stöðvanna. Um er að
ræða afar lítið fé á mælikvarða
útgjalda til menntunarmála
en himinháar fjárhæðir fyrir
fjársvelt fræðslunet. Þarna er
verið að bregða fæti fyrir að-
gang landsbyggðar að menntun
og nýjum tældfærum.
Ábyrgðin er ríkisvaldsins
I umræðunum á Alþingi viður-
kenndi ráðherra menntamála
ábyrgð ríkisvaldsins á háskóla-
námi og að hins opinbera væri
að bera af því kostnað en ekki
sveitarfélaganna. Hún sagði
hinsvegar að vegna nálægðar
við Reykjavík væri mismunur á
framlögum eft ir svæðum réttlæt-
anlegur, en Austurland og Vest-
firðir fá mun hærri framlög, og
að fræðslunetin og símenntunar-
stöðvarnar þyrftu að sækja fram-
lög og fjármuni beint til háskól-
anna sem fjarnámið er miðlað
frá, til að fá greitt fyrir þjónustu
sína. Ekki komi til aukin fram-
lög frá ríkinu. Þetta er fráleitt.
Háskólarnir fá ekki greitt sér-
staklega fyrir þetta og eru stofn-
anir í fjárhagslegum erfiðleikum
sem þurfa að beita fjöldatak-
mörkunum til að standa undir
starfsemi sinni.
Háskólanám við þessar stofn-
anir er því í uppnámi og undir
sveitarfélögum og fyrirtækjum
komið hvert framhaldið verður.
Þetta er afleit staða en upp-
gangur háskólanáms um fjar-
nám hefur verið mikill og má
líkja aðgangi að því við byltingu
fyrir byggðirnar.
Áð mínu mati er þetta alvarlegt
högg fyrir háskólamenntun á
landsbyggðinni. Ekki þarf að
taka fram að hlutfall háskóla-
menntaðra er mun lægra á
landsbyggð en á höfuðborgar-
svæðinu, þess þá heldur þarf að
íjárfesta í háskólamenntun utan
höfuðborgarsvæðis.
Þörfin er til staðar og hún er
mikil. Leggist háskólanám af
á þessum landsvæðum sem
þarna gjalda nálægðar við suð-
vesturhornið eða dragi verulega
úr því, kemur það í veg fyrir
að fjöldi fólks sæki sér aukna
menntun og ný tækifæri. Sér-
staklega þar sem fjarnám hentar
afar vel fólki sem ekki á þess
kost að skipta um búsetu og
flytja, tímabundið eða alveg, á
höfuðborgarsvæðið.
Um er að ræða nokkra tugi
milljóna. Smámuni fyrir rík-
isvaldið. Stórfé fyrir fræðslu-
netin. Afstaða menntamálaráð-
herra kemur á óvart og veldur
miklum vonbrigðum. Vonandi
endurskoðar hún afstöðu sína.
Það er mikil aðsókn í fjarnám
á háskólastigi í gegnum fræðslu-
miðstöðvarnar sem í grunninn
hafa það hlutverk að bjóða upp
á fullorðinsfræðslu og endur-
og símenntun. Háskólanámið
er hinsvegar merkur og mikil-
vægur þáttur í starfsemi þeirra
sem þarf að efla og styrkja.
Eins og fram kemur í samningi
um símenntunarstöðvar eru
framlög ríkisins fyrst og fremst
til þess að standa undir grunn-
starfsemi stöðvanna. Fjárveit-
ingu til stöðvanna upp á 9-10
milljónir á ári skilgreint sem
grunnframlög og til grunnverk-
efna og tekur ekki til fjarnáms-
ins á háskólastigi og þeirrar
þjónustu sem símenntunar-
stöðvarnar veita í því samhengi.
Staðreyndirnar tala sínu máli
og metnaðar- og skilningsleysi
menntamálaráðherra dapurlegt
í besta falli.
Björgvin G. Sigurðsson, þing-
maður Samfylkingarinnar.
HVAR ERT ÞU AÐ AUGLYSA?
AUGLYSINGASIMINN ER 4210000
22 IVÍKURFRÉTTIR 6.TÖLUBLAÐ 27. ÁRCANCUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!