Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 14
TOPDRIVE.IS PONTUNAR- OG UPPLYSINGASIMAR 896-9319 & 869-2688 iM . ^ ■O ---(5N FJÓRHJÓL 175.000,- Skoðið úrvalið á www.topdrive.is REYKJANESBÆR TjarnargÖtu 12 • Póstfang 230 • S: 421 6700 • Fax: 421 4667 reykjanesbaer@reykjanesbaer.is FORFALLAKENNSLA VIÐ NJARÐVÍKURSKÓLA Laus er 100% staða forfallakennara við Njarðvíkurskóla í 5 vikur. Æskilegt er að viðkomandi hafi kennslureynslu. Upplýsingar veitir Lára Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 421 6061 eða 899 3020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og K.í. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar og skulu umsóknir berast til Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ. reykjanesbaer.is Starfsþróunarstjóri. Vorum aö fá (hús ódýrar vespur 150cc, fjórhjól 200cc mótorhjól 250cc og kerrur. Velkomin í sýningaraðstöðu okkar. Rafmagnsgolfkerrur oggolfbílar. Frábærar fólksbílakerrur komnar á lager á afar hagstæöum verðum. Viðurkenning vegna góðrar ástundunar í Holtaskóla Holtaskóli hefur komið nemendum unglingastigs (8.-10. bekkur) á óvart á þessu skólaári með því að veita viður- kenningu fyrir framúrskarandi ástundun á haust- og miðönn. Föstudaginn 27. janúar afhenti deildarstjóri unglinga- stigs, Gunnlaugur Kárason, unglingunum viðurkenningarskjöl fyrir fyrir frábæra ástundun á miðönn. Nemendum var síðan boðið í bíó um kvöldið og fengu popp og kók. Alls voru þetta 34 nemendur. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir meðal ungling- anna. Sigríður Bílddal Tenórarnir tveir og kvart: Með hækkandi sól blása “Vormenn Is- lands” til tónleika- ferðar um landið. Hópinn skipa engir aðrir en tenór- arnir Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og Óskar Pétursson, Ólafur Kjartan baritón ásamt Jónasi Þórir píanóleikara. Sunnudaginn 12. febrúar kl. 17.00 verða þeir með tónleika á Listasafni Reykjanesbæjar í Duus húsum. Þessa söngvara þarf vart að kynna, svo rækilega hafa þeir sungið sig inn í hjörtu lands- manna á undanförnum árum. Óskar Pétursson, úr röðum Álftagerðisbræðra, hefur átt hverja metsöluplötuna á fætur annari undanfarið ásamt því að skemmta landsmönnum við hin ýmsu tækifæri. Jó- hann Friðgeir var fastráðinn söngvari við íslensku óperuna, en syngur nú að mestu í Evr- ópu. Olafur Kjartan var fyrsti fastráðni söngvarinn við ís- lensku óperuna árið 2001, en eins og Jóhann Friðgeir hefur hann alið manninn að mestu erlendis undanfarin misseri. Primus Motor er Jónas Þórir, en tónlistarferill hans er afar fjölbreyttur, sem píanóleikari, organisti, útsetjari og tónskáld svo eitthvað sé nefnt. Á efnisskrá þeirra félaga eru óp- eruaríur, íslensk sönglög sem erlend, ný og gömul, ásamt söngleikjatónlist. Þó er spurn- ing hvað þeim tekst að halda andliti og alvarleika lengi dag- skrár, enda ekki langt í grín og gaman þegar svona söngfuglar koma saman. Óhætt er að lofa afar fjölbreyttri og skemmti- legri efnisskrá. Miðasala fer fram í Duus húsum, opið alla daga 13.00-17.30, sími 421- 3796. Miðinn kostar kr. 2.500. ^Gatnagerð í Innri Njarðvík: Skíðabrekka í Tjarnarhverfi Mikið fjall hefur risið í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ en und- anfarnar vikur hafa vinnuvélar ÍAV flutt efni sem til fellur úr vegavinnu í fyrirhugaða sleða- og skíðabrekku. Á sama stað og fjallið handgerða stendur nú var brennuhóllinn áður og enn fyrr var þar steypustöðin þar sem steypan sem fór í Reykjanesbrautina fyrstu var hrærð. Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að málið orsakist af því í aðra röndina að erfitt og dýrt sé að losa allt það jarðefni sem kemur úr vegstæðunum í Dalshverfi. „Við ákváðum þess vegna að nota efnið á hagkvæman hátt og því rís hóllinn eins og sést vel og þá hefur efnið einnig verið notað í manir meðfram Reykja- nesbraut og fleira. Við erum ekki hætt og munum halda þessu áfram, að móta skemmti- legt landslag í nýja hverfinu og upp á Stapa eftir því sem byggðin færist innar.” Hóllinn er kominn í allmikla hæð eins og sést á meðfylgj- andi mynd, en hann mun þó ekki hækka mikið úr þessu. Nú verður efni set í hlíðarnar til að draga úr brattanum. Viðar bætir því við að spurður að framkvæmdir gangi afar vel við vegavinnuna í nýja hverfmu. „Þeim gengur þetta afar vel og eru allnokkuð á undan áætlun sem gerir ráð fyrir að verkinu sé lokið um miðjan maí. Svo erum við að fara að bjóða út vegavinn- una í nýju göturnar í Ásahverf- inu á næstunni þannig að hér í Reykjanesbæ er allt á fullu.” VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA! 1« | VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ i 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.