Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 23
Aðsent efni: postur@vf.is
112 DAGURINN
OG BARNAVERND
Næstkomandi laugardag 11. febrúar verður 112 dagur-
inn haldinn á íslandi.. Markmiðið með honum er að
vekja athygli á starfi þeirra aðila sem tengjast neyðar-
línunni 112 og um leið kynna neyðarnúmerið.
Barnaverndarnefndir landsins, þar á meðal barnaverndarnefnd
Reykjanesbæjar hafa verið í samstarfi við neyðarlínuna 112
síðan á árinu 2004. Tilgangurinn með samstarfinu er að auð-
velda almenningi að koma á framfæri tilkynningum til barna-
verndarnefnda. Almenningur hefur því kost á að hringja inn
barnaverndartilkynningar í neyðarnúmerið 112 og starfsmenn
neyðarlínunnar koma tilkynningunni síðan á framfæri við
starfsmenn viðkomandi barnaverndarnefndar. Góð reynsla er
nú komin á þetta fyrirkomulag og er ómetanlegt að hafa aðgang
að öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt sam-
ræmt neyðarnúmer -112.
Barnaverndarnefndir starfa samkvæmt barnaverndarlögum
en markmið barnaverndarlaga er að tryggja að börn sem búa
við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og
þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð og lögin kveða á um
skyldur almennings að tilkynna til barnaverndarnefnda þegar
grunur er um slíkt. Börn geta einnig leitað sjálf til barnaverndar-
nefnda ef þeim finnst að þau búi við slæmar aðstæður eða eigi
við erfiðleika að stríða.
Starfsmenn barnaverndarnefnda starfa markvisst að því að
styrkja og efla fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úr-
ræðum til að vernda börn þegar það á við.
Bent er á að komi upp vangaveltur um hvort ástæða sé til að
tilkynna um barn til barnaverndarnefndar er hvatt til að haft sé
samband við starfsmenn nefndarinnar sem leggja mat á hvort
ástæða sé til aðgerða.
Neyðarlínan 112 tekur við barnaverndartilkynningum en þeir
sem kjósa að ræða við starfsmenn barnaverndarnefndar Reykja-
nesbæjar geta gert það milliliðalaust.
Rannveig Einarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi á Fjöl-
skyldu- ogfélagsþjónustu Reykjanesbcejar.
JVesprýði
AWINNA
Nesprýði ehf. óskar eftir tækjamönnum, vörubílstjórum og
verkamönnum til starfa sem fyrst vegna aukinna verkefna.
Næg vinna framundan.
Nesprýði býður uppá góða vinnuaðstöðu,
virkt starfsmannafélag og mötuneyti á staðnum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar að Vesturbraut lOa.
Sími:421 6269
Fyrirlestur um of-
beldi í samböndum
eða á stefnumótum
ávegum SGOR
>
Ikvöld mun SGOR standa
fyrir fyrirlestri um of-
beldi í samböndum eða á
stefnumótum. Drífa Snædal,
fræðslu- og framkvæmdastýra
Kvennaathvarfsins mun fara
með fyrirlesturinn. Fyrirlest-
urinn er ætlaður fólki á fram-
haldsskólaaldri en allir eru að
sjálfsögðu velkomnir og telur
SGOR mikilvægt að sem flestir
láta sjá sig. Farið er yflr ein-
kenni ofbeldissambanda, hver
eru merki þess að ekki er allt
með felldu í sambandinu og
hvaða mörk á ungt fólk að setja
þegar það hefur ástarsambönd.
Talað er um mikilvægi þess að
bera virðingu fyrir sjálfum sér
og öðrum.
Fyrirlesturinn fer fram í 88-Hús-
inu að Hafnargötu 88 og opnar
húsið klukkan 20:00. SGOR eru
Samtök Gegn Ofbeldi í Reykja-
nesbæ, og er fyrirlesturinn liður
í átaki samtakanna í að vekja
athygli á því ofbeldi sem lifir og
hrærist í okkar umhverfi.
Styrkir til nýsköpunar
Impra nýsköpunarmiðstöð auglýsir eftir umsóknum um
styrki til frumkvöðla og starfandi fyrirtækja.
Styrkirnir eru ætlaðir til þróunar á nýrri þjónustu eða vörum
og eru veittir fyrirtækjum og einstaklingum á landsbyggðinni.
Umsóknarfrestur fyrir frumkvöðla rennur út 15. febrúar nk.
en fyrir starfandi fyrirtæki 27. febrúar.
impra nýsköpunarmiðstöð
Iðntæknistofnun
Borgum við Norðurslóð
600 Akureyri
Sími 460 7970
www.impra.is
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru að finna á
www.impra.is og hjá Impru nýsköpunarmiðstöð í síma
460 7970.
Impra nysköpunarmiðstoð á lóntæknistofnun veitir upplýsingar og studning i tengslum vid vidskiptahugmyndir og
stofnun og rekstur fyrirtækja. Á vegum Impru errckinn fjöldi verkefna með áherslu á nýsköpun og uppbyggingu frum-
kvöðlastarfs. Starfsemi Impru nær til landsins alls, en starfsstöðvar eru i Reykjavik og á Akureyri.
r*. 'i
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM
ViKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 9. FEBRUAR 2006