Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 27
Halldór Halldórsson og Egill Jónsson
eigast við i leik Njarðvíkur og Keflavíki
Halldór átti mjög góðan leik og var ein
af bestu mönnum Keflvíkinga.
VF-mynd/JBÓ
Suðurnesjaslagur í
bikarúrslitum
Keflavík sigraði ná-
grannaslaginn gegn
Njarðvík í á sunnudag,
89 - 85, en liðin léku í 4ra liða
úrslitum í Bikarkeppni KKÍ og
Lýsingar.
A.J. Moye fór á kostum og gerði
33 stig fyrir Keflavík ásamt því
að hrifsa 10 fráköst. Jeb Ivey var
stigahæstur hjá Njarðvík með 30
stig og 4 stoðsendingar.
Þeir munu hitta fyrir Grind-
víkinga sem lögðu Skallagrím
örugglega, 97-87, þar sem Jer-
emiah Johnson og Helgi Jónas
Guðfinnsson fóru fyrir þeim gul-
klæddu.
Úrslitin fara fram í Laugardals-
höll þann 18. febrúar.
Þorleifur Óráfsson og félagar hans
í Grindavík sigruðu Skajlagrím á
heimavelli sínum um helgina.
- Þorleifur átti góða innkomu í leikinn
r og sést hér leika á Pétur Sigurðsson.
etta varð mönnum á orði þegar vöru-
bíll hlaðinn sætum úr stúkunni af Laug-
ardatsvellinum hélt áleiðis út í Garð.
Þarna voru á ferðinni aðilar á vegum Víðis sern
höfðu fest kaup á 300 sætum sem á að setja
upp í stúku þeirra Víðismanna. Stúkan hefur
reyndar verið við völlinn í Garðinum í um 20
ár, en hún mun nú fá nýtt og betra útlit.
Þess má geta að í ár á Knattspyrnufélagið 70 ára
afmæli og eru kaupin á stúkusætunum liður í
fegrun á svæðinu við völlinn, sem margir telja
einn besta völl landsins.
Auk þess fóru 100 sæti á völl Keflívkinga
við Sunnubraut þannig að framkvæmdir við
Þjóðarleikvanginn hafa svo sannarlega góð
áhrif víða.
Ellefu Suðurnesjalið í undanúrslit
Dregið var í 4ra liða
úr slit um bik ar-
keppni yngri flokka í
körfuknattleik fyrir skemmstu.
Gert er ráð fyrir að leikirnir
fari fram vikuna 11.-18. febr-
úar.
11 lið í átta flokkum koma frá
Suðurnesjum og því má fast-
lega gera ráð fyrir að það komi
bikarmeistaratitill í hús hjá
einhverjum Suðurnesjaliðum í
yngri flokkunum þetta árið.
4ra liða úrslitin eru eftirfarandi:
Unglingaflokkur karla:
UMFN - FSu, UMFG - KR
11. flokkur karla:
Breiðablik - Valur,
UMFN - Fjölnir
Unglingaflokkur kvenna:
UMFG - UMFN,
Haukar - Keflavík
10. flokkur kvenna:
UMFH - UMFN,
UMFG - Keflavík
9. flokkur kvenna:
Keflavík - Haukar,
UMFN - Kormákur
Stjórnin auglýsir hér með samkeppni um merki Félags
myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Keppnin er opin öllum
félagsmönnum og verða veitt peningarverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.
1. sæti - hlýtur 40 þúsund krónur,
2. sæti - 20 þúsund krónur
3. sæti -10 þúsund krónur.
Sparisjóðurinn í Keflavík styrkir keppnina um verðlaunaféð.
Tillögum skal skila í ómerktu, lokuðu
umslagi og skal nafn keppanda fylgja með í öðru lokuðu umslagi.
Skilafrestur er til 22. febrúar
j og skal tillögum skilað á Hafnargötu 22 (Suðsuðvestur) í A-4
« umslagi merkt: Lógó-samkeppni FMR.
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐI LANDSBANKANS
VlKURFRÉTTIR I IÞRÓTTASÍÐUR
27