Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 28
Starfsáætlun Reykja- nesbæjar komin út Starfsáœtlun Reykjanes- bæjar 2006 er komin út en í henni koma fram ít- arlegar upplýsingar um helstu verkefni sveitarfélagsins á kom- andi ári, miðað við þá íjárhags- áætlun sem Iiggur lyrir. Markmiðið með áætluninni er að gera eftirfylgni fjárhags- áætlunar skilvissari, auk þess að auka upplýsingagjöf til íbúa. Auk þess er henni ætlað að nýt- ast starfsmönnum sveitarfélags- ins sem starfstæki en í henni eru birtar áætlanir allra sviða í starfsemi Reykjanesbæjar. Starfs- áætlunin er nú aðgengileg í heild sinni á vef sveitarfélagsins, www. reykjanesbaer.is Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ'jy Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hefurtekið til starfa. Þeir einstaklingar sem áhuga hafa á setu á framboðslista flokksins gefi sig fram við Viktor B. Kjartansson, formann kjörnefndar, með tölvupósti viktor@viktor.is eða í síma 4211530 Tökum að okkur uppgröft á lóðum og innkeyrslum Utvegum efni Múr og þrif Öll almenn múrvinna, flísalagnir og plötuslípanir. Föst verktilboð ef óskað er Tökum að okkur hreingerningar í heimahúsum og nýbyggingum. Upplýsingar í síma 849 6908. Rúnar S Gíslason hdl. löggiltur fasteignasali BOKHALD & SKATTSKILIK Ný bókhaldsstofa opnar í Reykjanesbæ Fimmtudaginn 2. febrúar sl. opnaði BÓKHALD & SKATTSKIL IK ehf. að Iðavöllum 9b hér í Reykja- nesbæ. Eigandi er Ingimundur Kárason viðskiptafræðingur og rekur hann jafnframt bók- haldsstofuna. Að sögn Ingimundar tekur hann að sér alla hefðbundna bókhaldsþjónustu fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. Sem dærni um þjónustu má nefna færslu bókhalds, vsk-uppgjör, launa- uppgjör, ársreikningagerð og skattskýrslur fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Einnig tekur hann að sér stofnun fyrirtækja ehf. Ingimundur útskrifaðist frá Háskóla íslands árið 1998 sem viðskiptafræðingur cand. oecon. Eftir útskrift hefur hann m.a. unnið hjá Endurskoðun Deloitte hf. í Reykjavík og Trygg- ingamiðstöðinni í Reykjavík. Ingimundur er búsettur í Kefla- vík með konu sinni Bryndísi Guðbrandsdóttur deildarstjóra heimahjúkrunar HSS. Ástæður þess að Ingimundur ákvað að stofna bókhaldsstofu segir hann vera ákveðinn með- byr sem hann fann en hann getur til að mynda boðið ódýr- ari þjónustu en stóru endurskoð- unarskrifstofurnar. Ingimundur leggur mikla áherslu á að veita persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina sinna. BÓKHALD OG SKATTSKIL IK er í síma: 421-8001 eða 899- 0820. Opið hús á eftirtöldum eignum sunnudaginn 12. febrúar Lj ósmyndaklúbburinn Ljósop kemur saman til fundar í 88húsinu næstkomandi laugardagkl. 11. Allir áhugaljósmyndarar eru velkomnir. Framvegis verða síðan fundir Ljósops 2. laugardag í mánuði í 88húsinu. Þessi stúlka á stórafmæli á árinu. Spurt er: verður haldið upp á það? Hvar? Hvenær og hvernig? Sunnubraut 9 - Keflavík Tvílyft 151 m2 einbýli, þar af bílskúr 28m' á góðum stað í Keflavík. Endurgert aö stórum hluta og er vel skipulagt. Lóöin er stór og rúmgóö. Stórt eldhús meö nýrri kisuberjainnréttingu og fallegum eldhústækjum úr stáli. Efri hæð skiptist í 3 svefnherbergi og flísalagt baöherbergi. Verð 23.600.000,- Opið hús milli kl. 15:30 - 16:00 Reykjanesvegur 8 - Njarðvík Falleg efri sérhæð í tvíbýli í Narðvík. 3 svefnherbergi, stofa, rúmgott hol, eldhús, flísalagt baöherbergi meö tengi fyrir þvottavél og þurrkara og snyrting. Geymsla á gangi fylgir íbúðinni. Hér er um góða eign aö ræða í húsi sem hefur verið vel við haldið. Verð 14.900.000,- Opið hús milli kl. 16:30 - 17:00 Suðurvellir 14 - Keflavík Rúmgott timburhús með stórum bOskúr, fallega ræktaðri lóð, sólpalli og heitum potti. Húsið skiptist í anddyri, forstofuherbergi, geymslu, hol, 3 svefnherbergi, flísalagt baðherbergi, stórt eldhús með góðri innréttingu, tvær stofur, þvottahús með snyrtiaðstöðu og stóran bflskúr. Gólfefni eru flísar og parket. Verðtilboð Opið hús milli kl. 16:30 - 17:00 Fífumói 16, Njarðvík Fallegt 227m2 raðhús á tveimur hæðum, þar af 51 m2 bílskúr sem hefur verið stúkaður af í vinnuherb., geymslu og góðan bílskúr. Neðri hæð: Forstofa, stofa með útgengi út í garð. Eldhús með ágætri innréttingu og borðkrókur, búr. Tvö herbergi. Baðherbergi með nýlegri innréttingu og sturtuklefa. Efri hæð: Stór sjónvarpsstofa/stofa með útgengi út á svalir, tvö herbergi. Baöherbergi með Ijósri innréttingu og baðkari.Rúmgóður garður að framan og aftan. Verð 29.900.000,- Opið hús milli kl 15:30 - 16:00 i FRÉTTIR i 28 IVÍKURFRÉTTIR 6.TÖLUBLAÐ : 27.ÁRGANGURÍ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.