Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 12
MS félag stofnað á Suðurnesjum: Frá vinstri: Sigurbjörg Ármannsdóttir, Auður Ingvarsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. „Ánægð með frumkvæðið" Stofnfundur hópastarfs MS fólks í Reykja- nesbæ fór fram í Sjálfs- bjargarhúsinu í gær og var Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS félags íslands, sátt við mætinguna. „Það mættu nokkrir sjúk- lingar og nokkrir aðstand- endur og var fólk fullt ákafa og starfið á eftir að spyrjast út og vinda upp á sig,” sagði Sigurbjörg í samtali við Víkur- fréttir. „Þarna er farvegur íyrir MS sjúklinga til þess að hitta aðra með sama sjúkdóm og deila reynslu sinni.” Á stofnfundinn mætti Sigur- björg ásamt Þuríði Sigurðar- dóttur, MS hjúkrunarfræð- ingi og framkvæmdastjóra dagvistar MS félags íslands. Ásamt þeim var kveikjan að hópastarfinu, Auður Ingvars- dóttir MS sjúklingur í Reykja- nesbæ. „Ég er mjög ánægð með þetta frumkvæði Auðar og þeirra Suðurnesjamanna sem mættu á fundinn en þau munu fá alla þá aðstoð sem MS félag íslands getur veitt þeim í sínu starfi. Hópastarf af þessu tagi er einmitt það sem við í MS félaginu viljum sjá. Þetta eru óformlegir fundir en elsta hópastarf MS félagsins er á Ak- ureyri og er um 15 ára gamalt. Einnig er hópastarf í Reykja- vík og á Selfossi en hópastarf er í bígerð bæði fyrir vestan og austan,” sagði Sigurbjörg að lokum. Sigurbjörg sagði einnig að erfitt væri íyrir flesta að mæta á fyrsta fundinn en þeir sem mættu heíðu góða reynslu af. Auk þess sagði hún að hópa- starfi MS félagsins í Reykja- nesbæ stæði til boða aðstoð MS félagsins t.d. með því að fá fyrirlesara á fundi hópastarfs- ins. Ráðgert er að hópastarfið hittist einu sinni í mánuði. MIKIÐUMAÐVERAHJA SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGI SUÐURNESJA Nú er mikið um að vera hjá félaginu, opið hús var í byrjun febrúar þar sem leidd slökunarhug- leiðsla og spáð í spil, bolla og fleira, auk þess sem boðin var heilun. Fyrirhugað er að hafa svipaða dagskrá aftur i byrjun mars. Þá eru væntanlegir miðlarnir Guðrún Hjörleifsdóttir (Gúgú), Skúli Lórenzson, Þórunn Maggý og Þórhallur Guðmundsson. Þeir sem vilja tíma endilega hafið samband sem fyrst í 421 3348 og 866 0345. Þeir sem áhuga hafa á að sitja í bæna- hring hafið samband í sömu símanúmer. Viljum við enda þetta á eftirfar- andi en höfund þekkjum við ekki: Vertu alltafhress í huga, hvað sem kann að tnœta þér. Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjarn, vertu tnildur, vœgðu þeim setn mótþér braut. Bið þinn Guð utn hreinna hjarta, hjálp í lífsins vanda ogþraut. Treystu því að þér á herðar, þyngri byrði ei varpað er. Eti þú hefur afl að bera, orka blundar, nœg erþér. Þerraðu kinnarþess ergrœtur, þvoðu kaun hins sœrða tnanns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kœrleikans. Á HÆSTA FJALLI AFRÍKU ýfcalípuÍRE H&VI •s HIGHEST POINT J •nSHCST PREE-S * ,tfSl<lRGE$" Á toppi Kilimanjaro Kristján Pálsson for- mað ur UMFN og FSS fór nýverið upp á Kilimanjaro í Áfríku sem nýtur vaxandi vinsælda meðal fjallaklifrara frá fslandi. Blað- inu lék forvitni á að vita hver ástæða ferðarinnar hefði verið og hvernig hefði gengið. Já það er rétt að ég fór ásamt tveim öðrum upp á þetta mikla fjall sem er hæsta frístandandi fyall í heiminum og hæsta fjall í Afríku 5895 metra hátt. Upp- hafleg ástæða ferðarinnar var að bróðir minn Ólafur Karvel vildi halda uppá 60 ára afmælið sitt uppi á Kilimanjaro og bauðst ég til að slást í förina. Við vorum þrír félagarnir við bræðurnir og Eiríkur Einarsson bókasafns- fræðingur hjá Hafró. Ferðin gekk vel og vorum við 4 daga upp á fjallið og 2 daga niður. Gist var í þremur fjalla- skálum á leiðinni. Þó þetta fjall sé mjög hátt er líkamlegt álag sem fylgir langri göngu ekki erfiðasti hjallinn í þessu tilfelli heldur þunna loftið. Það hefur verið rannsakað að í 3600 metra hæð hafi blóðið rnisst 40% af hæfileikanum til súrefnisupp- töku. Þetta orsakar svonefnda háfjallaveiki sem lýsir sér í svefnleysi, öndunartruflunum, höfuðverk, uppköstum og maga- kveisum. Það er þó mjög mis- jafnt hvernig líkami og sál fólks bregst við þessum erfiðu ytri að- stæðum. Áð klífa Kilimanjaro krefst því ekki aðeins líkamlegs styrks heldur einnig andlegs jafnvægis og viljastyrks. Vilja- styrks segi ég vegna þess að á göngunni er maður sífellt að hlusta á líkamann við vaxandi hæð og hefur áhyggjur af því að eitthvað geti farið úrskeiðis. Á hverjum degi mætir maður sjúkraflutningamönnum sem eru að trilla fólki á sjúkrabörum á einu hjóli niður fjallið, fólki sem hefur gefist upp eða veikst. Frá síðustu búðunum upp á fjallið sem kallaðar eru Kíbo í 4700 metra hæð lögðu af stað um 25 rnanns á svipuðum tírna og við en um helmingur þeirra snéri við áður en að toppnum kom. Eitt lykilmálið í svona göngu er að ganga mjög rólega eða pole, pole eins og heima- menn kalla það og að drekka mikið af vatni. Fyrstu klukkustundirnar af síð- asta áfanganum er gengnar í myrkri, enda lagt af stað klukkan 11 um kvöldið. Það er mögnuð upplifun að vera að puða upp í myrkrinu í þessari gríðarlegu hæð í snarbrattri hlíðinni. Þarna kemst maður einstaklega nærri stjörnunum og næstum hægt að grípa þær að mér fannst. Við komurn upp á Gilman's point kl 06:15 sem er 568 lm hár á gígbarmi Kilimanjaro sem er risastórt eld- fjall. Rétt eftir að við komumst þangað kom sólin upp og var það hreint mögnuð sýn. Eftir myndatökur frá Gilman 's point var haldið af stað aftur og þá í átt að hæsta punkti Kilimanjaro sem heitir Uhuru og er sunnar á gígbarminum. Við tókurn okkur tæpa tvo klukkutíma til að ganga þá tvo kílómetra sem eftir voru. Við náðum Uhuru kl. 08:35 29. janúar 2006 og skál- uðum í kampavíni á „þaki Afr- íkur” í 5895 metra hæð. Þar lét ég mynda mig með fána UMFN og Reykjanesbæjar. Fáni UMFN og Reykjanesbær hefur því blakað á toppi Kilimanjaro. Það er rnikil áskorun að klífa Kilimanjaro og þeir sem leggja það á sig verða fyrir magnaðri upplifum. Að vinna hæsta fjall Afríku er tilfinning sem verður ekki lýst með orðum, þú verður af finna hana sjálfur. Jambó, jambó segja heimamenn í kveðjuskyni. Eftir ferðinni á Kilimanjaro skoðuðum við þjóðgarðinn Lake Manyara og verndarsvæðið í Ngorongoro. I Ngorongoro heimsóttum við m.a. eitt af þorpunr Maasai ættflokksinn, ótrúlegt fólk. VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! n | VÍKURFRÉTTIR ; 6. TðLUBLAÐ : 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.