Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 16
Sri UPPBYGGING í GRINDAVÍK
Miklar endurbætur eru
fyrirhugaðar í gamla bænum i
Grindavík. Þar er gert ráð fyrir
12 nýjum einbýlishúsum og
allt umhverfi verður í gömlum
stíl.
Ibúafjöldi í Grindavík
mun líklega stóraukast á
næstu árum, en uppbygg-
ing í bænum er afar mikil þar
sem nýtt hverfi, Hópshverfi, er
óðum að taka á sig mynd.
Nú þegar eru 187 íbúðir í bygg-
ingu og í mai verður lóðum
undir 230 íbúðir úthlutað í
næstu tveimur hlutum hverfls-
ins þannig að gera má ráð fyrir
því að íbúar bæjarins verði
orðnir um 4000 innan fárra ára.
Undanfarin ár hefur verið
stöðug fjölgun í Grindvíkurbæ,
en síðasta ár stóð upp úr þar
sem íbúar fóru úr 2481 upp í
2624 á milli áranna 2004 og
2005.
Til að hraða uppbyggingu í
bænum hafa bæjaryfirvöld
gengið frá viljayfirlýsingu við
verktakafyrirtækin Heimi og
Þorgeir hf og Grindina ehf um
að þeir taki að sér ákveðin svæði
á nýja svæðinu í alverktöku og
sjá um alla uppbyggingu í hverf-
inu þ.e. gatnagerð, gangstéttir,
malbikun, lýsingu o. fl. auk þess
að byggja og selja íbúðir.
„Það hefur verið stöðug og þægi-
leg fjölgun hjá okkur síðustu
ár, en í fyrra varð algjör spreng-
ing,” sagði Ólafur Örn Ólafsson,
bæjarstjóri, í samtali við Víkur-
fréttir. „Við stefndum kannski
ekki beint að svo örri fjölgun,
en við teljum að breytingar á
fasteignamarkaði á Höfuðborg-
arsvæðinu að undanförnu hafi
haft þessa miklu fjölgun í för
með sér.”
Auk landvinninga í norðurátt
Verktakar vinna
hörðum höndum að
uppbyggingu í Grindavík
þar sem þegar er unnið
aö 187 íbúðum.
hefur nefnd á vegum bæjarins
unnið að deiliskipulagstillögu
í elsta bæjarhlutanum. Þar er
gert ráð fyrir að byggja upp
svæðið austan Víkurbrautar og
að Þrótti ehf. í anda liðins tíma.
Tillögurnar gera ráð fyrir 12
nýjum einbýlishúsum á einni
til tveimur hæðum í gamaldags
byggingarstíl klædd bárujárni
eða timbri. Einnig gera tillög-
urnar ráð fyrir hellulögðum
götum og gamaldags götulýs-
ingu. Þessar tillögur hafa enn
ekki verið samþykktar, en beðið
er samþykkis frá nokkrum hús-
eigendum á svæðinu.
Þá mikil eftirspurn hafi verið
eftir íbúðarlóðum er einnig tölu-
verð ásókn í lóðir undir atvinnu-
húsnæði og er því nýhafln vinna
við að skipuleggja fleiri lóðir
undir atvinnustarfsemi á svæð-
Plexigler í Reykjanesbæ
Plexgler er ný verslun sem opnaði við Hringbraut um síðustu áramót, en hjónin Hjörtur Kristján Daníels-
son og Kristín Guidice reka búðina ásamt syni sínum Hafsteini. Plexigler býður upp á fjölbreytta þjón-
ustu og selur jafnt fyrirfram tilbúnar hillur og aðrar hirslur auk þess sem þeir bjóða upp á sérsmiði þar
sem komið er til móts við hugmyndir fólks. Verslunin hefur farið vel af staö að sögn eigendanna og
þakka þau góðar mótttökur. Verslunin, sem er i gamla húsnæði Miðbæjar, er opin alla virka daga.
SG bílar hefja sölu á hjólhýsum
SG bílar hafa nýverið gerst umboðsaðilar fýrir Víkurverk,
sem flytur inn og selur hjólhýsi og húsbíla frá ýmsum
þekktum framleiðendum. Má þar helst nefna vönduð
hjólhýsi frá LMC í Þýskalandi, Burstner og Knaus.
Að sögn Grétars Ólasonar hjá SG bílum verður nokkurt úrval til
sýnis við Bolafót, þar sem fyrirtækið er tii húsa og verður haldin
sýning þar og í Grindavík á næstunni.
16 IVÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
VfKURFRÉTTiR Á NETINU
vww.vf.is * LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!